HÁSKÓLAR: HANDA HVERJUM – TIL HVERS?

INNGANGUR: Gústaf Vasa Svíakonungur er guðfaðir Háskólans í Tartu í Eistlandi, enda var hann frumkvöðull að stofnun skólans árið 1632. Árið 2032 fagnar háskólinn því fjögurra alda afmæli sínu. Af því tilefni var efnt til málþings á vegum Tartu Háskóla þann 11. apríl, 2014 um framtíð háskólamenntunar. Undirbúningur ráðstefnunnar stóð í u.þ.b. tvö ár. Fulltrúar allra deilda háskólans komu að því verki, en sérstakur stýrihópur skipti með mönnum verkum. Málþingið sjálft var síðan haldið til þess að kynna niðurstöðurnar. – Sim Kallas, fv. forsætisráðherra Eista og fv. varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, útskrifaðist á sínum tíma frá Tartu Háskóla. Honum var ætlað að flytja inngangserindið á málþinginu en forfallaðist á seinustu stundu. Á þessum tíma var ég gestafyrirlesari við háskólann og rannsóknarfélagi við RUSUS (stofnun sem fæst við rannsóknir á sviði Evrópu- og Rússlandsmála). Rektor, Volli Kalm, bað mig að hlaupa í skarðið fyrir Kallas. Ég varð við þeirri bón. Hér fer á eftir inngangserindi mitt á málþinginu í Tartu.

1.

UTANRÍKISRÁÐHERRAR þurfa á stundum að fylgja þjóðhöfðingjum í opinberar heimsóknir til annarra ríkja. Ein slík heimsókn til Hertogadæmisins í Luxemborg snemma á tíunda áratug síðustu aldar er mér enn minnisstæð. Ástæðan er sú, að þá komst ég af hendingu í tæri við gamalreyndan stjórnmálamann til að leita skýringa á fágætum árangri þessarar smáþjóðar á sviði efnahagsmála.

Lesa meira

Ólafur Hannibalsson

Með hönd undir kinn, niðursokkinn í bók í eigin heimi. Þetta er fyrsta bernskuminning mín um þennan eldri bróður. Enn í dag finnst mér þessi minningarbrot segja meira en mörg orð um, hver hann var.

Hann varð fluglæs fjögurra vetra af lestri Íslendingasagna. Við hin urðum að láta okkur nægja leiðarana í Skutli. Bókhneigður er kurteislegt orð yfir bókaorminn. Fyrst las hann bókasafn Hannibals (Íslendingasögur, þjóðskáldin, sjálfstæðisbaráttuna). Svo Héraðsbókasafn Hagalíns um það sem upp á vantaði.

Við gátum flett upp í honum, þegar mikið lá við: um vanræktar persónur Íslendingasagna, höfunda stjórnarskrár Bandaríkjanna, rússnesku byltinguna, Bolivar eða fiskveiðar Baska við Íslandsstrendur. Og eiginlega flest þar á milli. Fyrir nú utan ættir Íslendinga og manníf við Djúp.

Lesa meira

The Baltic Road to Freedom – revisited

Introduction: Aku Sorainen – a Finn living in Tallinn – is the founder and CEO of the biggest legal service operating in all the Baltic countries and Belarus. June 4th, 2015 Aku and his partners celebrated the 20th anniversary of their highly successful partnership. Aku invited me to give a keynote-speech at the beginning of the conference on the subject: The Baltic Road to Freedom revisited – a quarter century later. The next speaker was Lieutenant General Riho Terras, commander of the Estonian Defence Forces, who dealt with „challenges in Defence and Security“ for the young Estonian Republic. Mart Noorma, founder of the first Estonian student satelite program EST-CUBE, gave an interesting talk entitled: „Who will be on Mars in 2020 and where will we be then?“ Eriks Stendzenieks, president of the Latvian Art Directors´Club in Riga, gave a hilarious talk on how the underdogs (small nations) manage to survive in the animal kingdom. All the proceedings of this remarkable conference can be viewed at http://www.sorainen.com/ .

1. Ending the Cold War

Let me at the outset present you with two quotations – just to start us thinking. Here is the first one:

The dissolution of the Soviet Union is the greatest geo-strategic catastrophe of the 20th century“.

From the point of view of a KGB officer in occupied Germany, Putin´s lament for the fate of the Soviet Union is understandable. After all, didn´t British, French and Spanish colonialists firmly believe in the civilizing mission of their empires?

