Í fyrsta lagi vissu menn ekki betur en að kvótahafarkvótahafar væru nú þegar á dúndrandi hausnum. Ábyrgir aðilar hafa látið hafa eftir sér, að útgerðin sé skuldum hlaðin sem samsvari þrefaldri ársframleiðslu. Ástæðan er sögð vera sú, að útgerðamenn hafi slegið lán – innan lands en þó einkum utan – til að kaupa og leigja kvóta. M.ö.o. til að kaupa suma keppinauta út úr greininni og til að gera aðra að leiguliðum. Margir eiga bágt með að skilja, hvernig kvótahafarnir höfðu efni á þessu, en alls ekki hinu, að borga eiganda auðlindarinnar gjald fyrir nýtingarréttinn.
HVER SKULDAR HVERJUM?
Það veldur ýmsum áhyggjum, að kvótahafar innan LÍÚ segjast munu fara beint á hausinn, ef þeir þurfi að bjóða í 5% veiðiheimilda á árí á markaðsverði. Þetta kemur mönnum spánskt fyrir sjónir af ýmsum ástæðum.