Þessi kvikmyndahátíð í Toronto, sem nú var haldin í 11. sinn, hefur verið að vinna sér nafn fyrir áhugaverðar heimildamyndir. Hátíðin er haldin á vegum samtaka fólks af eistneskum uppruna í Kanada. Forsvarsmenn hátíðarinnar sérhæfa sig í heimildamyndum frá Eystrasaltsríkjum – eða um efni, sem tengist þeim á einhvern hátt. Að þessu sinni voru sýndar níu myndir með fjölbreyttu efnisvali, allt frá goðsögnum frumbyggja Síberíu til tónlistar Arvos Pärt, þekktasta nútímatónskálds Eista.
Fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Toronto „ÞEIR SEM ÞORA…“ sýnd í Kanada og Kaliforníu.
Íslenska heimildamyndin, „Þeir sem þora…“, um þátt Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða á árunum 1988-91 vann fyrstu verðlaun, að mati áhorfenda, á kvikmyndahátíðinni „Est Docs“, sem haldin var í Toronto í Kanada dagana 15.-20. október.