Jónas Kristjánsson

Jónas Kristjánsson var einn hinna fáu útvöldu, sem setti sterkan svip á samtíð sína. Hann var óumdeilanlega frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun og vissulega umdeildur sem slíkur. Samstarf hans og Sveins Eyjólfssonar á Dagblaðinu vakti storma og stríð. Eftir á að hyggja táknaði það kaflaskipti í sögu íslenskrar fjölmiðlunar.

Stríðið sem geisaði á bak við tjöldin um yfirráð yfir DV er lærdómsríkur kafli í fjölmiðlasögunni. Sú saga snýst um það, hvernig áhrifarík öfl í viðskiptalífinu – í nánum tengslum við ráðandi flokk fjármagnseigenda – svífast einskis til að kaupa sér völd og áhrif og tryggja eigin hagsmuni. Jónas – með Svein að bakhjarli – bauð þessum öflum birginn.

Lesa meira

„THE MAN WHO LENT US HIS VOICE AFTER OURS´ HAD BEEN SILENCED……“

An interview with Jón Baldvin Hannibalsson, former minister for foreign affairs of Iceland, by Linas Jegelevicius.

Eftirfarandi viðtal birtist í sumarútgáfu Baltic Times 28. júní, 2018.
Baltic Times er gefið út á ensku í Riga og nær til 10 þúsund lesenda í Eystrasaltslöndunum þremur.

Q. On the cover of your new book „The Baltic Road to Freedom – Iceland´s Role“ the publishers say that you „took the lead in soliciting support for the Baltic Nations´ restoration of independence“. Isn´t this an exaggeration,forgive my bluntness?

A. To answer this question I prefer to let the facts speak for themselves. Western reaction to the restoration of independence of the Baltic states was first officially put to the test at a CSCE-conference in Copenhagen in June 1990. In attendance were all the foreign ministers of Europe and North-America. This was one of a series of high-level meetings on disarmament and inter-state relations after ending the Cold War. The foreign ministers of all three Baltic states (Meri, Jurkans and Saudargas) had been invited to plead their case. When they arrived the Soviets said: „Get them out – or we are out“. The Danish hosts capitulated. The only foreign minister of the 37 present to protest and take up the Baltic case was the Icelandic one. My spontanious speech is in the book. This was the first time I lent my voice officially to theirs, which had been silenced. I continued to do so in international fora, not the least within the UN, NATO and CSCE – till the very end. In January 1991, when Moscow had decided on a crack-down by force, Landsbergis issued an appeal to NATO foreign ministers to arrive in Vilnius to demonstrate support. I was the only one who responded and arrived on the scene. In August 1991, after the attempted coup d´état in Moscow had failed, there was a power vacuum in the Kremlin and confusion in the West. I used this window of opportunity to invite Meri, Jurkans and Saudargas to Reykjavík, where we formalised Iceland´s recognition of the Baltic States´ independence. If Iceland didn´t lead, other states certainly followed. The US managed to do it a day ahead of the Soviet Union.

Continue reading

Á TÍMAMÓTUM: STYRMIR GUNNARSSON SJÖTUGUR. UM HÖFUÐVITNI ALDARFARSINS

Eins og alþjóð veit ekki, varð fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins 80 ára þann 27. mars, s.l. Fjölmiðlar – allavega Mogginn – hefðu einhvern tíma gert sér dagamun af minna tilefni. En Styrmir er hlédrægur maður og hefur sennilega bannað allt umstang. Spurning, hvort hann eigi að komast upp með það. Ég held ekki. Þess vegna birti ég hér fyrri part afmælisgreinar, sem ég skrifaði um Styrmi sjötugan. Umræðuefnið er verðugt.

Grein skrifuð 27.3.2017
Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum leyfir varla, að þeir geri sér almennilega dagamun í tilefni dagsins. Nema hlutabréfaverðið taki upp á því að ranka við sér úr rotinu, svo að menn geti tekið gleði sína á ný.

En hvort sem mönnum þykir brottför Styrmis frá Hádegismóum góðar fréttir eða slæmar, þá táknar hún tímamót. Þegar þar að kemur. Maðurinn er búinn að vera 43 ár á Mogganum, þar af ritstjóri í 36 ár. Reyndar er liðin meira en hálf öld frá því að þeir Hörður Einarsson voru að bögga Bjarna Ben. með einhverri æskulýðssíðu í nafni SUS. Bjarna fannst þeir víst bara nokkuð efnilegir.

Lesa meira

(Kosninga)ráð undir rifi hverju

Sumir hafa fyrir satt, að meirihluti Íslendinga séu jafnaðarmenn innst inni. Kannski. Þessi meintu erfðagen hafa samt aldrei fengið staðfestu í kjörkössunum. Þó keyrði um þverbak í skyndikosningunum seinast. Þá tvístraðist fylgi jafnaðarmanna í allar áttir til þess eins að skemmta skrattanum.Fyrsta vers er því að læra af reynslunni. Ekki kasta atkvæðum á glæ(ný) skyndiframboð. Leyfum rokkaranum leiðitama og Engeyjar-Bensa að leiðast saman út í sólarlagið.

Hvað ber að varast?

