„Þetta er þvílík skíta framkoma [ESB]“

Viðtal sem Útvarp saga og Silfur Egils hafa átt við Jón Baldvin Hannibalsson, um evrópumál og þriðja orkupakkann, hljóta að teljast mjög merkileg og söguleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem þessi forgöngumaður fyrir því að við gegnum í EES og lengi vel talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið, hefur að segja núna um þriðja orkupakkann og inngöngu í ESB. Jón Baldvin var í viðtali í Silfri Egils í dag, sunnudag, og óhætt er að segja að svo virðist sem talsmenn þess að við innleiðum þriðja orkupakka ESB séu lamaðir eins og er. Sérstaklega er eftir því tekið að fréttastofa Ríkisútvarpið / sjónvarp, fréttastofa Stöðvar2 og Fréttablaðsins, sem hingað til hafa verið mjög hliðhollar þeim sem boða aðild að Evrópusambandinu og því að við samþykkjum þriðja orkupakkann, hvað þessir miðlar eru þöglir yfir þessu merkilega viðtali við Jón Baldvin. Sömu fjölmiðlar höfðu líka uppi áróður um að Íslendingar ættu að samþykkja ice-save samningana á sínum tíma.

Í þessum viðtölum, á Sögu og í dag í Silfri Egils, talar Jón alveg skýrt, að ef við höfnum þriðja orkupakkanum þá hefur það engar afleiðingar fyrir Íslendinga því það er skrifað inn í samninginn að Íslendingar hafi fullan rétt til að hafna tilskipunum ESB. Þetta er alveg kristaltært í svari Jóns Baldvins við spurningunni um hvort höfnun muni leiða til þess að ESB segi upp EES samningnum, þá er svar Jóns stutt og lag gott: „NEI!“…

Sjá nánar á skinna.is.

KOMIN HEIM Í HEIÐARDALINN, viðtal Jónasar Jónasarsonar við JBH og BS

Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi. Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi.

-Hvernig var að koma heim?
Bryndís lítur af mér og horfir litla stund þögul á hann Jón sinn, kannski eins og hún sé að bíða eftir því að hann svari fyrst, en hann brosir bara út í annað og þegir. Kannski er þögnin merki til Bryndísar um að tala, samsæri þagnarinnar er óþarft núna. Þau eru ekki lengur sendiherrahjón með þagnarskyldu.
Bryndís hallar sér fram og krossleggur langa píanistafingur, stór hringur áberandi vottur um dýran smekk. Um háls hennar er eins konar skrautkeðja sem fer vel við dökkan kjólinn, andlitið eitt varlegt bros sem síðan hverfur vegna alvöruþunga orðanna. Hér talar fyrrverandi sendiherrafrú Íslands í Bandaríkjunum og Finnlandi.
“Það var mikið áfall að koma heim!”

Lesa meira