Við gátum flett upp í honum, þegar mikið lá við: um vanræktar persónur Íslendingasagna, höfunda stjórnarskrár Bandaríkjanna, rússnesku byltinguna, Bolivar eða fiskveiðar Baska við Íslandsstrendur. Og eiginlega flest þar á milli. Fyrir nú utan ættir Íslendinga og manníf við Djúp.
Ólafur Hannibalsson
Með hönd undir kinn, niðursokkinn í bók í eigin heimi. Þetta er fyrsta bernskuminning mín um þennan eldri bróður. Enn í dag finnst mér þessi minningarbrot segja meira en mörg orð um, hver hann var.
Hann varð fluglæs fjögurra vetra af lestri Íslendingasagna. Við hin urðum að láta okkur nægja leiðarana í Skutli. Bókhneigður er kurteislegt orð yfir bókaorminn. Fyrst las hann bókasafn Hannibals (Íslendingasögur, þjóðskáldin, sjálfstæðisbaráttuna). Svo Héraðsbókasafn Hagalíns um það sem upp á vantaði.