Gísli Marteinn: Brosað gegnum tárin, umfjöllun

Einhver hringdi í mig snemma í morgun, og tjáði mér, að Gísli Marteinn (heitir hann það ekki?) hefði farið nokkrum háðulegum orðum um nýju bókina mína í sjónvarpssal í gærkvöldi.
Sá sem hringdi sagði, að það hefði verið góð auglýsing – virkaði vel.

Takk fyrir það – það sparar.

Svo var mér líka sagt, að einhver ömurlegasta klámbrella íslenska ríkissjónvarpsins, ever, hefði verið sýnd í afmælisþætti vinar míns, Ómars Ragnarssonar kvöldið áður – bæði ógeðsleg og persónuleg – og þar hefði ég líka komið við sögu.

Klámbrellan hét „Stundin okkar fyrir fullorðna.“ Þetta var brot úr áramótaskaupi RÚV frá árinu 1982. Á þessum árum var ég með Stundina okkar. Ég veigra mér ekki við að segja það hér og nú, að ég lagði mig alla fram um að gera þættina áhugaverða og menntandi, leit á þá sem kennslustundir fyrir upprennandi kynslóð um lífið og tilveruna, en ekki bara innantóma afþreyingu. Mér fannst ég vera að gera eitthvað sem skipti máli. Og ég hafði aldrei leitt að því hugann, að framkoma mín væri óviðeigandi, eða jafnvel ögrandi gagnvart áhorfendum. Ég klæddist þægilegum fatnaði, var frjálsleg, án þess að vera uppstríluð.

„Stundin okkar fyrir fullorðna“ frá árinu 1982 var stutt innslag, kannski fimm eða tíu mínútur. Sú mynd, sem var dregin upp af mér í þessari „Stund fyrir fullorðna“ var hatursfull og hreint út sagt kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás á mína persónu. Eins og hver önnur glyðra ota ég mínum gervibrjóstum að Þórði húsverði, sem stenst ekki mátið og hvolfist yfir glyðruna slefandi af losta. Konan sem sá um barnatímann í sjónvarpi allra landsmanna hafði sumsé fyrst og fremst í frammi kynferðislega áreitni við karlþjóðina – undir yfirskyni barngæsku.
Þetta var kveðjan, sem ég fékk frá fyrrverandi samstarfsfólki mínu í sjónvarpinu – og ég þakka fyrir það.

Sigríður Ragnheiður: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Elsku hjartans Bryndís mín. Ég vildi svo vera vinkona þín með stóru V. Ástæðan er sú vinan að allur þessi dagur hefur farið í að hlusta á bókina þína. Þvílíkur heiðarleiki í þér. Guð minn góður. Þú ferð sko til himna það hlýtur bara að vera. Ég er smá trufluð, alla vega get ég lýst því betur undir 4 augu á kaffihúsi td. Ég er fötluð eins og mig minnir að ég hafi sagt þer. En ég segi bara ….Bryndís húrra húrra húrra. Mér finnst ég þekkja þig eftir þennan dag….bið að heilsa kennaranum besta mínum. Þetta er ótrúlegt að þessi ákveðni fyndni góði maður hafi lent í þessum fjanda öllum.

Sigríður Ragnheiður

Ríki óttans

Ég átti mér einskis ills von þennan fagra föstudagsmorgun. Sólhvítur himinninn rann saman við hafið bláa, sem bærðist varla í logninu. Við vorum að aka eftir N340, sem er gamla þjóðbrautin með sjónum á milli Malaga og Almeríu. Vegurinn ýmist hangir utan í snarbröttum klettaveggjum eða beygir inn í djúp gljúfur, þar sem jafnvel sólin sjálf nær ekki að skína í morgunsárið. Ég sat undir stýri. Við ætluðum á markaðinn í Almunécar.

