Arnar Geir Hinriksson – Minning

Þótt hann væri borinn og barnfæddur Ísfirðingur – líkt og ég – kom okkur saman um það síðar á lífsleiðinni, að innst inni værum við frá Djúpi og Ströndum. Við værum aldir upp á slóðum Fóstbræðrasögu – nánar tiltekið á 13du öld.

Hvernig þá? Nú, á hverju sumri frá því skóla lauk, fram að fermingaraldri,  vorum við vistaðir inni í Djúpi: Hann að Eyri í Seyðisfirði. Ég í Ögri. Og umhverfi og aldarfar minnti meira á 13du öldina en seinni helming 20stu aldar.

Það voru hvorki vegir, brýr né bryggjur, né heldur traktorar eða turbo- trukkar. Ef þú þurftir að bregða þér bæjaleið, var farið á hestbaki eða jafnvel undir seglum. Víst var komin vél í bát, en þar með flykktist fólkið burt úr sveitinni í verstöðvarnar. Þess vegna  urðum við Ísfirðingar.

Lesa meira

VILBERG V. VILBERGSSON – Minning

„Hann Villi Valli er dáinn“. Ég þurfti að endurtaka þessi orð fyrir sjálfum mér, svo að þau síuðust inn í vitundina. Svo þyrmdi yfir mig. Gamlar minningar hrönnuðust upp.

VIð liðum um í ljúfum dansi bjarta vornótt fyrir vestan. Eða lögðum við hlustir í rökkurró við kertaljós, meðan vetrarvindurinn gnauðaði úti. Í báðum tilvikum var gleðigjafinn sá sami: Villi Valli og hans menn sköpuðu stemninguna, eða héldu uppi fjörinu, allt eftir því sem við átti.    Andlátsfregnin þýddi, að nú væri þessu tímabili lokið.

Lesa meira

Guðlaugur Tryggvi Karlsson – Minning

Hann var sunnlenskur að ætt og uppruna – kenndi sig gjarnan við Tryggvaskála á bökkum Ölfusár – þar sem rísandi höfuðborg Suðurlands er nú að taka á sig mynd.

Hann var líka óforbetranlegur hestamaður. Honum dvaldist löngum í hesthúsunum í Víðidal og var ómissandi forsöngvari á hestamannamótum. Og í Landmannaafrétt og Biskupstungna með frændum sínum frá Skarði og Hvammi í Landssveit.

Því að Guðlaugur Tryggvi var tær og bjartur tenor. Söngurinn var hans líf og yndi. Hvar sem hann var á ferð – og hann fór víða úr alfaraleið á hestbaki – var stutt í lofsönginn  um tign og fegurð íslenskrar náttúru.

Lesa meira

EES 30 ára

 52 MILLJARÐAR/ÁRI X 30 ÁR=EES

EES er 30 ára í ár.

Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum.

Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri nema vegna þess að ætla má, að meira en helmingur núlifandi Íslendinga muni ekki það Ísland, sem einu sinni var – fyrir EES. Og þakkarvert, að háskólinn leitaði til hins virta álitsgjafa Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, til að hressa upp á þjóðarminnið. Og hann fékk m.a.s. einn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu – og það er nóg til af þeim – í lið með sér. Og tvær konur – aðra norska – sem vonandi höfðu báðar náð lögaldri, þegar EES leit dagsins ljós. Norska, þó ekki væri nema vegna þess, að Norðmenn borga reikninginn að mestu.

Lesa meira

SPURNINGAR OG SVÖR UM EVRÓPUMÁL

HVAÐ ER EES?[i]

EES-SAMNINGURINN var á sínum tíma gerður á milli EFTA-ríkjanna sex (Finnland, Svíþjóð, Noregur, Ísland og Alparíkin Sviss og Austurríki, – Liechtenstein bættist seinna í hópinn  –  og Evrópubandalagsins/Evrópusambandsins. Samningurinn var um aðild EFTA-ríkjanna að innri markaði Evrópusambandsins (ESB). Hann var undirritaður 2.maí 1992 en gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hann er því 30 ára á þessu ári.

Hér á eftir er reynt að leggja mat á árangurinn, kosti og galla. Samningurinn var frá upphafi afar umdeildur. Umræður um hann á Alþingi Íslendinga tóku lengri tíma en á þjóðþingum hinna EFTA-ríkjanna til samans. Alþýðuflokkurinn var eini stjórnmála-flokkurinn, sem beitti sér fyrir samþykkt hans, heill og óskiptur, frá upphafi til enda.

