Eitt líf – mörg æviskeið. Sagan hennar Bryndísar Schram.
Nýlega kom í bókaverslanir bókin „Brosað í gegn um tárin“. Þar rekur Bryndís Schram lífssögu sína. Sú lífssaga er löng og kemur víða við. Þetta er saga eins lífs – en saga margra æviskeiða, sem hvert um sig eru hinum ólíkt. Um margt heillandi lesning, fróðleg lesning en einnig dapurleg og nístandi. Saga einnar mannssálar, sem á að baki sér svo ólíka ævidaga, um margt svo ólíka lífsreynslu, í svo síbreytilegu og gerólíku umhverfi og við svo ólíkan aðbúnað. Eitt líf – mörg æviskeið.
Ástríkt uppeldi.
Bryndís ólst upp í borgaralegu umhverfi í höfuðstaðnum, Reykjavík. „Í borgaralegu umhverfi“ er ekki sagt í niðrandi merkingu heldur í ljósi þeirra viðhorfa, að fjölskylduna skorti hvorki fæði né klæði, foreldrarnir nutu þess að geta veitt börnum sínum öruggt og gott skjól þar sem hver og einn fékk öll tækifæri til þess að njóta sín og foreldrarnir voru hvarvetna og einætt nærri til þess að geta veitt þann stuðning og þá hlýju, sem þeir veita vildu og þörf væri á. Þannig var ekki umhverfi allra barna í Reykjavík – síður en svo. En þannig umhverfi vildum við jafnaðarmenn fá skapað fyrir hverja og eina fjölskyldu. Öryggi, samheldni, samúð og traust. Auðvitað naut Bryndís þessara aðstæðna. Hún dregur enga dul á það í frásögn sinni. Maðfæddir hæfileikar hennar til náms og til starfa fengu að njóta sín og til þess að svo mætti verða til fullnustu naut hún stuðnings sinna foreldra og fjölskyldu. Ekki í fjármunum heldur í nánd, í orði og í verki. Fjölskyldunándin var hennar öflugi bakhjarl á öllu hennar fyrsta æviskeiði.
Lesa meira