Sem ég er að beygja burt undan sólinni og inn í eitt gljúfrið, stendur ekki groddalegur karlmaður, merktur Guardia Civil. Hann stendur við vegkantinn og gefur okkur merki um að nema staðar. – Satt að segja fæ ég alltaf smáhræðslukast, þegar spænska löggan er annars vegar. Og frá því var engin undantekning að þessu sinni, þó svo að ég væri bæði bláedrú, með beltið spennt og glænýtt ökustírteini í töskunni. Maðurinn var merktur Guardia Civil, nota bene – ekki Policia local (staðarlögregla). Þeir eru komnir aftur – falangistarnir – hin sauðtryggu handbendi ógnarstjórnarinnar, sem voru þekkt fyrir algert miskunnarleysi í samskiptum við saklaust fólk.

Lesa meira

Elín Kristjánsdóttir, minning

Þegar við kynntumst Ellu bjuggum við öll í gamla Vesturbænum. Og Vesturbærinn var í þá daga eins og vinalegt þorp, sjálfu sér nægt. Þar var allt til alls, fiskbúð á horninu, mjólkurbúð og bakarí og sjoppa – jafnvel skósmiður. Allt í göngufæri. Við sem vorum útivinnandi tókum strætó í vinnuna, fórum inn í önnur hverfi, en hlökkuðum alltaf til að snúa aftur í Vesturbæinn að kvöldi dags.

Lesa meira

Ríki Óttans

Ég átti mér einskis ills von þennan fagra föstudagsmorgun. Sólhvítur himinninn rann saman við hafið bláa, sem bærðist varla í logninu. Við vorum að aka eftir N340, sem er gamla þjóðbrautin með sjónum á milli Malaga og Almeríu. Vegurinn ýmist hangir utan í snarbröttum klettaveggjum eða beygir inn í djúp gljúfur, þar sem jafnvel sólin sjálf nær ekki að skína í morgunsárið. Ég sat undir stýri. Við ætluðum á markaðinn í Almunécar.

Sem ég er að beygja burt undan sólinni og inn í eitt gljúfrið, stendur ekki groddalegur karlmaður, merktur Guardia Civil. Hann stendur við vegkantinn og gefur okkur merki um að nema staðar. – Satt að segja fæ ég alltaf smáhræðslukast, þegar spænska löggan er annars vegar. Og frá því var engin undantekning að þessu sinni, þó svo að ég væri bæði bláedrú, með beltið spennt og glænýtt ökustírteini í töskunni. Maðurinn var merktur Guardia Civil, nota bene – ekki Policia local (staðarlögregla). Þeir eru komnir aftur – falangistarnir – hin sauðtryggu handbendi ógnarstjórnarinnar, sem voru þekkt fyrir algert miskunnarleysi í samskiptum við saklaust fólk.

Lesa meira

Aðalsteinn Flosason: Brosað gegnum tárin, ritdómur.

Jæja elsku besta sætust, nú er komið að minni gagnrýni á bókina “Brosað í gegnum tárin”. Fyrir mann eins og mig sem aldrei hefur lesið annað en nauðsynlegar skólabækur – og telur bóklestur tímaþjóf og þar að auki líklega hrjáður af lesblindu – er þessi bók þannig gerð, að það er nánast ómögulegt að leggja hana frá sér fyrr en hún hefur verið lesin til enda.

Bókin lýsir lífi manneskju sem hefur lifað ótrúlega fjölbreyttu og ástríðufullu lífi. Ástríða sem hún hefur til dans, menningar, frama, eiginmanns og fjölskyldu er með eindæmum. Fullt af fólki fær mikinn áhuga á einhverju og telur það vera ástríða. Það fólk verður að lesa um Bryndísi Schram til að fá skilning í hverju ástríða er fólgin.

Það er aðdáunarvert hversu fjölbreyttu lífi hún hefur lifað og hversu mörg áföll og mótlæti hefur staðið í veginum. Bæði Bryndís og Jón Baldvin standa þétt saman og styðja hvort annað í gegnum lífið, þótt haf og álfur hafi skilið þau að.

Bókin ætti að vera skólabók í mannlegum samskiptum og lífsviðleitni.

 Í bókinni er komið víða við og segir ekki eingöngu frá lífsreynslu Bryndísar, heldur þeirra hjónabeggja,  sem bera mikla virðingu og aðdáun gagnvart hvort öðru – svo ekki sé talað um traust. Bókin er faglega skrifuð og heldur manni við efnið allan tíman. Ég tók sérstaklega eftir,

 að þótt að þau hjónin hafi barist við marga drauga og óvildarmenn í gegnum lífið þá er ekki talað niður til neins eða dómur lagður á einn né neinn, eitthvað sem fólk má taka sér til fyrirmyndar.

