Thorvald Stoltenberg, minning

Framundan var utanríkisráðherrafundur Norðurlanda. Á flugvellinum rakst ég á bók með forvitnilegum titli: Norge – een-parti staat. Ég renndi í gegnum þetta í flugvélinni.

Þegar ég kom á skrifstofu Thorvalds í utanríkisráðuneytinu í Osló, fleygði ég bókinni á borðið hjá honum og sagði: „Nú veit ég allt um ykkur“. Thorvald fletti bókinni lauslega, brosti sínu blíðasta og sagði síðan: „Viltu heldur búa við einræði þeirra?“

Við höfðum ekki tíma til að fara ofan í saumana á málinu þá, en svar Thorvalds sat eftir í huga mér. Eftir því sem tíminn líður, verður mér æ oftar hugsað til þessara orðaskipta og veruleikans, sem að baki býr. Enginn véfengir, að vald fjármagnseigenda, atvinnurekenda, stjórnenda stórfyrirtækja – þeirra sem ráða kapitalinu – er mikið. Þeirra er valdið til að ráða og reka.

Það sem Thorvald meinti er þetta: Ef fármagnið nær líka undir sig pólitíska valdinu, verða fjármagnseigendur í reynd einráðir. Þótt þetta gerist í birtingarmynd lýðræðis, er það í reynd einræði. Þarna förum við að nálgast kjarna málsins. Hið sósíaldemókratiska velferðarríki Norðurlanda – norræna módelið – varð til vegna þess, að samtök launafólks – ekki fjármagnseigenda – og hinn pólitíski armur þeirra, jafnaðarmannaflokkarnir, réðu ferðinni. Þeir settu leikreglurnar. Þeir mótuðu skattakerfið. Þeir tryggðu almenningi aðgang að menntun og heilsugæslu, án tillits til efnahags. Þannig efldu þeir frelsi einstaklingsins í verki.

Lesa meira

SAGAN EINS OG HÚN BLASIR VIÐ ÚT UM GLUGGA SÍBERÍUHRAÐLESTARINNAR

Ferðasaga Bryndísar og Jóns Baldvins. Þessi ferðasaga er tileinkuð gestgjöfum okkar,
Gunnari Snorra Gunnarssyni í Beijing og Mörtu Snæfríðardóttur Brancaccia í Berlín.

I.

Jón Baldvin:

Það eru 22 ár frá því við vorum seinast i Kína. Það var árið 1996. Við heimsóttum ellefu borgir á þremur vikum, fórum þvers og kruss um þetta meginland, sem Kína er. Þegar Mao skildi við, árið 1976, eftir rúman aldarfjórðung við stjórnvölinn, voru lífskjör í Kína svipuð og í Bangladesh, ca. 160 dollarar á mann á ári, segir Alþjóðabankinn.
Þegar við vorum hér þá, hafði Deng Xiaoping verið við völd í hálfan annan áratug. Umskiptin voru þá þegar sýnileg í helstu borgum og sveitahéruðum, sem brauðfæddu borgirnar. Opnun Dengs – virkjun markaðsafla undir styrkri stjórn – er stórtækasta og hraðskreiðasta þjóðfélagsbylting, sem sagan kann frá að greina. U.þ.b. 700 milljónum manna (af þessum 1.3 milljarði) hafði verið lyft upp úr miðaldaörbirgð til mannsæmandi lífskjara á undraskömmum tíma. Á liðnum árum hef ég reynt að lesa mér til um þessa super-byltingu af öllum tiltækum gögnum, en vissi þó, að þekking mín var gloppótt.
Vissi varla á hverju ég átti von.

Bryndís

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð sem hæst. Jafnvel í Máraþorpinu okkar, efst á þessum hvíta kletti við hafið í Andalúsíu, var allt á öðrum endanum. Karlar á öllum aldri, sem annars virðast aldrei eiga erindi út fyrir hússins dyr – jafnvel konur og börn – þyrptust inn á torgið, þegar leið á kvöldið. Það var búið að koma fyrir stórum sjónvarpsskjá framan við nýja barinn, sem heitir reyndar Boteka, af því að þarna stóð einu sinni apótek. Það var á þeim tíma, sem þorpið á klettinum var og hét.

Þetta var kvöldið sem Ísland datt út úr keppni. Og líka kvöldið, sem nágranni minn gaf mér blómstrandi kaktusafleggjara í sárabætur. Ég hafði aldrei séð blómstrandi kaktus fyrr. Stakk eins og naðra við minnstu snertingu, en í toppinn bar hann rauð blóm, ofurmjúk viðkomu. Nágranninn sagði við mig: Íslendingar eru eins og kaktusinn – harðgerðir, ódrepandi – en blómstra samt. Það síðasta sem ég gerði, áður en við kvöddum húsið okkar að þessu sinni, var að setja afleggjarann í moldarpott á þakinu. Nú er að vita, hvort hann lifir sumarið af.

Lesa meira

Jónas Kristjánsson

Jónas Kristjánsson var einn hinna fáu útvöldu, sem setti sterkan svip á samtíð sína. Hann var óumdeilanlega frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun og vissulega umdeildur sem slíkur. Samstarf hans og Sveins Eyjólfssonar á Dagblaðinu vakti storma og stríð. Eftir á að hyggja táknaði það kaflaskipti í sögu íslenskrar fjölmiðlunar.

Stríðið sem geisaði á bak við tjöldin um yfirráð yfir DV er lærdómsríkur kafli í fjölmiðlasögunni. Sú saga snýst um það, hvernig áhrifarík öfl í viðskiptalífinu – í nánum tengslum við ráðandi flokk fjármagnseigenda – svífast einskis til að kaupa sér völd og áhrif og tryggja eigin hagsmuni. Jónas – með Svein að bakhjarli – bauð þessum öflum birginn.

