Þröstur Ólafsson: Opið bréf til útvarpsstjóra

Ég varð undrandi og eilítið skelkaður, þegar ég hlustaði og horfði  á fréttir RÚV af 30 ára afmæli viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Litháens. Þar vantaði eitthvað í fréttina.Gerðist þetta af sjálfu sér ? Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Ísland gerði sig gildandi og tók afstöðu í máli sem var alþjóðlegt, ofur eldfimt en mikið réttlætismál ? Viðurkenning Eystrasaltsríkjanna sem sjálfstæð ríki var á sínum tíma umdeilt, bæði meðal vinaþjóða erlendis og hér heima, svo ekki sé minnst á sjálf Sovétríkin. Vestrænar stórþjóðir með BNA og Þýskaland í broddi fylkingar, réðu eindregið frá því, að Ísland gerði þetta. Þær óttuðust, að það myndi gera Gorbatsjoff erfitt fyrir og endurvekja kalda stríðið. Þýskaland átti mikið undir því, að ekki hlypi snuðra á þráðinn. Þetta var rætt á fundi í NATO, þar sem eindregið var varað við þessum einleik. Hér heima kom fram andstaða, aðallega frá vinstra fólki, sem enn hélt trúnaði við Sovétríkin. Einnig heyrðust raddir úr hinum stjórnarflokknum, sem taldi þetta vera einskisverða tímasóun. Ég var að sinna opinberum erindum í Moskvu nokkru fyrr og var, ásamt utanríkisráðherrum hinna norrænu ríkjanna,sem þar voru staddir, kallaður á fund með Gorbatsjoff í Kreml. Þar varaði hann Norðurlöndin eindregið við því, að stíga nokkur þau skref, sem ýta myndu undir frekari pólitískan óróa í sovéskum löndunum við Eystrasalt; við kynnum að hafa verra af. Hann ítrekaði orð sín, og miðað við hvert hann beindi sjónum sínum, fór ekki á milli mála, hverja hann hafði í huga.Erindi hans við okkur var ekkert annað.

Lesa meira

The promised land

The debates in the primaries of the democratic presidential candidates so far have led to one startling conclusion: The Nordic socio-economic model has become the utopia – the promised land – for what was once a land of opportunity – America.

by Jón Baldvin Hannibalsson

Listening to the leading candidates – Bernie Sanders certainly and to some extend Elizabeth Warren – the proposed solutions to the malaise of Americans in the era of neo-liberalism, is to emulate the Nordic model. Denmark has become the favorite example. Norway deserves no less of an attention, especially when it comes to utilitation of natural resources. And both Sweden and Finland have been highly successful, during the era of globalisation in their chosen fields of specialisation. In his paranoia, caused by China‘s competitive edge in 5G, President Trump has proposed that Americans gain control of Ericson and Nokia, Scandinavia‘s high-tec companies. Not to forget his proposal to buy Greenland to preempt China‘s advance in the high-north in the age of climate change.

Why is it that pretenders to the American presidency are looking to Scandinavia for solutions to their social problems? It is because of their generally acclaimed success. One witness, the Economist, in a special survey on the Nordic model, came to the conclusion that the Nordic model is „the most successful socio-economic model on the planet, during the era of globalisation. It combines both efficiency and equality. It is both the most competitive and egalitarian society on earth.“

Continue reading

LÆRDÓMAR FRÁ LISSABON

Það eru að byrja að kvikna ljós í myrkrinu sem hefur grúft yfir stórum hluta Evrusvæðisins eftir Hrun. Þótt Grikkland sé enn við dauðans dyr og Ítalía í djúpum skít (sokkin í skuldir) eru sum önnur aðildaríki Evrusvæðisins að ná sér. Pólland og Eystrasaltsríkin eru á uppleið (Eistland eins og venjulega í fararbroddi). Eftir sem áður er landflótti unga fólksins viðvarandi vandamál þar. Írland hefur náð sér á strik, þótt það sé enn að sligast undan þungri skuldabyrði. En skærasta ljósið er Portúgal.

