Ég finn hamingjuna hríslast fram í fingurgóma.

Fyrir fjörutíu árum útskrifaði ég glæsilegan hóp stúdenta frá Menntaskólanum á Ísafirði. Í dag fagnar þessi sami hópur tímamótum á sama stað. Ég sakna þess að vera ekki með – það mundi hafa verið gaman – en læt mér nægja að senda hamingjuóskir frá fjarlægum slóðum og læt meðfylgjandi texta fylgja:

HUGSAÐ VESTUR

Það er vor við Dumbshaf. Dagur og nótt renna saman í annarlegri birtu næturinnar. Tíminn stendur í stað. Ég sit fremst á gömlu bæjarbryggjunni. Hún er að niðurlotum komin og löngu hætt að vera nafli þessa litla bæjarfélags. Tveir þöglir mávar húka hvor á sínum stampi, bíða þess að bærinn vakni og gefi þeim eitthvað í svanginn. Ég er að bíða þess, að andinn komi yfir mig.
Hérna sitjum við öll þrjú – og horfum óþreyjufull yfir sofandi bæinn, þessa ósamstæðu húsaþyrpingu, sem virðist eins og ögrun við veggbrött fjöllin til beggja handa. Það bærist ekki hár á höfði. Niðri í fjörugrjótinu eru tveir ástsjúkir kettir að teygja úr sér morgunhrollinn. Annar þeirra er með blátt band um hálsinn. Skyldi hann ekki fá skömm í hattinn, þegar hann snýr heim eftir ævintýri næturinnar!

Í minningu móður minnar, Aldísar Þorbjargar Brynjólfsdóttur Schram

Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir Schram, móðir mín, hefði orðið hundrað ára í dag, 23. mars. Þess vegna skrifa ég eftirfarandi:

Mamma vann aldrei úti. Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. Fiskur alla daga – ýsa var það, heillin – ýmist soðinn eða steiktur, saltaður eða reyktur. Stundum bollur eða kássur.

í vitnastúku sögunnar

Ég klæðist svörtum, skósíðum kjól þennan dag. Mér finnst það einhvern veginn við hæfi. Athöfnin fer fram í Kirkju hins heilaga Jóhannesar skírara, sem byggð var 200 árum áður en seinasti kaþólski biskupinn var hálshöggvinn á Íslandi. En hér í Litáen eru þeir enn kaþólskir.

Mi querida Andrea.

Que placer de recibir tu carta larga – pero un poco triste. Yo me recuerdo mui bien nuestros encuentros, juntas en tu piso en W.D.C. – la alegria que nosotros dos disfrutamos – la profesora y la estudiante!

Yo me preocupo mucho de ti y tu familia. Me imagino que la vida en Nebraska no te gusta – una artista con ideas fuera de la vida cotidiana. Tu eres una persona con alma caliente, pasionado,lleno de ideas grandes para mejorar la vida humana. Tu eres demasiado inteligente para Nebraska, Andrea!

Lífið er samfelld leiksýning. DV 30.1.2015: Viðtal Sólrúnar Lilju Ragnarsdóttur við Bryndísi Schram

Bryndís Schram er kona sem flestir þekkja. Hún hafur stigið víða niður fæti sem dansari, leikari, kennari, þáttagerðarkona og móðir, tekið þátt í stjórnmálum og verið virk í samkvæmislífinu, bæði innan lands og utan. Líf hennar hefur þó síður en svo alltaf verið dans á rósum, en á erfiðum tímum finnst henni mikilvægt að geta hallað sér upp að eiginmanni sínum til 55 ára, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þau hjónin eru afar náin en Bryndís segir þó mikilvægt að vera reglulega aðskilin. Þannig viðhaldi þau neistanum. Blaðamaður settist niður með Bryndísi og ræddi um sorgir og sigra í lífinu, ástina, aldurinn og dótturmissinn, sem er mesta raunin sem hún hefur þurft að takast á við.

Málfræðikverið, sem breytti mannkynssögunni

1989 – 9ndi nóvember – fall Berlínarmúrsins. Það er fjórðungur úr öld síðan. Samt finnst mér einhvern veginn, eins og þetta hafi allt gerst í gær. Ég man, að ég kom þarna með manninum mínum nokkrum vikum síðar. Það var eins og fólk væri ekki enn farið að trúa sínum eigin augum – jú, jú það sá brotin úr múrnum, allt á tjá og tundri, greið leið – en samt. Rykmökkurinn hékk í loftinu, tötralegt fólkið stóð í hópum, talaði saman í hálfum hljóðum og starði á vegsummerkin. Kannski var þetta allt draumur, sem átti eftir að snúast upp í martröð. Við hittum að máli jafnaðarmenn úr gömlu Vestur-Berlín, og þeir spáðu í framtíðina út frá orðum Willys Brandt: „Nú grær það saman, sem sprottið er af sömu rót“.

KARLMANNSLAUSAR KONUR! í Gamla bíói Hús Bernhörðu Alba

Leikrit um konur í bæjum Spánar
Höfundur: Federico Garcia Lorca

Þýðandi: Jón Hallur Stefánsson
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Kórstjórn: Margrét Jóhanna Pálmadóttir
Sviðshreyfingar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Lekgervi: Ásdís Bjarnþórsdóttir

Sálarháski eða sölumennska?

Í hvert sinn, sem ég nálgast borgina Granada, kemur upp í huga mér mynd af skáldinu og hugsjónamanninum Federico Garcia Lorca, sem er eitt mest lesna skáld allra tíma. Samt var hann aðeins þrjátíu og átta ára, þegar hann féll fyrir hendi böðla einræðisherra Spánar – Franciscos Franco. Það var árið 1936 í upphafi Borgarastríðsins.

Vor í Vilnius

Það voru enn subbulegir snjóskaflar á torginu hér fyrir framan, þegar við renndum upp að húsinu seint að kveldi þann 7. apríl s.l. Það andaði köldu. Enn ekki komið vor. Sem betur fer var ég með skinnhúfuna frá Spaksmannsspjörum á höfðinu, þó svo að ég hefði skilið vetrarfeldinn eftir heima. Ef manni er hlýtt á höfðinu, er manni hlýtt um allan kroppinn, ekki satt? Svo var ég með nóg af sjölum og treflum til að vefja um mig, ef vorið léti á sér standa.