Samningurinn er hluti af samrunaferli Evrópuríkja eftir seinna stríð: Tilgangur samrunaferlisins var að fyrirbyggja stríð í Evrópu. Kjörorðið var: Aldrei aftur! Helstu áfangarnir voru þessir:

  1. Kola- og stálbandalagið (1952). Sameiginleg yfirstjórn vopnaiðnaðarins átti að úiloka stríð.
  2. Rómarsáttmálinn um efnahagsbandalag sex-veldanna 1957 (Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Benelúxlöndin).
  3. Evrópubandalagið (1967 –93 ) og loks Evrópusambandið (1993 – ).

Stjórnunarhættir ESB hafa þróast áfram með grundvallarsáttmálum sem kenndir eru við Maastricht (1993), Amsterdam (1997), Nice (2001) og Lissabon (2009).[ii] Aðildarríkin, sem voru upphaflega sex, eru nú 27 – eftir útgöngu Breta.

Lesa meira

Heimsóknin til Tallin

Þessar myndir voru teknar í heimsókn Jóns Baldvins og Bryndísar til  Eistlands seinustu vikuna í febrúar. Eitt af mörgum viðtölum við Jón Baldvin var tekið í höfuðstöðvum, lögfræðistofu Aku Saroinen, sem starfar í öllum Eystrasaltslöndum. 

Fyrir utan að rifja upp daga sjálfstæðisbaráttunnar fyrir unga fólkið, snerust umræðurnar að mestu um samskiptin við Rússland og þær hættur, sem steðja að Eystrasaltsþjóðum frá hinum stóra nágranna.

Flaggið var utan á hótelin okkar og JB boðinn velkominn með áletrun.


Lesa meira

ÓJÖFNUÐUR – ANDHVERFA LÝÐRÆÐIS

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson

THOMAS PIKETTY, franski hagfræðingurinn víðfrægi, hefur svarað spurningunni: Hvers vegna hefur hinn hnattvæddi kapitalismi valdið sívaxandi ójöfnuði innan hinna þróuðu samfélaga samtímans? Hann hefur birt niðurstöðurnar í tveimur öndvegisritum: Capital in the 21st Century  og Capital and ideology. Hann og samstarfsmenn hans hafa rannsakað fjallháa bunka af upplýsingum um efnið,sem leynast í hagtölum hinna þróuðu ríkja Evrópu og Ameríku seinustu tvær aldir. Svarið er að finna í eftirfarandi jöfnu: 

                                                              r > g

Þetta þýðir í mæltu máli: Fjármagnstekjur – hagnaður, arður,  vextir, leigutekjur o.s.frv. eru hærri en hagvöxtur til lengri tíma. Þetta þýðir, að kapitalisminn hefur innbyggða tilhneigingu til að safna auði á fáar hendur. Staðreyndir sýna, að samþjöppun auðs og fjármagnstekna  í höndum fámennrar elítu fjármagnseigenda hefur aftur náð himinhæðum til jafns við það sem var upp úr fyrra stríði, í aðdraganda heimskreppunnar miklu milli 1930-40. Þetta hefur gerst í kjölfar valdatöku Reagans/Thatchers um 1980, á  tímabili nýfrjálshyggjunnar, sem kennd er við Hayek/Friedman. Á þessu tímabili leysti nýfrjálshyggjan hið félagslega markaðskerfi af hólmi, en gullöld þess var upp úr seinna stríði fram undir 1980. Það var líka gullöld jafnaðarstefnunnar, því að lífskjör almennings fóru ört batnandi, hagvöxtur var ör, kreppur heyrðu til undantekninga og jöfnuður eigna- og tekjuskiptingar fór vaxandi.

Lesa meira

NORRÆNA MÓDELIÐ OG FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson

„Það sem við nú erum vitni að er ekki bara endalok Kalda stríðsins eða kaflaskipti í eftir-stríðs sögunni, heldur endalok sögunnar sem slíkrar; þ.e.a.s. endapunkturinn á hugmyndafræðilegri þróun mannkyns, þar sem vestrænt lýðræði ríkir sem hið endanlega form mannlegra stjórnarhátta“.
Francis Fukuyama: End of Ideology (1991).

Þessi tilvitnun lýsir betur en flest annað þeirri útbreiddu bjartsýni um framtíð mannkynsins, sem ríkti við upplausn Sovétríkjanna og endalok Kalda stríðsins. Núna – meira en 30 árum síðar –  hefur þessi bjartsýni vikið fyrir sívaxandi svartsýni – bölmóði.        Við höfum sívaxandi áhyggjur af því, að sjálft lýðræði Vesturlanda standi höllum fæti. Við erum jafnvel full efasemda um, að það sér eigi sér framtíð.

