Fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Toronto „ÞEIR SEM ÞORA…“ sýnd í Kanada og Kaliforníu.

Íslenska heimildamyndin, „Þeir sem þora…“, um þátt Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða á árunum 1988-91 vann fyrstu verðlaun, að mati áhorfenda, á kvikmyndahátíðinni „Est Docs“, sem haldin var í Toronto í Kanada dagana 15.-20. október.

Þessi kvikmyndahátíð í Toronto, sem nú var haldin í 11. sinn, hefur verið að vinna sér nafn fyrir áhugaverðar heimildamyndir. Hátíðin er haldin á vegum samtaka fólks af eistneskum uppruna í Kanada. Forsvarsmenn hátíðarinnar sérhæfa sig í heimildamyndum frá Eystrasaltsríkjum – eða um efni, sem tengist þeim á einhvern hátt. Að þessu sinni voru sýndar níu myndir með fjölbreyttu efnisvali, allt frá goðsögnum frumbyggja Síberíu til tónlistar Arvos Pärt, þekktasta nútímatónskálds Eista.

Lesa meira

Stanford Introduction: ON THOSE WHO DARE

For almost half a century the BALTIC NATIONS were the forgotten nations of Europe. Their lands had been razed from the map; their national identities and distinct cultures had partly gone underground. They had simply disappeared from the political radar screen of the outside world. When discussing the Baltic issue with a distinguished foreign minister of a NATO country, he dismissed the subject with a wafe of his hand and added: „ Haven´t these peoples always belonged to Russia anyway?“

Two events, that caught the imagination of the outside world, did more than anything else to change this attitude: One was the „Singing revolution“ in June 1988. The world had known cases of Gandhian civil disobedience against injustice before – but singing oneself to freedom was a novelty.

Continue reading

The Transition from totalitarianism to democracy. WHAT CAN WE LEARN FROM THE BALTIC ROAD TO FREEDOM AND POST-INDEPENDENCE EXPERIENCE? A speech given at Tartu Collegium in Toronto in connection with The EstDocs Film Festival in October, 2015.

Let me at the outset present you with two quotations – just to start us thinking. Here is the first one:

„The dissolution of the Soviet Union is the greatest geo-strategic catastrophy of the 20th century“.

From the point of view of a KGB- officer in occupied Germany, Putin´s lament for the fate of the Soviet Union is understandable. After all, didn´t British, French and Spanish colonialists firmly believe in the civilizing mission of their empires?

Here is another quotation – perhaps a bit more intrigueing:

„I appeal to you – the people of Ukraine – not to succumb to extreme nationalism, but to keep the Soviet Union together – for the sake of peace and stability“.

Who was this firm believer in the peaceful mission of the Soviet Union? Well, he was none other than the president of the United States – the founder of the Bush dynasty – addressing the Verkovna Rada (The Ukrainian parliament) in Kyiv in 1991, a few months before the Soviet Union ceased to exist.

I bet this would have sounded like music to the ears of Mr. Putin, had it been repeated one of those days, perhaps on the occasion of the May 9 celebrations in the Red Square, to commemorate the victory over nazism in the Great Patriotic War, as the Second World War is known to Russians.

Continue reading

Ísbrjóturinn? Um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna

Svar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings við þessari grein JBH: Kemur fiskur í staðinn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir – prinsip, grundvallarsjónarmið?

Senn er aldarfjórðungur síðan Eystrasaltslöndin þrjú endurheimtu sjálfstæði sitt. Í hálfa öld höfðu Eistar, Lettar og Litháar mátt þola kúgun erlends valds en loks náði réttlætið fram að ganga. Þá létu íslensk stjórnvöld að sér kveða, með Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í broddi fylkingar. Á alþjóðavettvangi hélt hann málstað þeirra á lofti. Jafnframt hélt hann til landanna þriggja við Eystrasalt í janúar 1991 þegar sovéskar sérsveitir myrtu þar saklausa borgara og harðlínukommúnistar ætluðu að ræna völdum. Aðrir ráðamenn á Vesturlöndum vildu ekki fara eða sáu meinbugi á því að sýna þannig í verki stuðning sinn við heimamenn og sjálfsagða baráttu þeirra.

