Það er ekki eins og Icesave hafi ekki kostað neitt. Lokauppgjörið liggur nú fyrir. Reikningurinn hljóðar upp á x milljarða króna. Það gerir y milljarða á hvert mannsbarn og z milljarða á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta reyndist vera meira en Bucheit samningurinn kostaði, hefði hann komið til framkvæmda.
Öfugmælavísur forsetaframbjóðanda
Hvernig má það vera, að Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, er sífellt að hæla sjálfum sér – og pólitískum fóstbróður sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni – fyrir að hafa forðað þjóðinni frá skuldaklafa upp á hundruð milljarða vegna Icesave? Brígsla svo öðrum um landráð, fyrir að hafa viljað hneppa þjóðina í óbærilega skuldafjötra. Hvernig má það vera, að Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, er sífellt að hæla sjálfum sér – og pólitískum fóstbróður sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni – fyrir að hafa forðað þjóðinni frá skuldaklafa upp á hundruð milljarða vegna Icesave? Brígsla svo öðrum um landráð, fyrir að hafa viljað hneppa þjóðina í óbærilega skuldafjötra.