Continue reading

Um frelsisbaráttu Eystrasaltsþjóða – aldarfjórðungi síðar

INNGANGUR: Aku Sorainen er Finni að ætt og uppruna en býr og starfar í Tallinn. Hann er stofnandi og forstöðumaður stærstu og þekktustu lögfræðiþjónustu í Eystrasaltslöndum og Hvíta Rússlandi. Með inngöngu sinni í Evrópusambandið þurftu fyrirtæki, opinberar stofnanir og einstaklingar mjög á slíkri þjónustu að halda, ekki hvað síst í Evrópurétti. Sorainen og félagar fögnuðu 20 ára afmæli sínu þann 4. júní s.l.. Af því tilefni efndu þeir til ráðstefnu í Tallinn með fyrirlesurun frá Eytrasaltsþjóðunum þremur og Hvíta Rússlandi. Varnar- og öryggismál voru ofarlega á dagskrá ræðumanna, sem og staða smáþjóða í háskalegum heimi. Aku fékk mig til að opna ráðstefnuna með erindi um ofangreint efni, sem hér fer á eftir. Þetta málþing þótti takast með ágætum. Efni þess að öðru leyti er að finna á vefsetrinu http://www.sorainen.com/ .

1.Endatafl Kalda stríðsins.

Hér koma fyrst tvær þekktar tilvitnanir, okkur til umhugsunar, áður en lengra er haldið: „Fall Sovétríkjanna er stærsta sögulega slysið, sem henti á 20stu öldinni“.

Lesa meira

Hörður Zóphaníasson

Í marsmánuði á næsta ári munu íslenskir jafnaðarmenn minnast þess, að heil öld er þá liðin frá stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Íslands, baráttusamtaka fátæks fólks, sem hafði að leiðarljósi að breyta þjóðfélaginu. Þeir sem þekkja þessa sögu, vita, að höfuðvígi jafnaðarmanna á Íslandi, var að finna á Ísafirði og í Hafnarfirði.

Ég held það sé á engan hallað, þegar ég segi, að Hörður Zóphaníasson þekkti sögu þeirra Hafnarfjarðarkrata manna best. Hörður var vel menntaður kennari og uppeldisfrömuður og hafði stundað framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Uppeldi æskulýðsins var í hans huga hluti af mannrækt jafnaðarmannsins. Þeir sem nutu handleiðslu hans á æskuárum, bera því vitni, að öllum kom hann til nokkurs þroska.

Lesa meira

Ekki of seint að iðrast fyrir dauðann: Spænsk dæmisaga um búddista á kauphöllinni.

Hvernig litist ykkur á, ef helsti fjáröflunarmaður Flokksins til margra ára – tengiliður við fjárfesta og bisness – birtist allt í einu á skjánum, síðskeggjaður og í hvítum kufli? Fullur af iðrun bæði hann þjóð sína afsökunar á fyrrum syndugu líferni sínu.Og lofaði bót og betrun. Hann væri reyndar orðinn búddisti og stundaði hugleiðslu í sáttaleit við almættið – og jóga og tandra í tæri við alheimskærleikann.

Hann tilkynnti, að hann ætti í sínum fórum upptökur, sem spönnuðu sjö ára tímabil og afhjúpuðu þjónustu Flokksins við gróðafíklana. Hann boðaði í auðmýkt skilyrðislaust samstarf við sérstakan saksóknara um að afhjúpa glæpi fortíðar. Að vísu vonaðist hann til að fá vægari dóm en ella fyrir vikið. Og að fá – í nafni höfundarréttar – sanngjarna þóknun fyrir upptökurnar.

Lesa meira

Hvar er nú að finna Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna?

Hálfnað kjörtímabil og þjóðfélagið logandi stafnanna á milli í illdeilum. Skýring hins unga og reynslulitla forsætisráðherra er sú, að almenningur skynji, að nú sé meira til skiptanna (milli línanna ber að skilja það svo, að það sé honum og ríkisstjórninni að þakka). En (kannski óafvitandi) þá hittir forsætisráðherrann ungi einmitt naglann á höfuðið. Það er miklu meira til skiptanna. En ójöfnuðurinn í tekju- og eignaskiptingu eftir bóluárin og skuldafylliríið fyrir hrun og eignaupptöku hinna skuldugu (og hinna ungu) eftir hrun er komin út fyrir allan þjófabálk. Það besta sem akademískir hagfræðingar gætu gert í þágu okkar reiðu þjóðar, væri að kafa þarna undir yfirborðið; það þarf að afhjúpa tölurnar og greina samhengið í því, hvernig Ísland er orðið að sundurvirku ójafnaðarþjóðfélagi, þar sem sjálfur samfélagssáttmálinn hefur verið rofinn.

