Samviskubit?

Höfundur: Florian Zeller
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tónlist: Borgar Magnason
Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson

Mér varð óneitanlega oft hugsað til míns eigin föður í gærkvöldi, þar sem ég sat í leikhúsinu og ýmist grét eða hló yfir ömurlegum elliglöpum André gamla (sem er leikinn af Eggerti Þorleifssyni) – hvernig hann smám saman gefst upp fyrir ellinni, er yfirbugaður, kominn á stofnun og hættur að vera til.

Tvisvar verður gamall maður barn, segir máltækið. „Þú ferð aldrei á elliheimili, ég skal passa þig,“ sagði ég oft við pabba minn á góðum stundum. Þá var hann enn í fullu fjöri, átti heiminn, glæsilegur, örlátur og stórhuga – sterkur persónuleiki. Að vísu ekki verkfræðingur, eins og André, heldur stórkaupmaður, sem átti fyrir mörgum að sjá. En þrátt fyrir stór orð og fögur fyrirheit, þá endaði pabbi sitt líf á dvalarheimili aldraðra. Þar sáu góðar konur – ókunnugar konur – um, að hann tæki lyfin sín, hreyfði sig og borðaði reglulega. Ég var víðs fjarri, stungin af. Ég brást honum, þegar á reyndi. Hann sem var alla tíð svo góður við mig, elskaði mig ofurheitt – en ég brást. Og ég hef aldrei fyrirgefið sjálfri mér.

Lesa meira

Ástarjátning

A THOUSAND TONGUES
Gjörning í Tjarnarbíói
Gjörandi: Nini Julia Bang
Leikstjóri: Samantha Shay
Dramaturg: Jaroslaw Fret
Ljósameistari: Nicole Pearce
Hljóðmeistari: Paul Evans
Tæknistjóri: Hafliði Emil Barðason
Framleiðendur: Dagný Gísaldóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir

Gjörningurinn hófst um leið og dyrnar lukust upp og gestir gengu hljóðlega inn í dimman salinn.Við áttum í vændum ferð til tíu landa– sem stóð þó svo örstutt, rétt eins og ein kennslustund í lífsleikni – innan við klukkutíma.

Lesa meira

Þeir sem þora

ÓVINUR FÓLKSINS
eftir Henrik Ibsen
Í þýðingu og leikgerð Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Unu Þorleifsdóttur

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Ég er soldið farin að ryðga í Ibsen – þessum skelmi borgaralegs samfélags í Noregi – og síðar um allan hinn „upplýsta heim“. Var hann ekki hinn mikli afhjúpari, rannsóknarblaðamaður – eins og það heitir nú til dags – sem notaði leiksviðið sem miðil?

Lesa meira

Sannleiksvitni aldarinnar

1984 eftir George Orwell í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl í Borgarleikhúsinu.

Leikgerð: Robert Icke og Duncan Macmillan
Leikstjóri:Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Elísabet Alma Svendsen
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson
Myndband: Ingi Beck

Það verður ekki annað sagt, en að reykvískur leikhúsvetur fari af stað með látum að þessu sinni og setji markið hátt. Það eru gerðar kröfur til áhorfenda sem aldrei fyrr, og engum er hlíft – vaknaðu maður!

Lesa meira

Sýrlandsstríðið við stofuborðið

Þjóðleikhúsið frumsýnir SMÁN, eftir Ayad Akhtar.

Í þýðingu Auðar Jónsdóttur og Þórarins Leifssonar.
Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann, tónlist Borgar Magnason.
Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson, leikmynd Palli Banine.
Aðstoðarleikstjórar Aron Þór Leifsson og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir.

Ef þú vilt fá brennheitustu íkveikjuefni samfélagsins beint í æð, farðu þá í Kúluna, (í kjallaranum við Sölvhólsgötu). Það er þarna allt saman og vel útilátið. Árekstrar menningarheima (Huntington: Clash of Civilisations). Flóttamannavandamálið. Innflytjendavandamálið. Gyðingavandamálið. Múhameðstrúarvandamálið. Kynþáttavandamálið. Aðlögunarvandamáið. Allt saman serverað við kvöldverðarborðið á venjulegu millistéttarheimili í New York. Eiginlega er þetta uppvakningur af Ibsen gamla. Þjóðfélagið inni á gafli við stofuborðið.

Lesa meira

Eins og enginn sé morgundagurinn

Frumsýning í Tjarnabíói Kæra manneskja

Dansverk undir handleiðslu Valgerðar Rúnarsdóttur – Flytjendur: Ragnar Ísleifur Bragason, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Tónlist: Áskell Harðarson Leikmyndir og búningar: Ragnheiður Maísól Sturludóttir Ljósahönnun: Kristján Darri Kristjánsson

Við höldum áfram að umgangast móður jörð eins og enginn sé morgundagurinn.

Enn segjum við bara takk, þegar strákurinn á kassanum í Bónus spyr: Má bjóða þér poka? Einn eða tvo? Hring eftir hring. Við komum aftur í búðina, dag eftir dag – og alltaf þiggjum við plastpoka. Alveg hugsunarlaust.

Lesa meira

Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt

Þetta viðtal tók Kolbrún Bergþórsdóttir árið 2017. Það birtist í DV.

Þegar Bryndís samþykkti að koma í viðtal tók hún fram að hún nennti ekki að endurtaka sig og tala um hluti sem hún hefði margoft rætt um: „Mér finnst ég alltaf vera spurð sömu spurninganna“.

Viðtalið hefst því á spurningu um lífið í dag og hvers vegna þau hjón kjósi að búa hluta árs í litlu þorpi á Spáni.