Það sem ég sakna úr bókinni eru myndir af þessari fallegu konu sem hefur reyndar verið bætt upp með myndasyrpu á síðu útgefandans, en samt sem áður vantar mynd af fegurðardrottningunni og skólastýrunni í vegavinnu á Eyrarhlíð Bókin fær 12 af 10 mögulegum frá mér.

Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen, minning

Dóra kom óvænt inn í líf mitt, þegar ég var bara sextán og nýsloppin inn í MR – Lærða skólann í Reykjavík – feimin og hlédræg. Hún var hávaxin, grannholda, laus við allt tildur og full sjálfstrausts. Hún var satt að segja allt öðruvísi en flestar hinar stelpurnar í bekknum, bæði frumleg í hugsun, skemmtilega sérviskuleg og býsna fyndin þegar vel lá á henni. Og ekki skorti hana sjálfstraustið. Hún leyfði sér jafnvel að sproksetja kennarann, sem gerði því skóna að við værum bara komnar í MR sem biðsal hjónabandsins, í leit að hinum rétta – eða þá til að ná máli sem flugfreyjur í háloftunum!

Ég laðaðist ósjálfrátt að Dóru. Hún var gömul sál í ungum líkama, vitrari en við hinar, æðrulaus þegar eitthvað bjátaði á.

Lesa meira

Að gefnu tilefni

Tengdafaðir minn, Hannibal Valdimarsson, var einhver umdeildasti stjórnmálamaður Íslands, meðan hann lifði. Vestfirðingur í húð og hár, eins og flestir vita. Þegar ég var unglingur í Vesturbæ Reykjavíkur, sá ég oft myndir af honum í Morgunblaðinu. Þessum myndum fylgdi yfirleitt einhver skætingur og níð um persónu hans – en aldrei þó, að hann væri barnaníðingur, merkilegt nokk!

Ég man það ekki núna, hvort ég lagði einhvern trúnað á það sem ég las eða hvort það snerti mig yfirleitt nokkuð. Þó leyni ég því ekki, að mér stóð hálfgerður stuggur af honum, þegar við hittumst í fyrsta sinn. Danasleikja, landráðamaður, laumukommi, uppreisnarseggur, lýðskrumari, kvennabósi, lygari, óþverri – eflaust hafa öll þessi orð komið upp í huga mér. Ég hafði lesið þau í Blaðinu – blaði allra landsmanna – svo oft, svo oft.

Lesa meira

Árin okkar í Ameríku – fáein vel valin orð af gefnu tilefni.

Æran
félagi Orðrómur
félagi Orðrómur
margur hefur það heyrt
sem hefur verið fleygt að…
(Þröstur J. Karlsson í ljóðabókinni: Einn apaköttur sagði þá, afskaplega er gaman)

Í áranna rás höfum við Jón Baldvin vanist því að lesa um okkur – annað hvort eða bæði – allra handa óhróður, oftast nær nafnlaust. Mest af þessu flokkast undir pólitískt skítkast og fylgir starfslýsingu stjórnmálamannsins. Menn læra smám saman að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Stundum er þetta runnið undan rifjum fólks, sem á af einhverjum ástæðum bágt og finnur hjá sér þörf að kenna öðrum um eigin ófarir.

Það er hins vegar nýtt fyrir mér að sjá níðið klætt í viðhafnarbúning fræðimannsins, eins og reynt er að gera í nýlegri bók eftir Björn Jón Bragason. Þar eru gróusögurnar bornar á borð með vísan í ónafngreinda heimildamenn (sjá skrá yfir heimildamenn aftast í bókinni). Með öðrum orðum: rógberarnir þora ekki að standa við orð sín undir nafni. Einstaklingar, sem þannig koma fram gagnvart öðrum, dæma sig sjálfir. Þeir eru ekki svaraverðir. Samt neyðist maður til að leiðrétta gróusögurnar, svo að saklaust fólk glepjist ekki til að trúa þeim.

Lesa meira