Smellið á myndina til að sjá hana stærri:
Fréttablaðið 29. febrúar 2016
Jón Baldvin gerður að heiðursdoktor í Vilníus
jbhannibalsson@gmail.com
Jón Baldvin gerður að heiðursdoktor í Vilníus
Inngangur: Ræðan sem hér fer á eftir var flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14.feb.2009. Búsáhaldabyltingin hafði sópað burt ónýtri ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Við erum stödd á strandstaðnum eftir hrun, og kosningar í vændum. Ræðan ber þess merki, að hún er skrifuð niður eftir á – eftir upptöku. Gamall vinur var að taka til hjá sér, fann þetta í fórum sínum og sendi mér. Ræðan rifjar vel upp andrúmsloft þessara daga. Hún er flutt af miklum tilfinningahita. En ég fæ ekki betur séð en, að rökhugsunin standist vel í ljósi síðari tíma.
Það er þá helst spurningin um, hvort Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefði reynst okkur jafn vel og ræðumaður vænti þá. Ef við hefðum fengið sömu meðferð og Írar, Grikkir og Kýpurbúar, þ.e.a.s. verið krafðir um „að borga skuldir óreiðumanna“, hefðum við farið úr öskunni í eldinn. En aðstæður voru aðrar hér en þar. Hér hrundu ekki bara einstakir bankar, sem þurfti að bjarga til að forða kerfishruni. Hér varð kerfishrun – fjármálakerfið og gjaldmiðillinn, hvort tveggja fór sömu leið. Hvernig hefði Evrópusambandið brugðist við? Því getur enginn svarað með vissu.
Evrópusambandsaðild reyndist Eystrasaltsþjóðum vel. Þar var munurinn sá, að bankakerfið var í eigu útlendinga (sem urðu að bera skaðann), og gjaldmiðlarnir stóðust, enda bundnir við evruna. Kannski er helsti munurinn sá, að Eystrasaltsþjóðir komust út úr kreppunni á tveimur árum. Við virðumst hins vegar vera að safna í nýja, með því endurtaka sömu mistökin og fyrir hrun. Frambúðarlausnir bíða nýrra valdhafa.
JBH
Alþýðuflokksræða Jóns Baldvins Hannibalssonar flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14. febrúar 2009
Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.
Nafn Axels, eðlisfræðings, er og verður nátengt sköpunarsögu Menntaskólans á Ísafirði. Það þurfti löngum að beita brögðum til að galdra þangað rétta menn á réttum tíma til kennslustarfa. Það var kostur að geta boðið önnur störf með.
Ég fór fljótlega að skipta mér af bæjarmálum. Þóttist þurfa þess til að tryggja skólanum byggingarlóð og húsnæði. Það þurfti að ráða bæjarverkfræðing. Hann var Þorbergur Þorbergsson, og auðvitað settur til að kenna stærðfræði við skólann með verkfræðinni. Eiginkona hans, Hildur Bjarnadóttir – seinna landsfræg útvarpskona – fylgdi með í kaupbæti sem dönskukennari.
Þar kom, að okkur vantaði almennilegan eðlisfræðing, helst þýskmenntaðan. Þorbergur átti vin frá menntaskólaárum, sem Axel hét, Carlquist (sem reyndar átti ættir að rekja í móðurætt til traustra íhaldsmanna á Ísafirði). Honum var boðið í heimsókn vestur um páskana strax á fyrsta ári. Við lögðum okkur öll fram um að sannfæra Axel um, að það væri óþarfi að eyða peningum í farið aftur suður. Það má segja frá því núna, að ég lofaði Þorbergi vænum skammti af úrvalsvískíi, ef honum tækist að kyrrsetja eðlisfræðinginn.
Sjá viðtalið með því að smella hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP43387
Þann 11. febrúar var Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Vytautas Magnus háskólann í Vilnius, Litáen. Athöfnin fór fram í kirkju heilags Jóhannesar skírara í Vilnius.
Í ræðu rektors sagði m.a. að Jón Baldvin hefði orðið fyrir valinu vegna hugrekkis, sem fáum mönnum er gefið og birtist meðal annars í liðveislu hans við litáísku þjóðina á háskastundu, þegar flestir aðrir kusu að láta kyrrt liggja.
Meðal gesta voru Vitautas Landsbergis, forseti Sajudis og ýmsir nafnkunnir forystumenn sjálfstæðishreyfingar Litáa á árunum 1987-92. Auk þess sendiherrar ýmissa Evrópuríkja, þ.á.m. Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur og heiðurskonsúll Íslands í Vilníus. Meðal gesta voru Íslendingar búsettir í Vilníus og ýmsir nafnkunnir einstaklingar úr lista- og menningarlífi Litáa.
Á þessu ári er aldarfjórungur liðinn frá því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja – Litáa, Letta og Eista – og Sovétríkin liðu undir lok.
