TIL VARNAR FEMINISMA II

Í fyrri grein (Fréttablaðið 14.02.19) sagði ég dæmisögu frá Kanada, um það hvernig öfgafeministar eru að koma óorði á feminismann, þar rétt eins og hér. Saklaus maður var lýstur sekur án dóms og laga og líf hans lagt í rúst.

Það var á þeirri stundu, sem Margaret Atwood, dáður höfundur meira en 40 bóka og heimsfrægur talsmaður femínista, kvaddi sér hljóðs í grein sinni „Am I a bad feminist?“ (13. jan 2018) til að segja: „Hingað – en ekki lengra. Um mig hefur verið sagt, að ég hafi brotist til frama á ritvellinum með því að standa blóðug upp að öxlum yfir höfuðsvörðum feðraveldisins. Það var kannski svolítið ýkt. En – kæru systur – nú er mér nóg boðið. Sú var tíð, að við vantreystum réttarkerfinu. En ætlum við að svara fyrir okkur með réttarmorði, utan réttarsala?“

Er þetta ekki klassískur Kiljan: „Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti“?

Með þessu var Atwood að verja dýrmætustu arfleifð vestrænnar menningar – sjálft réttarríkið. Þegar á reynir, þurfum við öll á vernd þess að halda. Án þess hröpum við aftur niður í villimennsku. Sagan – líka nýleg saga – geymir ótal dæmi um þetta. Aftökur án dóms og laga. Fangelsanir fyrir engar sakir. Nornabrennur. Trúarofsóknir. Skoðanakúgun. Ritskoðun. Bókabrennur. Og það versta er þetta: Valdbeiting af þessu tagi er iðulega í upphafi réttlætt í nafni mannréttinda! Meira að segja Cosa Nostra – ítalska mafían – táknmynd hins gerspillta þjóðfélags, sem þrífst utan við lög og rétt, byrjaði upphaflega sem uppreisn gegn pólitískri harðstjórn. Fleiri dæmi:

Lesa meira

TIL VARNAR FEMINISMA I

Nú er svo komið, að öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Við megum ekki láta þeim takast það. Reynum að læra af öðrum, t.d. af eftirfarandi dæmisögu frá Kanada.

Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia (UBC). Þjóðkunnur kanadískur rithöfundur, Steven Galloway að nafni, hafði kennt „creative writing“ (skapandi skrif) við góðan orðstír við háskólann. Frægasta bók hans, The Cellist of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg metsölubók. Allt í einu spurðist það út, að hann hefði verið rekinn, fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trúnaðarbrestur,“ sagði rektor háskólans, Martha Piper.

En smám saman spurðist það út, að hinn skapandi rithöfundur væri sakaður um nauðgun. Hann átti að hafa nauðgað nemanda sínum. Rektor, og samstarfskonur hennar í deild skapandi lista, voru lofsungnar í fjölmiðlum fyrir að hafa rekið hann. Svona eiga sýslumenn að vera, var sagt. „Zero tolerance“ – ekkert umburðarlyndi – gagnvart ofbeldi gegn konum. Konurnar sem réðu lögum og lofum í Háskólanum í British Columbia voru sagðar vera öðrum til fyrirmyndar.

Lesa meira

Er RÚV ábyrgur fréttamiðill eða fráveita ósanninda og óhróðurs? – Opið bréf til útvarpsstjóra

Ágæti útvarpsstjóri.

Við undirrituð vekjum athygli yðar á því, að starfsmenn yðar, dagskrárgerðarmenn við Rás 2, þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan, hafa í tvígang að undanförnu farið með tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og ærumeiðandi ummæli á opinberum vettvangi. Fyrst í viðtali á Rás 2 fimmtudaginn 17. janúar og aftur í sjálfsvarnaræfingu í Morgunblaðinu föstudaginn 8. febrúar sl.

Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna …“ Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur, persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skattgreiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri, sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins?