Portúgal undir vinstri stjórn er byrjað að blómstra.  Fjölmiðlar, sem bera skynbragð á efnahagsmál (Economist, Spiegel, Financial Times, New York Times o.fl.) eru farnir að taka eftir þessu.  Og flykkjast til Lissabon, eins og við gerðum um jól og nýár.  Mér gekk raunar fleira til.  Á sama tíma og breski verkamannaflokkurinn klúðraði kjörnu tækifæri til að koma Bretum á kjöl eftir Brexit, þýski krataflokkurinn er að veslast upp í pólitísku náttúruleysi og flestir aðrir krataflokkar Evrópu virðast hafa misst af lestinni, blómstrar jafnaðarmannaflokkur Portúgals – Partido Socialista – undir forystu Antonio Costa sem aldrei fyrr.  Mér rann blóðið til skyldunnar að skoða það nánar.

Lesa meira

Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?

Í rökræðum sínum um auðlindastefnu í skugga Samherjamálsins í Silfri Egils þann 8. des.s.l. vakti það athygli mína, að hvorki stjórnandinn né viðmælendur hans nefndu einu orði hugtakið „auðlindarenta“. Merkilegt nokk, af því að auðlindarentan og ráðstöfun hennar er það sem málið snýst um. Það gefur tilefni til fáeinna athugasemda í því skyni að reyna að setja málið í stærra samhengi.

1. Þorskastríð og svartar skýrslur

Á seinni hluta seinustu aldar háðu Íslendingar þrenn þorskastríð við Breta og fleiri þjóðir um forræði yfir auðlindum sjávar við strendur Íslands. Sumir hafa kallað það hina eiginlegu sjálf-stæðisbaráttu okkar. Við unnum þessi stríð. En við höfðum varla fyrr unnið en fyrstu skýrslur fiskifræðinga um yfirvofandi hrun helstu nytjastofna vegna ofveiði birtust. Hrun þorskstofnsins á hinum gjöfulu Nýfundnalandsmiðum var víti til varnaðar. Það var orðið óumflýjanlegt að tak-marka sókn í auðlindina. Við þreifuðum okkur áfram. Svokallað „skrapdagakerfi“ var reynt en reyndist illa.

Lesa meira

Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?

Mútugreiðslur Samherja til að krækja í arðvænlegar veiðiheimildir í Namibíu og feluleikurinn með gróðann á Kýpur og Dubai, ætti að vera Íslendingum ærin ástæða til að líta í eigin barm. Ísland er auðlindahagkerfi. Hvernig er háttað venslum auðjöfranna, sem hafa náð yfirráðum yfir sjávarauðlind þjóðarinnar, við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn? Ef skyggnst er undir yfirborðið, kemur þá ekki á daginn, að það er fleira líkt með skyldum „í Súdan og Grímsnesinu“ en flestir halda við fyrstu sýn?

Rifjum upp nokkrar lykilstaðreyndir:

1.         Ástæðan fyrir því, að kvótakerfinu var komið á (1983-91) var sú að við óttuðumst, að frjáls sókn leiddi til ofveiði og jafnvel útrýmingar helstu nytjastofna.

2.        Markmiðið var tvíþætt: sjálfbær nýting fiskistofna, sem byggði á vís-indalegri ráðgjöf um veiðiþol og aukin arðsemi þessa undirstöðuat-vinnuvegar þjóðarinnar með því að draga úr sóknarkostnaði (fækka skipum, auka sérhæfingu). Til þess að ná síðarnefnda markmiðinu verður að heimila útgerðaraðilum framsal – skipti á veiðiheimildum – til að auðvelda sérhæfingu og lækka kostnað.

Lesa meira

Upp skalt á kjöl klífa

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er seinni grein af tveimur. Fyrri grein.

„ Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörð­u­m okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert.“ Moliére.