Nýlega birti Stefán Ólafsson niðurstöður úr tveimur alþjóðlegum skýrslum um auðlegð þjóða (önnur frá Credit Suisse en hin frá Alþjóðabankanum). Niðurstaðan: Auðlegð Íslendinga per haus er með því mesta, sem þekkist í heiminum. Við og Norðmenn erum ríkastir norrænna þjóða. Lífeyriseignir Íslendinga (150% af árlegri landsframleiðslu) slaga hátt upp í norska olíusjóðinn. Eignir íslensku þjóðarinnar í fiskimiðum og orkulindum þýða, að Íslendingar eru í reynd ein af alríkustu þjóðum jarðar. Gallinn er bara sá, að eigandi þessara auðlinda er með stjórnvaldsákvörðunum sviptur arði af eignum sínum. Að hluta til rennur hann úr landi (arðurinn af orkulindunum). Að hluta rennur arðurinn til fámenns hóps fjármagnseigenda (kvótahafa), sem í krafti auðs er að sölsa undir sig sívaxandi hluta þjóðareigna.

Lesa meira

Viðtal í lettneska ríkissjónvarpinu við JBH

Þann 4. maí, 2015 var aldarfjórðungur liðinn frá því að lýðræðislega kjörið þjóðþing Letta samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu með fyrirvara. Lettar fóru varlega. Fyrirvarinn laut að því, að tilhögun , framkvæmd og tímasetning sjálfstæðisyfirlýsingarinnar væri samningsatriði. Sjálfstæðisyfirlýsingin varð því ekki virk, fyrr en eftir að Ísland tók frumkvæði að viðurkenningu á endurreistu sjálfstæði , sem staðfest var í Höfða í Reykjavík 26. ágúst, 1991.

Í tilefni af 4. maí sendi lettneska ríkissjónvarpið (LTV-1) fréttaritara sinn í Brüssel ásamt myndatökumanni til Salobrena í Andalúsíu til þess að taka viðtal við Jón Baldvin í tilefni dagsins. Viðtalið var hluti af samfelldri dagskrá um sjálfstæðisbaráttu Letta, sem var sýnd í sjónvarpinu 3. maí. Viðtalið er birt hér fyrir þá fáu menn á Íslandi, sem skilja lettnesku! Endursögn á íslensku birtist síðar.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/04.05.2015-islande-latvijas-neatkaribu-atzina-pirma.id48680/

SAMSTAÐA SMÁÞJÓÐA GETUR BREYTT HEIMINUM

Hér kemur þýðing á viðtali Ilze Nagla, fréttaritara lettneska ríkissjónvarpsins (LTV) við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, um stuðning Íslendinga við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, ágreining við leiðtoga Vesturveldanna, sess Gorbachevs í sögunni, hrun Sovétríkjanna og samstöðu smáþjóða, sem getur breytt heiminum.

Sp. Þegar leið á níunda áratug seinustu aldar – og boðaðar umbætur Gorbachevs létu á sér standa – fóru Eystrasaltsþjóðirnar í vaxandi mæli að hrista hlekkina. Við vildum endurheimta fyrra sjálfstæði. Þú varst utanríkisráðherra Íslands á þessum tíma (1988-95) og sem slíkur meðlimur í ráðherraráði NATO. Hvernig var sjálfstæðisbaráttu okkar tekið á Vesturlöndum á þessum tíma?

Lesa meira

Interview by Ilze Nagla of Latvian LTV-1

The following interview by Ilze Nagla of Latvian LTV-1 was broadcast on May 3d, 2015 in a program dedicated to the independence struggle of the Latvian poeple, because a quarter century has passed since the declaration of independence. That declaration of independence was not activated until Iceland took the initiative in giving it diplomatic recognition at a ceremony at Höfdi House in Reykjavík, August 26th, 1991.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/04.05.2015-islande-latvijas-neatkaribu-atzina-pirma.id48680/