Hversu oft heyrum við ekki sagt: “Já – en hann (eða hún) er víst sekur.” Meiningin er þá gjarnan sú að þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsivert athæfi sé samt um að ræða gjörning eða hegðun, sem þyki ámælisverð. En getum við þá, hvert og eitt okkar, tekið dómsvaldið í eigin hendur og útdeilt refsingum að eigin geðþótta? Getur ríkið sjálft, eða stofnanir á vegum ríkisvaldsins, beitt slíku geðþóttavaldi? Vilt þú eiga líf þitt og limi, eða mannorð þitt og mannréttindi, undir “alþýðudómstólum” af slíku tagi? Svari hver fyrir sig.
Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna. Fyrri hluti
Flestir viðurkenna – a.m.k. í orði kveðnu – að mannréttindi í réttarríki byggi á því að grundvallarreglan “saklaus uns sekur fundinn fyrir dómi” sé í heiðri höfð og virt í reynd. Samt virðist það vefjast fyrir mörgum, þegar á reynir.