Eftir á að hyggja telst það hafa verið vel til fundið hjá Stein­grími J. að panta seðla­banka­stjóra að láni frá kollega sín­um, fjár­mála­ráð­herra Nor­egs.
Þar með vorum við laus við heim­an­fengin vensl og tengsl, sem valda hags­muna­á­rekstrum og opna fyrir laumu­gáttir fyr­ir­greiðslu og spill­ing­ar. Strák­ur­inn fékk skyndi­nám­skeið í rekstri seðla­banka á vegum seðla­banka­stjóra Nor­egs. Það reynd­ist vera góð hjálp í við­lög­um, þótt skyndi­hjálp væri, því að mað­ur­inn var aug­ljós­lega vel verki far­inn hag­fræð­ingur fyr­ir.

Lesa meira

„Krossfestur, hengdur eða skotinn?“

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er fyrri grein af tveimur.

„Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörðum okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert“ Moliére   

Fyr­ir­sögnin hér að ofan er fengin að láni frá Sturlu Páls­syni, sem sam­kvæmt frá­sögnum virð­ist hafa verið ein­hvers konar „trou­bles­hoot­er“ í fjör­brotum Seðla­bank­ans á síð­ustu dögum Dav­íðs.  Sturla var að lýsa því í minn­is­blaði, hverra kosta væri völ að hans mati, vænt­an­lega fyrir stjórn­endur bank­ans, ef ekki okkur öll, í aðdrag­anda Hruns.

Lesa meira

Hvers vegna tók Ísland af skarið í andstöðu við leiðtoga NATO, um viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða?

Þann 9. nóv. n.k. verða 30 ár liðin frá því að íbúar Berlínar rifu niður Berlín­ar­múr­inn. Fáa grun­aði þá, að tveimur árum síðar yrðu hin vold­ugu Sov­ét­ríki ekki lengur til. Enda­tafl Kalda stríðs­ins var haf­ið. Af þessu til­efni kemur á næst­unni út ný bók undir heit­inu: „Ex­it­ing the Cold War, Enter­ing the New World . Útgef­endur eru Henry Kiss­in­ger Center for Global Affairs , Johns Hop­k­ins Uni­versity í sam­vinnu við The Brook­ings Institute í Was­hington D.C. Höf­undar voru flestir í innsta hring leið­toga stór­veld­anna á þessum umbrota­tímum (1989-92) . Tveir höf­und­anna eru full­trúar smá­þjóða, sem komu við þessa sögu: Mart Laar, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Eist­lands, og fyrrum unt­an­rík­is­ráð­herra Íslands, Jón Bald­vin Hanni­bals­son (1988-95) . Það sem hér fer á eftir er stutt brot úr bók­arkafla Jón Bald­vins, þar sem hann skýrir ,hvers vegna Ísland tók for­ystu um við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði Eystra­salts­þjóða – í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu leið­toga Vest­ur­veld­anna.

Þegar sagan um enda­tafl Kalda stríðs­ins og Hrun Sov­ét­ríkj­anna er rifjuð upp ald­ar­fjórð­ungi síð­ar, er mörgum spurn­ingum enn ósvar­að. Ein spurn­ingin er þessi: Voru leið­togar vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja (Bush eldri Banda­ríkja­for­seti, Kohl kansl­ari, Mitt­erar­and og Marg­aret Thatcher) virki­lega svo kald­rifj­að­ir, að þeir væru reiðu­búnir að fórna rétt­mætum kröfum Eystra­salts­þjóða um end­ur­reist sjálf­stæði í stað­inn fyrir marg­vís­legan póli­tískan ávinn­ing í samn­ingum við Gor­bachev? Þótt svo virð­ist vera við fyrstu sýn, er við­hlít­andi svar tals­vert flókn­ara.

Lesa meira

Tæpitungulaust, lífsskoðun jafnaðarmanns

Bókin er gefin út 29 september, à 60 ára brúðkaupsafmæli Jóns Baldvins og Bryndísar. HB Av gaf bókina út.

Tilefni þessarar bókar er að vekja upp umræðu um jafnaðarstefnuna, sögulegt hlutverk hennar í að breyta þjóðfélaginu í anda mannréttinda og mannúðar. Hún svarar spurninginni: Á jafnaðarstefnan erindi við fólk í velferðarríkjum samtímans og í náinni framtíð?

Lesa meira