Hvernig brugðust Vesturlönd við hruni Sovetríkjanna á sínum til ? Satt að segja voru viðbrögðin næsta fálmkennd. Annars vega vildu leiðtogar lýðræðisríkjanna festa Gorbachev ísessisem samstarfsaðila í samningum um endalok Kalda stríðsins. Hins vegar  var Bush Bandaríkjaforseta þvert um geð að láta lýðræðisöflum Rússlans í té fjárhagsaðstoð, sem þó var forsenda þess, að nokkur umbótaáætlun skilaði árangri. Og sjokk-þerapían, sem troðið  var upp á Rússa leiddi af sér eitt mesta ójafnaðarþjóðfélag í heimi. Hinar ríkulegu náttúruauðlindir Rússlands – olía, gas og eðalmálmar – voru seldar skjólstæðingum valdsins fyrir slikk. Rússland samtímans er ekki bara auðræði – heldur beinlínis þjófræði (e. kleptocrasy).

Lesa meira

Minning: Matthías Johannessen    

13.03.24

                                                                                                           

Matthías setti sterkan svip á samtíð sína. Reyndar lengur en flestir sem eitthvað kvað að. Ristjórnarferill hans og Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu í meira en hálfa öld var stórveldistímabil blaðsins. Þeir voru eins ólíkir og dagur og nótt. Hvor um sig hafði sinn garð að rækta. Þegar þeir lögðu saman var fátt um varnir.

Matthías gekk til liðs við Morgunblaðið þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Þjóðin skiptist í öndverðar fylkingar. Það lá við borgarastyrjöld á Austurvelli. Þar gekk Matthías fremstur í flokki og dró hvergi af sér. Hann var harður í horn að taka og fékk það óþvegið til baka.

En það lýsir manninum betur en flest annað að þrátt fyrir erjur í pólitík þá skildi hann mæta vel – og kunni að meta – sjónarmið og mannkosti andstæðinga sinna. Hann átti stóran þátt í því að sætta sinn helming þjóðarinnar við hina rauðu penna byltingarinnar. Hann kunni að meta snilligáfu manna eins og Halldórs Kiljan og Þórbergs og fann til andlegs skyldleika við þá – þrátt fyrir allt.

Það var í þessum anda sem hann og Styrmir breyttu Morgunblaðinu úr hatrömmu flokksmálgagni í opinn vettvang þjóðmálaumræðu. Það fór ekkert á milli mála, hver ritstjórnarstefna Moggans var. En í anda Voltaire, voru þeir reiðubúnir að berjast fyrir rétti okkar hinna til að vera ósammála. Þar með skreiddumst við upp úr skotgröfum Kalda stríðsins. Inn í nútímann – slíkur sem hann nú er.

Lesa meira

THE BALTIC ROAD TO FREEDOM – IN HISTORICAL PERSPECTIVE

Reflections on things past.

By Jón Baldvin Hannibalsson

Your national movement to reclaim your independence was certainly a national reawakening: A singing revolution. But it was also a grassroots’ movement to reclaim democracy: A human chain. Your singing revolution and the human chain, almost two million people holding hands – from Tallinn in the north to Vilnius in the south – became an internationally famous token for your fight for freedom.

The first advocate for the Baltic road to freedom to visit Iceland – to seek support from within NATO – was Endel Lippmaa – a renowned scientist. Edgar Savisaar, your first prime minister and Lennart Meri, your first foreign minister and later president, followed up. Basically they raised only one question: Could they rely upon the support of the leaders of Western democracy and their collective defence alliance – NATO?

A DIFFERENT AGENDA

It turned out that the leaders of Western democracy had a different agenda. The freedom fighters were received as unwelcome intruders and “spoilers of the peace”. They were in fact told to keep quiet and seek negotiations with their colonial masters – without preconditions. Why? Because your exit from the “evil empire” – to quote Reagan – would endanger peace. It could be the beginning of the dissolution of the Soviet Union. Gorbachev – our partner in ending the Cold war – would then be swept from power. The hardliners would re-emerge. It would mean a new Cold war and even outbreak of war in Eastern Europe.

The leaders of the democratic West were right on one thing. There was a lot at stake. The liberation of the nations of Central and Eastern Europe from under the hegemony of the Soviet Union; the peaceful unification of Germany and united Germany’s continued membership of NATO; disarmament agreements – both concerning conventional and nuclear weapons; removal of occupational forces and reduction of armed forces. Those are serious issues of war and peace.

Read more