Hinn slavneski lífsháski

Mig hafði aldrei órað fyrir því, að ég mundi einn góðan veðurdag standa á Maidan, þessu sögulega torgi í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þar sem óþreyjufullir borgarar komu saman fyrir rétt rúmu ári í uppreisn gegn spillingu stjórnvalda – heimtaði réttlæti og sanngirni, betra líf, bjartari framtíð – á torginu, þar sem byltingin breyttist í blóðbað og hinir hugdjörfu féllu fyrir byssukúlum leigumorðingja, forsetinn flúði land, boxarinn, Klitschko, varð borgarstjóri, og súkkulaðikóngurinn, Poroschenko forseti.

Hvítar steinhellurnar bera enn lit blóðsins, fánarnir standa uppi og myndir af hinum föllnu blasa við forvitnum ferðalöngum. “En hvar eru öll blómin”, spurði ég leiðsögukonuna. “ Þú átt við blómin, sem fólk bar að til að heiðra minningu hinna föllnu? Hér var mikið blómahaf, alveg rétt, en í skjóli nætur voru blómin hirt og seld aftur sem ný daginn eftir”, sagði hún og glotti. Ég horfði á hana undrandi og hrygg – jafnvel á örlagastundu er maðurinn samur við sig.

Lesa meira

Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir

Hann Jamshaid náði bílprófinu í fyrstu atrennu – og fór létt með það!

Þið munið kannski ekki eftir Jamshaid, en hann er landlausi og vinalausi strákurinn frá Pakistan, sem ég sagði ykkur frá löngu fyrir jól. Sá sem við skutum skjólshúsi yfir, á meðan við brugðum okkur af bæ – þ.e.a.s. heim til Íslands – yfir vetrarmánuðina. Hann hírðist hér aleinn í húsinu mánuðum saman, bíðandi eftir því, að hin spænska „útlendingastofa“ sæi aumur á honum og gæfi honum leyfi til landvistar.

Ég veit það hafa verið langir mánuðir og einmanalegir. En Jamshaid er svolítið sérstakur – líklega það sem maður kallar sjálfum sér nægur. Varla orðinn lögráða, eiginlega bara barn. En samt ótrúlega einbeittur, staðráðinn í að lifa allt af, einsemd, atvinnuleysi, jafnvel höfnun samfélagsins. Hann skipulagði líf sitt frá morgni til kvölds – á sama hátt og menn hljóta að gera, sem afplána langa fangavist og einangrun. Fór snemma á fætur, borðaði reglulega – aðallega soðin grjón, enda félaus – fór í langar göngur, stundaði líkamsrækt og synti í sjónum. Aldrei kvartaði hann.

Lesa meira

My dear Erin Olivia.

Nú þegar ég les, að landflóttinn frá Íslandi sé að aukast enn á ný, er
kannski rétti tíminn að leyfa ykkur að lesa bréf, sem ég skrifaði frænku
minni í Kanada fyrir nokkrum dögum, en forfeður okkar beggja áttu draum um
betra líf í henni Ameríku. Um aldamótin 1900 flúði fimmtungur íslensku
þjóðarinnar til Kanada.

Erin Olivia Porter heitir frænka mín og vantaði efni í leshring, sem hún
sækir við Winnipeg háskóla. Eitthvað sem tengdist fyrri tímum, sagði hún.

As I sat down to write you this letter, it came to my mind how precarious and incidental life can be. If the two Icelandic brothers, my grandfather and your great-grandfather back in 1907, had been free men and lucky enough to be able to fulfill their dream, we might both have been born in Canada, most likely in Manitoba, and I would be visiting you at week-ends, or meeting you for a cup of coffee at one of the popular bars in Winnipeg.

But fate would not have it that way. Life was tough in Iceland in the 19th century. Most people were utterly poor, lived from hand to mouth, never owned anything but plenty of children – and perhaps a small flock of sheep. There had been natural disasters, volcanic eruptions year after year. The life stock fell and famine raged among the population. There was no future in Iceland. People felt abandoned and hopeless. –

Continue reading

ÁRIN OKKAR Í AMERÍKU. Fáein vel valin orð af gefnu tilefni.

Æran
félagi Orðrómur
félagi Orðrómur
margur hefur það heyrt
sem hefur verið fleygt að…
(Þröstur J. Karlsson í ljóðabókinni: Einn apaköttur sagði þá, afskaplega er gaman)

Í áranna rás höfum við Jón Baldvin vanist því að lesa um okkur – annað hvort eða bæði – allra handa óhróður, oftast nær nafnlaust. Mest af þessu flokkast undir pólitískt skítkast og fylgir starfslýsingu stjórnmálamannsins. Menn læra smám saman að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Stundum er þetta runnið undan rifjum fólks, sem á af einhverjum ástæðum bágt og finnur hjá sér þörf að kenna öðrum um eigin ófarir.