Af þessu tilefni er sagan rifjuð upp í máli og myndum. Það er efnt til sýninga, málþinga, hringborðsumræðna, sýndar heimildamyndir og gefnar út bækur. Þetta ber þó ekki allt upp á sömu dagana. Litáar halda mest upp á 11. mars, en þann dag árið 1990 lýsti Seimas – Þjóðþingið – yfir endurreistu sjálfstæði Litáens. Lettar minnast einkum „Daga barríköðunnar“ (e. Barricade days) 14. – 20. janúar, 1991, en þá fóru sérsveitir innanríkisráðuneytisins í Moskvu um Riga, hertóku lykilbyggingar og stjórnarsetur. Í þeim átökum féllu fjórir vopnlausir borgarar. Lettar halda einnig upp á 4. maí , en þann dag lýsti þing þeirra yfirsjálfstæði – en með fyrirvörum um samninga við Sovétríkin. Eistar munu einkum halda upp á seinustu dagana í ágúst, eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu. Sovéska skriðdrekasveitin, sem átti að setja af þing og ríkisstjórn í Tallinn, stöðvaðist við það í hjólförunum.
The Baltic road to freedom signaled not only a national reawakening, but a democratic uprising as well. Those three small nations – Estonia, Latvia and Lithuania – wanted to restore their independent states. They had suffered more than most during and after the Second World War, having been the victims of invasion, military occupation and annexation into the USSR, as well as repeated deportations en masse to the Gulag.
The leaders of the independence movements had therefore every reason to expect, that they would be welcomed with open arms back into the familiy of European democracies.
But they were in for a rude awakening. They were, as a matter of fact, admonished for irresponsibility and even labeled as „spoilers of the peace“, treated as unwelcome intruders into the amiable company of the major powers. They were told to behave responsibly for the greater good of all and advised to settle for a compromise with their Kremlin masters, without any preconditions. Wouldn´t some form of home-rule within the USSR be good enough?
Heiðraði rektor, forseti senatsins, virðulegu fræðimenn, háttvirtu gestir, dömur mínar og herrar:
Þegar rektor Lærða skólans í Reykjavík – skóla sem rekur rætur sínar til prestaskóla allt aftur á 11. öld – ávarpaði seinasta útskriftarárganginn, sem var fullnuma í bæði latínu og grísku, sagði hann m.a.:
„Mér þykir það leitt, en hér með brautskrái ég seinasta árgang menntaðra manna – (það var engin kona í hópnum) – í sögu þjóðar vorrar“.
Hálfri öld síðar, þegar ég var brautskráður frá þessum sama skóla, hafði fátt, ef nokkuð, breyst. Ég hafði, hrokafullur beturvitringur sem ég var í þá daga, fordæmt úrelta námsskrá og fylgt því eftir með því að segja mig úr skóla. Þann veturinn stundaði ég fátt annað en að lesa Marx, íslenskan skáldskap, tefla skák og spila á píanó.
19 vetra gamall hafði ég ákveðið að verða forsætisráðherra. Vinur minn, sem kenndi keltnesk og norræn fræði við Edinborgarháskóla, hafði gaukað því að mér, að Edinborgarháskóli væri vænleg uppeldisstöð fyrir verðandi forsætisráðherra.
Það kom á daginn, að fjöldi annarra þjóðfrelsismanna héðan og þaðan úr nýlendum breska heimsveldisins – þar sem sagt var að sólin settist aldrei – og stunduðu þarna nám, gengu með sömu grillu og ég. Við vorum flestir að læra til forsætisráðherra. Sumir náðu því, aðrir ekki – eins og gengur.
The Baltic road to freedom in the late 80s and early 90s coincided with the endgame of the Cold-War. It signifed both a national reawakening and a democratic uprising. The outside world was impressed by the emergence of powerful grassroots movements, which demonstrated their capacity to mobilize the will of the people – remember the human chain in August 1989? This was democracy in action. The leaders of the independence movements had therefore every reason to expect, that they would be welcomed with open arms back into the family of European democracies.
But they were in for a rude awakening. Instead they were admonished for irresponsibility and even labeled as „spoilers of the peace“. They were told to behave responsibly for the greater good of all. And advised to settle for a compromise with their colonial masters, without any preconditions. Wouldn´t some form of home-rule within the USSR be good enough?
Why spoilers of the peace? Because if you were „allowed“ to leave the Soviet Union – which you never joined legally – the most likely sequence of events was often pictured like this: Our partner in ending the Cold War – Mr. Gorbachev – would not survive the break-up of the empire. Then the „hardliners“ would be back. That would mean a return to the Cold War. In the worst-case-scenario it could even mean the outbreak of war in Europe, since the hardliners would not hesitate in applying military force to keep the Soviet Union together.