WHEN WILL THEY EVER LEARN? The crash 2008 (HRUNIÐ) revisited, three years later.

What was Iceland like before HRUN (crash)? What were the main causes of the crisis? Is anyone responsible? A few conspiracy theories. What are the main consequences? Are there any solutions? Are there any lessons to be learnt?

What was Iceland like before?:

While Europe was devastated during World-War II, Iceland became rich. Despite receiving Marshall aid twice per capita what war-torn countries in Europe received, Iceland continued to maintain a closed and protectionist system: Imports were restricted, exports were licenced, prices were state-regulated, fishing was heavily subsidized, the krona was regularily devalued by government fiat, banks were state-owned, directors of banks and funds as well as other high officials were political appointees, inflation was rampant, real rate of interest was negative, receiving loans was based on political favouritism. Coalition governments were, with rare exceptions, lead by the two major parties: The Independence Party (conservatives) and the Agrarians (who called themselves progressives). Those two parties between them ran a spoils-system (crony-capitalism). All major business (exports/imports, banking, insurance, retail, oil-distribution, and the spoils of servicing the US- naval base) were devided between companies run by party loyalists. This had nothing to do with a free-market system. This was a corporatist system (cf. Mexico), where political power was used by two dominant cliques to distribute favours to party loyalists. It was a politically administered oligopoly. This system was by definition corrupt at the core, but with widespread popular participation.

Continue reading

LADY GA GA (grein í Fréttablaðinu)

Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi.

Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers?

Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans.

Lesa meira

ÓHRÓÐRI UM EISTA SVARAÐ

Viðtal Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi (Bylgjunni sunnudaginn 28.08.) hefur dregið dilk á eftir sér. Viðtalið er aðgengilegt á heimasíðu minni. Það skiptist í tvennt, annars vegar vildi Sigurjón fá að vita, hvers vegna ég hefði á sínum tíma tekið frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða og í framhaldi af því, hvort þetta væri fordæmi, sem smáþjóð eins og íslendingar gætu fylgt eftir í öðrum málum. Seinni hluti viðtalsins fjallaði svo um innlend málefni.

Að því er varðar fordæmisgildið um stuðning smáþjóðar við aðrar smáþjóðir í lífsháska, nefndi ég, að ég vildi gjarnan að Ísland, í samvinnu við Norðurlönd og Eystrasaltsþjóðir, tækju frumkvæði að því á alþjóðavettvangi að koma Palestínumönnum til hjálpar í neyð þeirra. Ég lýsti ofbeldi Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum sem stærsta harmleik samtímans. Harmleik vegna þess að Ísraelsher kemur nú fram gagnvart undirokuðu og varnarlausu fólki með svipuðum hætti og þriðja ríki Hitlers kom fram gagnvart ofsóttum gyðingum.

Þetta kallaði á hörð viðbrögð frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni (http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1186112). Vilhjálmur þessi brást við með því að segja mig hafa, í utanríkisráðherratíð minni, haldið hlífiskildi yfir stríðsglæpamanni (Evald Mikson), en sjálfur hefði ég haft dularfull tengsl við KGB á sínum tíma. Loks fór hann hinum verstu orðum um eistnesku þjóðina fyrir meintar gyðingaofsóknir.

Lesa meira

Minning um Gunnar Dal

Athugasemd: Í gamla daga var Mogginn kallaður danski Mogginn. Á seinni árum hafa óvandaðair menn stundum uppnefnt hann “Dödens Avis”. Það er auðvitað út af minningargreinunum. Og nú verð ég að gera þá játningu, eis og margir aðrir, sem hafa sagt upp Mogganum, að við söknum auðvitað minningargreinanna með morgunkaffinu. En það er ekki nóg með það, að við fáum ekki að lesa minningargreinarnar. Nú er svo komið, að þær fást ekki lengur birtar. Alla vega þá ekki fyrr en eftir dúk og disk. Einn helsti vitmaður þessarar þjóðar kvaddi jarðlífið í fyrri viku: Gunnar Dal, skáld og heimspekingur. Um leið og ég spurði þau tíðindi, settist ég niður og skrifaði um hann minningargrein og sendi í Dödens Avis. Jarðarförin fór fram s.l. mánudag, en greinin er óbirt enn. Þess vegna birtist hún hér, vinum og aðdáendum Gunnars til hughreystingar.

