Þegar sagan um endatafl Kalda stríðsins og Hrun Sovétríkjanna er rifjuð upp aldarfjórðungi síðar, er mörgum spurningum enn ósvarað. Ein spurningin er þessi: Voru leiðtogar vestrænna lýðræðisríkja (Bush eldri Bandaríkjaforseti, Kohl kanslari, Mitterarand og Margaret Thatcher) virkilega svo kaldrifjaðir, að þeir væru reiðubúnir að fórna réttmætum kröfum Eystrasaltsþjóða um endurreist sjálfstæði í staðinn fyrir margvíslegan pólitískan ávinning í samningum við Gorbachev? Þótt svo virðist vera við fyrstu sýn, er viðhlítandi svar talsvert flóknara.
Lesa meiraHvers vegna tók Ísland af skarið í andstöðu við leiðtoga NATO, um viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða?
Þann 9. nóv. n.k. verða 30 ár liðin frá því að íbúar Berlínar rifu niður Berlínarmúrinn. Fáa grunaði þá, að tveimur árum síðar yrðu hin voldugu Sovétríki ekki lengur til. Endatafl Kalda stríðsins var hafið. Af þessu tilefni kemur á næstunni út ný bók undir heitinu: „Exiting the Cold War, Entering the New World . Útgefendur eru Henry Kissinger Center for Global Affairs , Johns Hopkins University í samvinnu við The Brookings Institute í Washington D.C. Höfundar voru flestir í innsta hring leiðtoga stórveldanna á þessum umbrotatímum (1989-92) . Tveir höfundanna eru fulltrúar smáþjóða, sem komu við þessa sögu: Mart Laar, fyrrum forsætisráðherra Eistlands, og fyrrum untanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson (1988-95) . Það sem hér fer á eftir er stutt brot úr bókarkafla Jón Baldvins, þar sem hann skýrir ,hvers vegna Ísland tók forystu um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða – í andstöðu við yfirlýsta stefnu leiðtoga Vesturveldanna.