Þeir sem þora…

Þegar Mikhail Gorbachev komst til valda árið 1985 varð umbótastefna hans til að blása vindi í segl sjálfstæðishreyfinga í Eystrasaltslöndunum. Alþjóða samfélagið hundsaði hins vegar hjálparbeiðni þeirra. Þá brugðust utanríkisráðherrar tveggja smáþjóða, Íslands og Danmerkur, sem báðir höfðu persónulegan áhuga á málefnum Sovétríkjanna, við neyðarkallinu og gerðust málsvarar sjálfstæðissinna á alþjóðavetvangi.

ÞEIR SEM ÞORA lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991. Myndin fangar örlagaríka atburðarás sem fór af stað í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna, Vilnius, Riga og Tallinn, í janúar 1991, þegar Sovétherinn reyndi á grimmúðlegan hátt að kæfa anda frelsis og ganga milli bols og höfuðs á hreyfingum sjálfstæðissinna. Á þessari örlagastundu var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, eini vestræni utanríkisráðherrann sem heimsótti höfuðborgirnar þrjár og sýndi með því stuðning þjóðar sinnar í verki.

Lesa meira

Af gefnu tilefni: UM HENTISTEFNU OG HEIGULSHÁTT

Þegar ég sneri heim eftir að hafa orðið við kalli Landsbergis um að koma til Vilníus til að sýna samstöðu með Sajudis gegn sovéska hernámsliðinu, spurði Bryndís mig, hvernig Vilníus væri. Ég svaraði, að Vilníus væri eins og fegurðardrottning í tötrum. Þetta var í janúar 1991. Rakur vetrarkuldi nísti í merg og bein, borgin var grámygluleg og í niðurníðslu. Samt duldist mér ekki, að hún mátti muna sinn fífil fegri.

Síðan þá hef ég komið til Vilníus oftar en ég fæ tölu á komið. Ég hef m.a. s. búið þar um skeið sem gistiprófessor, nógu lengi til að kynnast blómlegu tónlistar- og listalífi borgarbúa. Borgin hefur tekið algerum stakkaskiptum frá því ég leit hana fyrst augum og fríkkar með ári hverju. Dagana 9.-13. mars vorum við Bryndís enn á ný í Vilníus, og í þetta skipti með Kolfinnu dóttur okkar. Við vorum gestir litháiska þingsins, Seimas, af því tilefni að aldarfjórðungur er liðinn frá því að Litháar lýstu yfir endurheimtu sjálfstæði, eftir að hafa mátt þola hernám og innlimun í Sovétríkin í næstum hálfa öld. Kolfinnu var boðið af því tilefni, að heimildarmynd hennar og Ólafs Rögnvaldssonar, „Þeir sem þora…“, um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, var forsýnd fyrir valinn hóp gesta í forsetahöllinni og síðan sýnd í ríkissjónvarpi Litháa í tilefni af aldarfjórðungsafmælinu.

Lesa meira

Árni Jóhannsson frá Bæjum

Ég hef það eftir ekki ómerkari heimild en sjálfu Nóbelskáldinu, að fegursti bókartitill á íslensku sé „Frá Djúpi og Ströndum“, eftir Jóhann Hjaltason, fræðaþul.

Bókin sú arna hefur að geyma mannlífsmyndir af þessum slóðum frá liðinni tíð. Þar koma við sögu kjarnakarlar, fjölkunnugar konur og kynlegir kvistir. Þessar frásagnir minna um sumt á mannlíf á Volgubökkum á ofanverðri 19du öld, eins og Sholokov lýsir því í „Lygn streymir Don“. Sálum mannanna svipar víst saman víðar en í Súdan og Grímsnesinu.

Árni vinur minn Jóhannsson, hetjutenór og stórverktaki, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag, var ekki einasta sonur Jóhanns fræðaþuls og bókarhöfundar, heldur líka skilgetið afsprengi þess mannlífs, sem þar er lýst. Fáa veit ég hans líka um tryggð og ræktarsemi við átthagana. Enn færri, sem risu jafnvel undir sæmdarheitinu Vestfirðingur með stórum staf.

Lesa meira

Why is a majority of Icelanders, according to opinion polls, opposed to Iceland´s membership of the European Union?

Meistaraprófsnemi við Collége d´Europe í Belgíu, Tim Gemers, valdi sér sem rannsóknarverkefni spurninguna: Hvers vegna er meirihluti Íslendinga andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu? Hann bað mig að svara spurningum varðandi þetta mál og hefur sjálfsagt beint sínum spurningum til fleiri aðila. Það sem hér fer á eftir eru svör mín við spurningum.

A Dutch student, Mr. Tim Gemers, in the Collége d´Europe in Belgium has selected as his research theme for his Msc. thesis the question: Why is a majority of Icelanders, according to opinion polls, opposed to Iceland´s membership of the European Union? He sent me a questionnaire concerning the topic. What follows are my answers to Mr. Gemers´questions.

Questionnaire:

l. Fish – is Iceland better off inside or outside the CFP?

INTRODUCTION: Keep in mind that everything to do with fishing is central to public discourse in Iceland. The fishing industry was the mainstay of Iceland´s industrialization. Exports of seafood provided until fairly recently up to 80-90% of Iceland´s foreign currency earnings. Although reduced in national significance through diversification (energy-aluminium, tourism, pharmaceuticals and hig-tech services), the fishing industry remains the mainstay of our rural economy. The Cod-Wars against Great Britain (1954-75) are remembered as a continuation of our independence struggle against Denmark. The Icelandic fisheries policy, based on a strictly regulated quota system since 1984, is considered to be fairly successfull in terms of preservation of fish stocks and profitability. In comparison the CFP of the EU is generally considered to be unsustainable, inefficient and wasteful (still heavily subsidized despite recents attempts at reform).

Continue reading

Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Jón Baldvin Hannibalsson á Eyjunni

Jón Baldvin var gestur Eyjunnar á Stöð 2 þann 1. mars þar sem hann ræddi meðal annars utanríkismál og stjórnmálin hér heima fyrir.

Viðtalið birtist hér:



Umfjöllun Eyjunnar um viðtalið er hægt að lesa hér: http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/03/01/jon-baldvin-esb-er-i-margs-konar-krisum-og-island-er-ekki-a-leid-thangad-inn/

THE NEO-LIB. UTOPIA DOWN ON EARTH

Sir –
America´s Founding Fathers, with their phobia against strong central government, would have been well advised to look at the Old Icelandic Republic (930-1262 A.D.) for inspiration, rather than this „revered piece of sheepskin“ (The „Magna Carta at 800“, Dec. 20ieth, 2014).

The principal institution of the Republic was Alþingi (national parliament, founded 930 A.D.). Alþingi was both a legislative assembly and a court of law, intended for the peaceful settlements of disputes.

Continue reading