Með kveðju til Menntaskólans a Ísafirði

Þann 6. október voru liðin 50 ár – hálf öld – frá því að Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Fyrsti skólameistarinn var Jón Baldvin Hannibalsson, eiginmaður minn. Þetta haust fyrir 50 árum höfðum við verið lengi fjarri hvort öðru – hann fyrir vestan að undirbúa skólastarfið, og ég ólétt fyrir sunnan að lesa undir BA-próf … Continue reading “Með kveðju til Menntaskólans a Ísafirði”

Þráinn Hallgrímsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndís Schram, umsögn um bókina hennar 070920lokaskj Óður til lífsins Bréf til Bryndísar Schram um Brosað gegnum tárin  -eftir Þráin Hallgrímsson Ég ætla að hafa þann háttinn á að senda þér lítið letters bréf í tilefni bókar þinnar sem nú er að koma út. Mér finnst það við hæfi. Sendibréf hafa gegnt sérstöku hlutverki allt … Continue reading “Þráinn Hallgrímsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur”

Styrmir Gunnarsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Kynni okkar Bryndísar Schram hófust haustið 1948, þegar hún settist í 10 ára bekk í Melaskólanum, sama bekk og við Atli Heimir Sveinsson, síðar tónskáld, höfðum verið í frá átta ára aldri. Þá þegar fóru sögur af henni, sökum glæsileika og persónutöfra. Ekkert okkar þriggja vissi þá, að við ættum eftir að verða vinir til … Continue reading “Styrmir Gunnarsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur”

Sample Page

This is an example page. It’s different from a blog post because it will stay in one place and will show up in your site navigation (in most themes). Most people start with an About page that introduces them to potential site visitors. It might say something like this: Hi there! I’m a bike messenger … Continue reading “Sample Page”

Árin okkar í Ameríku – fáein vel valin orð af gefnu tilefni.

Æran
félagi Orðrómur
félagi Orðrómur
margur hefur það heyrt
sem hefur verið fleygt að…
(Þröstur J. Karlsson í ljóðabókinni: Einn apaköttur sagði þá, afskaplega er gaman)

Í áranna rás höfum við Jón Baldvin vanist því að lesa um okkur – annað hvort eða bæði – allra handa óhróður, oftast nær nafnlaust. Mest af þessu flokkast undir pólitískt skítkast og fylgir starfslýsingu stjórnmálamannsins. Menn læra smám saman að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Stundum er þetta runnið undan rifjum fólks, sem á af einhverjum ástæðum bágt og finnur hjá sér þörf að kenna öðrum um eigin ófarir.

KOMIN HEIM Í HEIÐARDALINN

Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi.

ROCKY HORROR: FRELSUN EÐA FORDJÖRFUN?

Bryndís Schram fjallar um sýningu Borgarleikhússins:
ROCKY HORROR SHOW sem frumsýnt var 17. Mars
Höfundur: Richard O´Brian Íslenskur texti: Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Marta Nordal Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elíasdóttir Lýsing: Björn Bersteinn Guðmundsson Leikgervi: Filippía I. Elíasdóttir og Elín S. Gísladóttir

Það var einhver óræð eftirvænting í loftinu þetta kvöld. Allir svo glaðir, brosandi út að eyrum, staðráðnir í að skemmta sér, sleppa fram af sér beislinu. Rocky Horror rétt ófæddur.

Þeir sem þora

ÓVINUR FÓLKSINS
eftir Henrik Ibsen
Í þýðingu og leikgerð Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Unu Þorleifsdóttur

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt

Þetta viðtal tók Kolbrún Bergþórsdóttir árið 2017. Það birtist í DV.

Þegar Bryndís samþykkti að koma í viðtal tók hún fram að hún nennti ekki að endurtaka sig og tala um hluti sem hún hefði margoft rætt um: „Mér finnst ég alltaf vera spurð sömu spurninganna“.

Viðtalið hefst því á spurningu um lífið í dag og hvers vegna þau hjón kjósi að búa hluta árs í litlu þorpi á Spáni.

„Þetta var gamall draumur,“ segir Bryndís. Ég hafði mikinn áhuga á latínu í menntaskóla og stóð mig vel í frönsku líka, sem er latneskt mál. Seinna tók ég háskólapróf í báðum þessum tungumálum. Ítölsku lærði ég af því að vinna í fimm sumur sem leiðsögumaður fyrir Ingólf í Útsýn á Ítalíu.