Þessi grein eftir mig birtist í BB á Ísafirði, mánudaginn 25.jan.
Innst inni er ég einhvern veginn sannfærð um það, að enginn maður á Íslandi – né kona – trúi því í alvöru, að maðurinn minn sé ofstopafullur kynferðisglæpamaður, sem níðist bæði á konum og börnum. Í öllu okkar stríði á undanförnum sextíu árum í sambúð, bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum almennt, var það aldrei inni í myndinni. Við vorum að vísu stöðugt sökuð um alls konar glæpi – svo sem smygl, þjófnað og drykkjuskap – nefndu það – en aldrei um ógeðslegt ofbeldi gagnvart konum eða börnum. Hugarflugið var ekki búið að ná þeim hæðum á þessum árum.