Þessa dagana er mikið rætt um, að stofnanir og fyrirtæki ættu að setja sér siðareglur. Blaðamannafélag Íslands hefur sett sér slíkar reglur. Ríkisútvarpið, sem þér stýrið, hefur ekki talið það nægja og hefur því sett sér ennþá viðameiri siðareglur. Má ekki treysta því, hr. útvarpsstjóri, að þessar siðareglur séu ekki bara settar til að sýnast? Er ekki til þess ætlast, að fréttamenn haldi þær í heiðri?

Í siðareglum Blaðamannafélags Íslands segir: (4. grein) 1 „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“

Lesa meira

Sólrúnir, grein eftir Bryndísi Schram

Hún er komin heim. Hvur? Hún Sólrún, þú veist. Hún var oddviti annars stjórnarflokksins sem rústaði þjóðfélagið í hruninu – manstu? Og það var hún sem sagði svo eftirminnilega við tíu þúsund fjölskyldur, sem misstu allt sitt í hruninu: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Orðin svíða. Þau sitja eftir í þjóðarminninu.

En hefur ekki þjóðin fyrirgefið henni fyrir löngu? Alla vega þeir sem tala í hennar nafni? Þeir hafa tilnefnt Sólrúnu sem fulltrúa þjóðarinnar hjá alþjóðaelítunni, á skattfrjálsum ofurlaunum. Hún verður jú að vera landi og þjóð til sóma, ekki satt?

Hvað er hún að gera? Fyrst var hún víst að kenna þeim kvenréttindi í Kabúl. Að vísu fylgir það sögunni að hún hafi helst ekki hætt sér út fyrir amrísku herstöðina, sem hélt yfir henni verndarhendi. En þeim veitti nú ekki af því að heyra hana tala um kvenréttindin, körlunum þeim.

Lesa meira

Sannleikurinn er sagna bestur

Tímaritið Mannlíf birti í febrúar árið 1995 viðtal við systurnar Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, dætur okkar Bryndísar, undir fyrirsögninni: „Þríleikur Baldvinsdætra“. Í viðtalinu beindi blaðamaðurinn, Kristján Þorvaldsson, eftirfarandi spurningu að systrunum: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Snæfríður: „Ég gæti ekki óskað mér betri foreldra“.

Aldís: : „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur … Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur …“

Kolfinna: „… einlægur og tilfinninganæmur …“

Snæfríður: „ …heill og heilbrigður í hugsun …“

Aldís: „… fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur“.

Kolfinna: „Erum við ekki orðnar of væmnar núna, stelpur?“

Aldís: „Sama er mér! Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

Þessi ummæli lýsa óneitanlega vinarþeli og ástúð dætranna í garð föður síns. Ekki síst Aldísar. Og þetta er árið 1995. Hvað hefur breyst? Í forsíðuviðtali við DV (11.-13. okt. 2013) – átján árum síðar – kærir Aldís föður sinn fyrir kynferðislega áleitni við sig og dóttur sína, systur sínar, frænkur og vinkonur og lýsir honum sem siðlausu dusilmenni. Í viðtali við Sigmar Guðmundsson á RÚV – rás 2 fimmtudaginn 18. janúar sl. endurtekur hún allar þessar ásakanir og gott betur.

Lesa meira

Sjúkt þjóðfélag, grein eftir Bryndísi Schram

Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því.

Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði.

Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES. – Og eitt í viðbót, sem ég var næstum búin að gleyma. Virtur lögmaður stóð fyrir því að þjófkenna mig. Ég var sökuð um að hafa látið fjármálaráðuneytið borga 50 ára afmæli mitt – í skjóli skjalafölsunar. Málið velktist í kerfinu meira en áratug og fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Málið vakti mikla reiði og hneykslun.

