Á flestum frambjóðendum var ekki annað að heyra en að fastir liðir væru bara eins og venjulega. Samt keyrði um þverbak, þegar sumir frambjóðendur fóru að upplýsa væntanlega kjósendur um Evrópusambandið. En úr því að Samfylking og Vinstri græn eru þrátt fyrir allt sest að samningaborði um Evrópumál, er kannski ekki úr vegi að leiðrétta verstu ambögurnar, sem haldið var að þjóðinni í kosningabaráttunni.
11 FIRRUR UM EVRULAND
Öllum þessum frambjóðendum tókst að fara í gegnum kosningabaráttuna án þess að upplýsa þjóðina um hvað hún skuldaði mikið; án þess að segja henni frá neyðarfjárlögum með niðurskurði og skattahækkunum; og án þess að þorri kjósenda hafi grænan grun um yfirvofandi bankahrun ríkisbanka, sem eru klifjaðir ónýtum lánasöfnum.