DE PROFUNDIS

Þetta er þýðing yfir á spænsku á grein minni frá því í sumar um “Flamenco hátíð” í þorpinu mínu í Andalúsíu.

Ég tileinka hana Andreu, spænskukennara mínum í Washington D.C. árið 2000.

Estamos en nuestro camino a una fiesta flamenca en el restaurante La Traviesa . El restaurante se encuentra en lo alto de un acantilado en el Casco Antiguo de Salobreña , con vistas panorámicas a la Costa Tropical. El bar y la cocina son en realidad dentro de una cueva , mientras que los huéspedes se sientan fuera , disfrutando de la espectacular actuación. El sol desaparece detrás de la montaña . Pronto será de noche . Las velas son de color , proyectando sombras vacilantes de los alrededores , mientras los invitados esperan a los artistas para llegar.

De profundis – úr undirdjúpunum

Móðir jörð skartar sínu fegursta hér um þessar mundir. Kletturinn okkar er umvafinn gróðri í öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum – en aðallega þó fjólubláum. Blómin brjóta sér leið upp úr djúpum sprungum í átt til sólar. Þau klifra upp hvítkalkaða húsveggi og gefa lífinu lit og angan. Jafnvel kaktusar hafa tekið gleði sína og blómstra eins og öll hin. Sólin er komin vestur fyrir klettinn, eldrauð og bústin, og ætlar að fara að leggja sig. Og þegar hún er horfin í hafið, og myrkrið skollið á, hefst flamencohátíð í þorpinu okkar. Við erum á leiðinni.

DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

We are on our way to a flamenco feast at La Traviesa restaurant. The restaurant sits high upon a cliff in the Casco Antiguo of Salobrena, with a panoramic view across the Costa Tropical. The bar and the kitchen are actually inside a cave, while the guests sit outside, enjoying the spectacular vista. The sun is disappearing behind the mountains. Soon it will be dark. The candles are lit, casting flickering shadows over the romantic surroundings, as the guests wait for the artists to arrive.

Konur eru konum verstar

Niðurlægingin fullkomnuð – lygarinn hafði betur. Eftir síðustu aðför íhaldsins að mannorði mínu og mannsins míns, get ég ekki lengur orða bundist. Mig  langar til að segja ykkur söguna eins og hún er. Og takist mér ekki að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég lifað til einskis – og get látið mig hverfa. Ég er … Continue reading “Konur eru konum verstar”

Enn eitt lettersbréf

Nú erum við aftur snúin til Pugliu eftir ógleymanlega sjö daga í Eistlandi. Þar var dekrað við okkur  frá morgni til kvölds –   fundahöld, móttökur, ferðalög  –  og stórkostlegar veislur dag eftir dag. Jafnvel hótelið sjálft skartaði stórum íslenskum fána við aðaldyrnar, þar sem á stóð “Velkominn  Hannibalsson“. Þegar ég ferðast með manni mínum til … Continue reading “Enn eitt lettersbréf”

Sigríður Ragnarsdóttir, minning

Þetta var að áliðnu hausti á Ísafirði á áttunda áratugnum. Við vorum á kvöldgöngu í gamla bænum niðri á Eyrinni. Það sem fangaði athygli okkar var, að það barst tónlist út um glugga í nærri því öðru hverju húsi – allt frá Mozart og Chopin til Jóns Leifs og Sigvalda Kaldalóns. Um stund fannst okkur, … Continue reading “Sigríður Ragnarsdóttir, minning”

DRAUMURINN HENNAR MÖMMU

Hátíðarræða flutt þann 9. júní, 2023 á 65 ára stúdentsafmæli skólasystkina úr Menntaskólanum í Reykjavík. Kæru vinir og skólafélagar. Þegar ég lít í öll þessi andlit, sem ég er búin að þekkja í meira en hálfa öld, minnist ég þeirra á kveðjustund árið 1958. Við vorum búin að setja upp stúdentshúfurnar og vorum að byrja … Continue reading “DRAUMURINN HENNAR MÖMMU”

Niðurlægingin fullkomnuð – lygarinn hafði betur.

          (Ritað vorið 2023) Ég er satt að segja búin að fá mig fullsadda af viðbjóðslegum lygasögum um manninn minn, Jón Baldvin Hannibalsson – alltaf ljótari og hatursfyllri með hverju árinu. Ég  hef verið gift þessum manni í 64  ár og veit, hvern mann hann hefur að geyma. Sá maður á ekkert skylt við þá … Continue reading “Niðurlægingin fullkomnuð – lygarinn hafði betur.”

Afmæliskveðja frá eiginmanni 9. júlí, 2022

Hún á afmæli í dag.Hversu oft hef ég ekki sagt það:Ég sá hana fyrst aftanverða í landsprófi í Gaggó Vest, október 1953.Þá vantar eitt ár í sjötíu ár.Hún var of sein fyrir. Hún sveif inn fisléttum skrefum. Settist fyrir framan mig, sneri sér við og brosti.Þessu sama brosi, sem enn yljar mér um hjartarætur. Og … Continue reading “Afmæliskveðja frá eiginmanni 9. júlí, 2022”

Síðbúinn sannleikur

Þessi grein eftir mig birtist í BB á Ísafirði, mánudaginn 25.jan. Innst inni er ég einhvern veginn sannfærð um það, að enginn maður á Íslandi – né kona – trúi því í alvöru, að maðurinn minn sé ofstopafullur kynferðisglæpamaður, sem níðist bæði á konum og börnum. Í öllu okkar stríði á undanförnum sextíu árum í … Continue reading “Síðbúinn sannleikur”