Lesa meira

Vörn fyrir æru

„Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd, sem fjölmiðlar draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur… Akkúrat það sem hann er ekki. Hann er hlýr, skilningsríkur…fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur…….má hann ekki einhvers staðar njóta sammælis?“ (Aldís Baldvinsdóttir, í viðtali við Kristján Þorvaldsson í tímaritinu Mannlífi, febrúar 1995)

Þann 21. febrúar, n.k. stóð til að fagna áttræðisafmæli mínu í góðra vina hópi. Gamlir samherjar vildu beita sér fyrir útgáfu afmælisrits um arfleifð jafnaðarstefnunnar og erindi hennar við komandi kynslóðir. Einnig var áformað að efna til málþings með þátttöku erlendra stjórnmála- og fræðimanna um sama efni. Ritnefndarmenn leituðu til vina og velunnara – en einnig pólitiskra andstæðinga – eftir fyrirframáskrift, sem staðfest væri á heillaóskaskrá, eins og algengt er við áþekk tækifæri.

Þetta var komið vel á veg. En þegar fór að kvisast út um þessi áform, þóttust aðstandendur verksins verða verða varir við draugagang, sem erfitt var að henda reiður á. Menn fóru að mælast undan því, að nöfn þeirra birtust á heillaóskaskrá, þótt þeir lýstu áhuga á bókinni og vildu gjarnan kaupa hana. Sumir, sem höfðu þegar skráð sig, báðu um, að nöfn þeirra yrðu dregin til baka.

Lesa meira

Án dóms og laga

Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann.

Þessar sögur eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti. Það bíður síns tíma að leiðrétta það, m.a. af eftirfarandi ástæðum:

Meginástæðan er sú, að söguberar eru ýmist í nánum fjölskyldutengslum við okkur Bryndísi eða nánir vinir elstu dóttur okkar. Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum. Við stefnum dóttur okkar ekki fyrir dóm – lái okkur hver sem vill.

En hver er þá okkar ábyrgð á fjölskyldubölinu, sem mér er svo tíðrætt um? Ætlum við að skella allri skuld af ógæfu fjölskyldunnar á aðra? Er þetta virkilega allt öðrum að kenna? Því fer fjarri. Sjálfur ber ég þunga sök af því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu Bryndísar. Bréfaskipti mín við Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar, þegar hún var 17 ára, voru hvort tveggja með öllu óviðeigandi og ámælisverð. Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar.

Lesa meira

„Þetta er þvílík skíta framkoma [ESB]“

Viðtal sem Útvarp saga og Silfur Egils hafa átt við Jón Baldvin Hannibalsson, um evrópumál og þriðja orkupakkann, hljóta að teljast mjög merkileg og söguleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem þessi forgöngumaður fyrir því að við gegnum í EES og lengi vel talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið, hefur að segja núna um þriðja orkupakkann og inngöngu í ESB. Jón Baldvin var í viðtali í Silfri Egils í dag, sunnudag, og óhætt er að segja að svo virðist sem talsmenn þess að við innleiðum þriðja orkupakka ESB séu lamaðir eins og er. Sérstaklega er eftir því tekið að fréttastofa Ríkisútvarpið / sjónvarp, fréttastofa Stöðvar2 og Fréttablaðsins, sem hingað til hafa verið mjög hliðhollar þeim sem boða aðild að Evrópusambandinu og því að við samþykkjum þriðja orkupakkann, hvað þessir miðlar eru þöglir yfir þessu merkilega viðtali við Jón Baldvin. Sömu fjölmiðlar höfðu líka uppi áróður um að Íslendingar ættu að samþykkja ice-save samningana á sínum tíma.

Í þessum viðtölum, á Sögu og í dag í Silfri Egils, talar Jón alveg skýrt, að ef við höfnum þriðja orkupakkanum þá hefur það engar afleiðingar fyrir Íslendinga því það er skrifað inn í samninginn að Íslendingar hafi fullan rétt til að hafna tilskipunum ESB. Þetta er alveg kristaltært í svari Jóns Baldvins við spurningunni um hvort höfnun muni leiða til þess að ESB segi upp EES samningnum, þá er svar Jóns stutt og lag gott: „NEI!“…

Sjá nánar á skinna.is.