Lesa meira

„THE MAN WHO LENT US HIS VOICE AFTER OURS´ HAD BEEN SILENCED……“

An interview with Jón Baldvin Hannibalsson, former minister for foreign affairs of Iceland, by Linas Jegelevicius.

Eftirfarandi viðtal birtist í sumarútgáfu Baltic Times 28. júní, 2018.
Baltic Times er gefið út á ensku í Riga og nær til 10 þúsund lesenda í Eystrasaltslöndunum þremur.

Q. On the cover of your new book „The Baltic Road to Freedom – Iceland´s Role“ the publishers say that you „took the lead in soliciting support for the Baltic Nations´ restoration of independence“. Isn´t this an exaggeration,forgive my bluntness?

A. To answer this question I prefer to let the facts speak for themselves. Western reaction to the restoration of independence of the Baltic states was first officially put to the test at a CSCE-conference in Copenhagen in June 1990. In attendance were all the foreign ministers of Europe and North-America. This was one of a series of high-level meetings on disarmament and inter-state relations after ending the Cold War. The foreign ministers of all three Baltic states (Meri, Jurkans and Saudargas) had been invited to plead their case. When they arrived the Soviets said: „Get them out – or we are out“. The Danish hosts capitulated. The only foreign minister of the 37 present to protest and take up the Baltic case was the Icelandic one. My spontanious speech is in the book. This was the first time I lent my voice officially to theirs, which had been silenced. I continued to do so in international fora, not the least within the UN, NATO and CSCE – till the very end. In January 1991, when Moscow had decided on a crack-down by force, Landsbergis issued an appeal to NATO foreign ministers to arrive in Vilnius to demonstrate support. I was the only one who responded and arrived on the scene. In August 1991, after the attempted coup d´état in Moscow had failed, there was a power vacuum in the Kremlin and confusion in the West. I used this window of opportunity to invite Meri, Jurkans and Saudargas to Reykjavík, where we formalised Iceland´s recognition of the Baltic States´ independence. If Iceland didn´t lead, other states certainly followed. The US managed to do it a day ahead of the Soviet Union.

Continue reading

Á TÍMAMÓTUM: STYRMIR GUNNARSSON SJÖTUGUR. UM HÖFUÐVITNI ALDARFARSINS

Eins og alþjóð veit ekki, varð fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins 80 ára þann 27. mars, s.l. Fjölmiðlar – allavega Mogginn – hefðu einhvern tíma gert sér dagamun af minna tilefni. En Styrmir er hlédrægur maður og hefur sennilega bannað allt umstang. Spurning, hvort hann eigi að komast upp með það. Ég held ekki. Þess vegna birti ég hér fyrri part afmælisgreinar, sem ég skrifaði um Styrmi sjötugan. Umræðuefnið er verðugt.

Grein skrifuð 27.3.2017
Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum leyfir varla, að þeir geri sér almennilega dagamun í tilefni dagsins. Nema hlutabréfaverðið taki upp á því að ranka við sér úr rotinu, svo að menn geti tekið gleði sína á ný.

En hvort sem mönnum þykir brottför Styrmis frá Hádegismóum góðar fréttir eða slæmar, þá táknar hún tímamót. Þegar þar að kemur. Maðurinn er búinn að vera 43 ár á Mogganum, þar af ritstjóri í 36 ár. Reyndar er liðin meira en hálf öld frá því að þeir Hörður Einarsson voru að bögga Bjarna Ben. með einhverri æskulýðssíðu í nafni SUS. Bjarna fannst þeir víst bara nokkuð efnilegir.

Lesa meira

(Kosninga)ráð undir rifi hverju

Sumir hafa fyrir satt, að meirihluti Íslendinga séu jafnaðarmenn innst inni. Kannski. Þessi meintu erfðagen hafa samt aldrei fengið staðfestu í kjörkössunum. Þó keyrði um þverbak í skyndikosningunum seinast. Þá tvístraðist fylgi jafnaðarmanna í allar áttir til þess eins að skemmta skrattanum.Fyrsta vers er því að læra af reynslunni. Ekki kasta atkvæðum á glæ(ný) skyndiframboð. Leyfum rokkaranum leiðitama og Engeyjar-Bensa að leiðast saman út í sólarlagið.

Hvað ber að varast?

Ef þú tilheyrir þessum 20%, sem eiga 85% eigin fjár landsmanna, þá er málið einfalt. (Hluta)félagshyggjan sér um sína. Þeir sem eiga öll verðbréfin, þar með taldir þessir sex hundruð, sem eiga þúsund skúffufélög í skattaskjólum, en ávaxta fé sitt í traustum gjaldmiðlum og margfölduðu eignir sínar gegnum leynistigu fjárfestingarleiðar Seðlabankans – allir þessir og áhangendur þeirra vita, að þeir eiga að fjárfesta í Flokkum, sem veita þeim skjól. Þessir flokkar heita Sjálfstæðisflokkur (Engey ehf.) og Miðflokkur (Wintris ehf.).Þessir flokkar tryggja meðlimum sínum stöðugleika um óbreytt ástand. Þeir mega gjarnan skipta með sér 20% atkvæðanna. Áttatíu prósent kjósenda ættu að fenginni reynslu að forðast þessa flokka eins og heitan eldinn, sem á þeim brennur. Með öðrum orðum: almannahagsmunir gegn sérhagsmunum.

Lesa meira