Lesa meira

Minning: Ahmed Ómar Awad.

Það eru tæp fjörutíu ár frá því að fundum okkar Ómars – eins og við íslenskir vinir hans, nefndum hann – bar sama fyrir hreina tilviljun. Og á ólíklegum stað – Osta- og smjörsölunni. Ég var nýflutt suður aftur, eftir að ævintýri okkar Jóns Baldvins við Menntaskólann á Ísafirði lauk.

Fyrir einhverja hendingu var ég ráðin til að stýra „Stundinni okkar“. Ég fór víst ótroðnar slóðir við það verkefni, enda illa að mér í skandinavískum uppeldisfræðum. Þegar ég varð þess vör, að blessuð börnin vissu ekki, hvaðan mjólkin kom, ákvað ég að fara í heimsókn til Osta- og smjörsölunnar, sem í dag heitir Mjólkursamsalan. Ég bjóst við því, að þar tæki á móti mér þreklegur, sunnlenskur sveitamaður, en, óekkí! Sá sem fenginn var til að leiða börnin í allan sannleikann um það, hvaðan mjólkin kemur, reyndist vera framandlegur maður, fríður sýnum og dökkur yfirlitum, með dimmbrún seiðandi augu og glaðvært bros. Ómar Egypti, góðan daginn. Frá þeirri stundu vorum við vinir.

Lesa meira

Mi querida Andrea.

Que placer de recibir tu carta larga – pero un poco triste. Yo me recuerdo mui bien nuestros encuentros, juntas en tu piso en W.D.C. – la alegria que nosotros dos disfrutamos – la profesora y la estudiante!

Yo me preocupo mucho de ti y tu familia. Me imagino que la vida en Nebraska no te gusta – una artista con ideas fuera de la vida cotidiana. Tu eres una persona con alma caliente, pasionado,lleno de ideas grandes para mejorar la vida humana. Tu eres demasiado inteligente para Nebraska, Andrea!

Pero, que hacer? La vida puede ser injusta a veces – y tu esposo infermo, sin energia, sin voluntad. Lo siento, mi querida amiga. Pero vamos a esperar que la sciencia de la medicina moderna vaya solver sus problemas.

A continuar

DE PROFUNDIS

Þetta er þýðing yfir á spænsku á grein minni frá því í sumar um “Flamenco hátíð” í þorpinu mínu í Andalúsíu.

Ég tileinka hana Andreu, spænskukennara mínum í Washington D.C. árið 2000.

Estamos en nuestro camino a una fiesta flamenca en el restaurante La Traviesa . El restaurante se encuentra en lo alto de un acantilado en el Casco Antiguo de Salobreña , con vistas panorámicas a la Costa Tropical. El bar y la cocina son en realidad dentro de una cueva , mientras que los huéspedes se sientan fuera , disfrutando de la espectacular actuación. El sol desaparece detrás de la montaña . Pronto será de noche . Las velas son de color , proyectando sombras vacilantes de los alrededores , mientras los invitados esperan a los artistas para llegar.

El guitarrista ya está aquí. Se ve como si hubiera nacido con este instrumento en sus manos . La música corre en su tubo. Tal vez papá le ayudó con su primera tracción. El resto instrument en su regazo , sus dedos acariciando las cuerdas como un amante sensible. Un comienzo prometedor.

A continuar

Lífið er samfelld leiksýning. DV 30.1.2015: Viðtal Sólrúnar Lilju Ragnarsdóttur við Bryndísi Schram

Bryndís Schram er kona sem flestir þekkja. Hún hafur stigið víða niður fæti sem dansari, leikari, kennari, þáttagerðarkona og móðir, tekið þátt í stjórnmálum og verið virk í samkvæmislífinu, bæði innan lands og utan. Líf hennar hefur þó síður en svo alltaf verið dans á rósum, en á erfiðum tímum finnst henni mikilvægt að geta hallað sér upp að eiginmanni sínum til 55 ára, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þau hjónin eru afar náin en Bryndís segir þó mikilvægt að vera reglulega aðskilin. Þannig viðhaldi þau neistanum. Blaðamaður settist niður með Bryndísi og ræddi um sorgir og sigra í lífinu, ástina, aldurinn og dótturmissinn, sem er mesta raunin sem hún hefur þurft að takast á við.


Brundís Schram

Bryndís Schram hefur nokkuð ákveðna skoðun á því hvar hún vill setjast niður með blaðamanni til viðtals. Hún stingur strax upp á Kex Hostel – vinsælum hótelbar í tygjum við farfuglaheimili, sem þykir nokkuð smart að sækja. Í ljós kemur að þetta er einn af hennar eftirlætisstöðum, sem hún sækir gjarnan þegar hún gerir sér ferð úr Reykjadalnum í 101 Reykjavík. Kannski í drykk eða tvo.

Lesa meira