„Þetta var gamall draumur,“ segir Bryndís. Ég hafði mikinn áhuga á latínu í menntaskóla og stóð mig vel í frönsku líka, sem er latneskt mál. Seinna tók ég háskólapróf í báðum þessum tungumálum. Ítölsku lærði ég af því að vinna í fimm sumur sem leiðsögumaður fyrir Ingólf í Útsýn á Ítalíu.

Svo kom að því, mörgum árum seinna, að maðurinn minn varð sendiherra í Bandaríkjunum, þar sem við áttum fimm góð ár. Vegna starfa hans kynntumst við Suður-Ameríku. Það var í fyrsta sinn, sem ég var í löndum, þar sem ég gat ekki tjáð mig á máli heimamanna. Fannst það óþægilegt. Svo að ég ákvað að gera eitthvað í málinu. Fann mér argentínskan kennara, unga kvikmyndagerðarkonu, Andreu, sem kenndi mér málfræði í stofunni sinni, og þegar ég útskrifaðist frá henni, gat ég sótt tíma í George Washington háskólanum.

Lesa meira

Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma.

Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja:

HUGSAÐ VESTUR

Það er vor við Dumbshaf. Dagur og nótt renna saman í annarlegri birtu næturinnar. Tíminn stendur í stað. Ég sit fremst á gömlu bæjarbryggjunni. Hún er að niðurlotum komin og löngu hætt að vera nafli þessa litla bæjarfélags. Tveir þöglir mávar húka hvor á sínum stampi, bíða þess að bærinn vakni og gefi þeim eitthvað í svanginn. Ég er að bíða þess, að andinn komi yfir mig.
Hérna sitjum við öll þrjú – og horfum óþreyjufull yfir sofandi bæinn, þessa ósamstæðu húsaþyrpingu, sem virðist eins og ögrun við veggbrött fjöllin til beggja handa. Það bærist ekki hár á höfði. Niðri í fjörugrjótinu eru tveir ástsjúkir kettir að teygja úr sér morgunhrollinn. Annar þeirra er með blátt band um hálsinn. Skyldi hann ekki fá skömm í hattinn, þegar hann snýr heim eftir ævintýri næturinnar!

Trillukarlarnir eru komir á stjá, og bátarnir farnir að hósta út í lognið. Hvað er betra í þessari nóttlausu voraldarveröld en að vera trillukarl? Ég virði fyrir mér, hvernig stefnið klýfur sléttan hafflötinn og sólargeislarnir velta sér í kjölfarinu.

Lesa meira

(Ó)heiðarleg blaðamennska

„…það var ekki fyrr en sjálfstæð eftirlitsstofnun – Umboðsmaður Alþingis – tók ákvörðun um að rannsaka málið, sem sannleikurinn um óheiðarleikann kom fram.“
Jón Trausti Reynisson ritstjóri (í leiðara Stundarinnar 30.03.17)

Í grein í Stundinni ( 30.03.17), sem á að vera upprifjun á næstum 30 ára gamalli frétt, tekur Reynir Traustason á sig krók til að vekja upp gamlan draug. Um hvað snerist það nú aftur? Jú, það var verið að reyna að telja fólki trú um, að við Jón Baldvin værum þjófar. Pólitískur skítabissness þá. Já – en mundi nú vera kallað falsfrétt. Af hverju fals? Vegna þess að „sjálfstæð eftirlitsstofnun“ – Ríkisendurskoðun – hafði rannsakað málið og kveðið upp úrskurð um að þetta væru ósannindi.

Hver var hinn meinti glæpur? Tveimur risnureikningum frá fjármálaráðherratíð Jóns Baldvins (1987–88), þar sem tilefnis var ekki getið, var lekið til fjölmiðla. Þar sem ég hélt upp á fimmtugsafmælið mitt sumarið 1988, var það látið fylgja sögunni, að „grunur léki á“, að Jón Baldvin hefði látið fjármálaráðuneytið kosta veisluna.

Lesa meira

Minning um Sigurð A. Magnússon, sem við kveðjum hinstu kveðju í Hallgrímskirkju í dag.

Þau eru að hverfa á braut hvert á fætur öðru – ganga út af leiksviði lífsins – gamlir vinir, bóhemar og artistar, sem voru í blóma lífsins á seinni hluta liðinnar aldar. Í daglegu lífi minntu þau á persónur úr skáldsögum, sem ekki fundu sér stað innan ramma hversdagsleikans – höfnuðu enda hversdagleikanum. Í þeirra augum var lífið – með öllum sínum sorgum og allri sinni gleði – óendanlegt yrkisefni, sem þau spunnu sinn þráð úr. Guðmunda Elíasdóttir og Bragi Ásgeirsson, bæði tvö nágrannar og vinir á Vesturgötunni, Thor Vilhjálmsson, sem kom alla leið úr Vogunum til að lesa upp úr nýjum bókum fyrir vini í gamla bænum. Öll nýgengin – og nú síðast Sigurður A. Magnússon, saddur lífdaga.

Ég var eiginlega bara barn að aldri, þegar ég kynntist honum – milli tektar og tvítugs, eins og sagt er. Hann var þá nýkvæntur maður, guðfræðistúdent við Háskóla Íslands. Ég var á leið til Ameríku – á Löngufjöru – með viðkomu í höfuðborg heimsins, New York, en þar átti ég að dveljast í nokkra daga. Sigurður var kjörinn leiðsögumaður minn – eða fararstjóri.

Lesa meira