Lofsverðs framtaks Jóns Baldvins Hannibalssonar verður ætíð minnst í Eystrasaltslöndunum. Sömuleiðis gleyma íbúar þar því seint að í ágúst þetta sama ár, 1991, tóku íslensk stjórnvöld á ný upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú, fyrst allra á Vesturlöndum. Utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháens staðfestu þau tímamót við hátíðlega athöfn í Höfða hinn 26. ágúst 1991. „Ísland var fyrst“ og „Ísland var ísbrjótur,“ sögðu gestirnir góðu. Æ síðan hefur frumkvæði Íslendinga verið hampað með ýmsum hætti. Í Vilníus er Íslandsgata og Íslandstorg í Riga og Tallinn. Aðrar þjóðir hafa ekki notið viðlíka heiðurs.

Lesa meira

Kemur fiskur í staðinn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir – prinsip, grundvallarsjónarmið?

Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur í Víðsjá, (RÚV) reifaði miðvikudaginn 23. sept. s.l.. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara ærin: lífsháski Úkraínu- og Palestínumanna frammi fyrir yfirþyrmandi hervaldi; sjálfsákvörðunarréttur þjóða frammi fyrir hernaðarofbeldi; mannréttindi hinna varnarlausu frammi fyrir drápsmaskínum styrjalda. Kemur þetta okkur við?

Eiríkur fékk Guðna Th. – annálaðan sagnfræðing og virtan álitsgjafa – til að ganga til spurninga. Er lífið saltfiskur, var spurt – og svar sagnfræðingsins var já. Þora Íslendingar að styðja lög og rétt í samskiptum þjóða? Eða lúffa þeir alltaf, þegar á reynir, ef komið er við pyngjuna? Ef fiskmarkaðir eru í hættu? Svar sagnfræðingsins var: Lífið er saltfiskur – Íslendingar lúffa alltaf, þegar á reynir.

Lesa meira

Minning: Ólafur Björnsson

Það hefur ekki farið fram hjá okkur, vinum Ólafs, hvað Elli kerling fór lengi vel halloka í glímunni við hann. Það var svo sem eins og við var að búast. Ólafur var ekki vanur því að láta sinn hlut fyrir neinum – fyrr en í fulla hnefana. En að lokum má enginn sköpum renna.

Við sem þekktum Ólaf vel, þóttumst kunna skil á þessu harðfylgi til hinztu stundar. Sumir lifa samkvæmt þeirri kenningu, að allt eyðist sem af er tekið. Og spara kraftana fram í andlátið. Aðrir hafa fyrir satt, að allt eflist sem á reynir. Og hlífa sér því hvergi. Slíkir menn bera fúslega annarra byrðar. Og eflast við hverja raun. Þannig reyndum við Ólaf Björnsson í blíðu og stríðu.

Lesa meira

HÁSKÓLAR: HANDA HVERJUM – TIL HVERS?

INNGANGUR: Gústaf Vasa Svíakonungur er guðfaðir Háskólans í Tartu í Eistlandi, enda var hann frumkvöðull að stofnun skólans árið 1632. Árið 2032 fagnar háskólinn því fjögurra alda afmæli sínu. Af því tilefni var efnt til málþings á vegum Tartu Háskóla þann 11. apríl, 2014 um framtíð háskólamenntunar. Undirbúningur ráðstefnunnar stóð í u.þ.b. tvö ár. Fulltrúar allra deilda háskólans komu að því verki, en sérstakur stýrihópur skipti með mönnum verkum. Málþingið sjálft var síðan haldið til þess að kynna niðurstöðurnar. – Sim Kallas, fv. forsætisráðherra Eista og fv. varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, útskrifaðist á sínum tíma frá Tartu Háskóla. Honum var ætlað að flytja inngangserindið á málþinginu en forfallaðist á seinustu stundu. Á þessum tíma var ég gestafyrirlesari við háskólann og rannsóknarfélagi við RUSUS (stofnun sem fæst við rannsóknir á sviði Evrópu- og Rússlandsmála). Rektor, Volli Kalm, bað mig að hlaupa í skarðið fyrir Kallas. Ég varð við þeirri bón. Hér fer á eftir inngangserindi mitt á málþinginu í Tartu.

1.

UTANRÍKISRÁÐHERRAR þurfa á stundum að fylgja þjóðhöfðingjum í opinberar heimsóknir til annarra ríkja. Ein slík heimsókn til Hertogadæmisins í Luxemborg snemma á tíunda áratug síðustu aldar er mér enn minnisstæð. Ástæðan er sú, að þá komst ég af hendingu í tæri við gamalreyndan stjórnmálamann til að leita skýringa á fágætum árangri þessarar smáþjóðar á sviði efnahagsmála.

Lesa meira