Ætli Gunnar Dal hafi ekki verið hvort tveggja, einhver mest lesni höfundur þjóðarinnar um sína daga og vanmetnasta ljóðskáldið í senn? Af samneyti við unglinga í Menntaskólanum á Ísafirði forðum daga lærði ég, að þeir sóttu sér hjálpræði í ljóðræna lífsspeki Kahlils Gibran í þýðingu Gunnars, þótt mannvitið í ljóðum og sögum hans sjálfs væri þeim sem lokuð bók.

Lesa meira

Í BÁL OG BRAND Á NORÐURLANDARÁÐSÞINGI

Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún. Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún.

Heill og sæll, einkabílstjóri.
Satt segirðu. Það var haldið Norðurlandaráðsþing í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík í ársbyrjun 1985. Ég var nýorðinn formaður Alþýðuflokksins. Þingmaður, já, en vissulega ekki ráðherra (enn). Og ég átti ekkert sæti á Norðurlandaráðsþingi. En það hlýtur að hafa verið lítið um að vera á þinginu – kannski bara leiðinlegt – því að einu fréttirnar, sem birtust á Norðurlöndum frá þessu þingi snerust um litla kjallaragrein, sem ég skrifaði í þáverandi DV: “Norðurlanda hvað?”

Lesa meira

Viðtal Sigurjóns Egilssonar þáttastjórnanda Sprengisands á Bylgjunni við JBH

Sunnudaginn 28. ágúst s.l. ræddi Sigurður M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, við JBH, þar sem hann leitaði svara við spurningunni um, hvers vegna utanríkisráðherra Íslands á þessum árum (1988-95) beitti sér á alþjóðavettvangi fyrir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða með þeim hætti, að þess er minnst nú 20 árum síðar með því að heiðra Ísland sérstaklega í höfuðborgum landanna þriggja.

Fyrri hluti viðtals
Seinni hluti viðtals

20 YEARS OF ESTONIA´S RESTORED INDEPENDENCE

Your struggle to restore Estonia´s independence, more than 20 years ago, was not merely a reassertion of nationalism; not only an effort to preserve your language, culture and national identity;

It was also a democratic revolution – a final settlement of the second world war in Eastern Europe, and an endgame in the Cold War.

An endgame in the Cold War – that is where your secession from the Soviet Empire came into conflict with Mr. Gorbachev´s overall aim – to keep the Soviet Union together at all cost. – It was also in conflict with the realpolitik of Western leaders: to end the Cold War with the USSR; to reach new agreements on disarmament and arms control; to liberate Eastern Europe; to negotiate the peaceful reunification of Germany. And for the US, to secure Soviet complicity towards the 1st U.S. invasion of Irak in January, 1991.

Continue reading

EISTAR FÆRA ÍSLENDINGUM ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN VIÐ SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ÞEIRRA FYRIR 20 ÁRUM

Þann 20. ágúst s.l. var efnt til málþings og hátíðahalda í Tallinn, höfuðborg Eistlands, til þess að minnast þess, að 20 ár voru þá liðin – þann 22. ágúst – frá því að Eistar lýstu yfir endurreistu sjálfstæði sínu, og Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna það og koma á stjórnmálasambandi milli ríkjanna. Fyrir þessu málþingi stóðu utanríkisráðuneyti Eistlands og “The Estonain Foreign Policy Institute”.

Málþingið var tvískipt. Fyrst var fjallað um atburðarásina 1987-91, þegar andófið gegn sovésku nýlendustjórninni vaknaði, og reynt að meta mikilvægi þessara atburða í ljósi síðari tíma. Þeir sem þátt tóku í umræðunum voru: Esko Aho, fv. forsætisráðherra Finna, Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Pólverja, Ivars Godmanis, fv. forsætisráðherra Letta, Shelov-Kovadyaev, fyrrum varautanríkisráðherra Rússlands og Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra Íslands.

Lesa meira