Ef þú tilheyrir þessum 20%, sem eiga 85% eigin fjár landsmanna, þá er málið einfalt. (Hluta)félagshyggjan sér um sína. Þeir sem eiga öll verðbréfin, þar með taldir þessir sex hundruð, sem eiga þúsund skúffufélög í skattaskjólum, en ávaxta fé sitt í traustum gjaldmiðlum og margfölduðu eignir sínar gegnum leynistigu fjárfestingarleiðar Seðlabankans – allir þessir og áhangendur þeirra vita, að þeir eiga að fjárfesta í Flokkum, sem veita þeim skjól. Þessir flokkar heita Sjálfstæðisflokkur (Engey ehf.) og Miðflokkur (Wintris ehf.).Þessir flokkar tryggja meðlimum sínum stöðugleika um óbreytt ástand. Þeir mega gjarnan skipta með sér 20% atkvæðanna. Áttatíu prósent kjósenda ættu að fenginni reynslu að forðast þessa flokka eins og heitan eldinn, sem á þeim brennur. Með öðrum orðum: almannahagsmunir gegn sérhagsmunum.

Lesa meira

Bull er bull

Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG.

Staðreyndirnar eru eftirfarandi:

Lesa meira

The state of the Nordic-Baltic region: A CORE OF STRENGTH AMIDST AVERSE INFLUENCE OF EXTERNAL FORCES – A view from the High North

The prospects for the Nordic-Baltic (8+3) region are radically different from what they looked like in the late 80s and 90s of the last century. It is mostly due to external forces, which are in a flux, rather than due to any outstanding internal failures. Let´s have a look.

When I became personally involved, trying to garner support for the restoration of independence of the Baltic States – in the late 80s and early 90s – most of us retained a healthy dose of optimism for the future.(1) The grounds for our optimism have turned out to be illusive.

Revanchist Russia

I presumed that post-Soviet Russia would somehow manage to become a democracy of a sort. Despite the traumatic transition from a centralized, étatiste economy to a market driven economy, we hoped that some sort of a democratic governance would gradually gain hold. This would include an independent judiciary, free media – the rule of law. As a consequence we hoped that Russia could become a „normal“ country – meaning a country that could cooperate with her neighbours, rather than being a threat to their sovereignty.

Continue reading

EES-samningurinn (um evrópska efnahagssvæðið) var undirritaður við hátíðlega athöfn í Kauphöllinni í Oporto þann 2. maí, 1992, fyrir aldarfjórðungi.

Fyrstir til að undirrita samninginn voru forsætisráðherra Portúgals, Anibal Cavaco Silva, sem var í forsæti fyrir Evrópubandalaginu og utanríkisráðherra Íslands, sem þá var formaður ráðherraráðs EFTA , og heitir að eftirnafni Hannibalsson. Að undirskrift lokinni tókumst við í hendur. Með vísan til skyldleika nafnanna stóðst ég ekki mátið og sagði: „Þessar undirskriftir gefa til kynna, að áhrifa Hannibals gætir nú langt norður yfir Alpana“.

Hvers vegna EES? Hvers vegna gátu EFTA-ríkin sjö – fjögur Norðurlanda og þrjú Alpalönd, Sviss, Austurríki og Lichtenstein – ekki bara gengið í Evrópubandalagið? Fyrir því voru ýmsar ástæður. Fjögur EFTA-ríkjanna voru hlutlaus (Finnland, Svíþjóð, Sviss og Austurríki). Aðild að Evrópubandalaginu samrýmdist ekki hlutleysisstefnu þeirra (e.non-alliance).

Lesa meira

Um frelsishetjur og fórnarlömb

Karl Th. Birgisson birtir í „STUNDINNI“ (30.03. 17) það sem hann sjálfur kallar „stutta og niðursoðna“ sögu um mál Eðvalds Hinrikssonar, eistnesks flóttamanns á Íslandi og Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, sem fæst við að afhjúpa stríðsglæpi gegn Gyðingum.

Það er rétt, sem Karl Th. segir, að frásögn hans er stutt og niðursoðin – og líka helst til gloppótt og einhliða. Góðu gæjarnir í frásögn hans eru Þjóðviljinn, Árni Bergmann, KGB, Gunnar Smári Egilsson og „hinir hlutlausu Svíar“. Vondu gæjarnir eru Eistar, þjóðir Austur-Evrópu, Mogginn, hin meðvirka íslenska þjóð, Davíð Oddsson og – eftir atvikum sjálfur ég. Alla vega verðskuldum við Davíð myndbirtingu undir stórri mynd af útrýmingarbúðum í Eistlandi, „þar sem Gyðingar og fleiri voru myrtir markvisst“. Þetta má heita býsna einhliða mynd af harmsögu seinni heimsstyrjaldarinnar í Austur-Evrópu, þar með talið í Rússlandi.

Kannski mér leyfist að bæta ögn við frásögnina í þessari sögustund?

Að því er Ísland varðar er það upphaf þessa máls, að Efraim Zuroff sendi mér sem utanríkisráðherra Íslands fyrir hönd Simon-Wiesenthal-stofnunarinnar kröfu um framsal íslensks ríkisborgara, Eðvalds Hinrikssonar, til Ísrael. Ástæðan? Meintir stríðsglæpir Eðvalds gegn Gyðingum á stríðsárunum í Eistlandi. Sönnunargögnin? Útskrift af „sýndarréttarhöldum“, sem fram fóru í Tallinn, Eistlandi, á árunum 1960/61, yfir mönnum, sem sakaðir voru um samstarf við þýska nasista, þ.á m. um fjöldaaftökur á Gyðingum, í stríði gegn „frelsun“ Rauða hersins á Eistlandi.
Ég lét liggja milli hluta lögfræðileg álitamál eins og þau, að framsalskrafan kom ekki frá Ísraelsríki heldur umræddri stofnun. Hins vegar rannsakaði ég fylgisskjölin – hin meintu sönnunargögn – gaumgæfilega. Og þá er komið að stuttri sögustund í viðbót.

Lesa meira