Viðtal Gundars Reders við Jón Baldvin Hannibalsson

Á þessu ári er aldarfjórungur liðinn frá því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja – Litáa, Letta og Eista – og Sovétríkin liðu undir lok.

Af þessu tilefni er sagan rifjuð upp í máli og myndum. Það er efnt til sýninga, málþinga, hringborðsumræðna, sýndar heimildamyndir og gefnar út bækur. Þetta ber þó ekki allt upp á sömu dagana. Litáar halda mest upp á 11. mars, en þann dag árið 1990 lýsti Seimas – Þjóðþingið – yfir endurreistu sjálfstæði Litáens. Lettar minnast einkum „Daga barríköðunnar“ (e. Barricade days) 14. – 20. janúar, 1991, en þá fóru sérsveitir innanríkisráðuneytisins í Moskvu um Riga, hertóku lykilbyggingar og stjórnarsetur. Í þeim átökum féllu fjórir vopnlausir borgarar. Lettar halda einnig upp á 4. maí , en þann dag lýsti þing þeirra yfirsjálfstæði – en með fyrirvörum um samninga við Sovétríkin. Eistar munu einkum halda upp á seinustu dagana í ágúst, eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu. Sovéska skriðdrekasveitin, sem átti að setja af þing og ríkisstjórn í Tallinn, stöðvaðist við það í hjólförunum.

Lesa meira

The Transition from totalitarianism to democracy: WHAT CAN WE LEARN FROM THE BALTIC ROAD TO FREEDOM AND POST-INDEPENDENCE EXPERIENCE?

The Baltic road to freedom signaled not only a national reawakening, but a democratic uprising as well. Those three small nations – Estonia, Latvia and Lithuania – wanted to restore their independent states. They had suffered more than most during and after the Second World War, having been the victims of invasion, military occupation and annexation into the USSR, as well as repeated deportations en masse to the Gulag.

The leaders of the independence movements had therefore every reason to expect, that they would be welcomed with open arms back into the familiy of European democracies.

But they were in for a rude awakening. They were, as a matter of fact, admonished for irresponsibility and even labeled as „spoilers of the peace“, treated as unwelcome intruders into the amiable company of the major powers. They were told to behave responsibly for the greater good of all and advised to settle for a compromise with their Kremlin masters, without any preconditions. Wouldn´t some form of home-rule within the USSR be good enough?

Continue reading

Í tilefni heiðursdoktors-nafnbótar GRATIAS AGIMUS PER HONOREM (íslensk þýðing)

Heiðraði rektor, forseti senatsins, virðulegu fræðimenn, háttvirtu gestir, dömur mínar og herrar:

Þegar rektor Lærða skólans í Reykjavík – skóla sem rekur rætur sínar til prestaskóla allt aftur á 11. öld – ávarpaði seinasta útskriftarárganginn, sem var fullnuma í bæði latínu og grísku, sagði hann m.a.:

„Mér þykir það leitt, en hér með brautskrái ég seinasta árgang menntaðra manna – (það var engin kona í hópnum) – í sögu þjóðar vorrar“.

Hálfri öld síðar, þegar ég var brautskráður frá þessum sama skóla, hafði fátt, ef nokkuð, breyst. Ég hafði, hrokafullur beturvitringur sem ég var í þá daga, fordæmt úrelta námsskrá og fylgt því eftir með því að segja mig úr skóla. Þann veturinn stundaði ég fátt annað en að lesa Marx, íslenskan skáldskap, tefla skák og spila á píanó.

19 vetra gamall hafði ég ákveðið að verða forsætisráðherra. Vinur minn, sem kenndi keltnesk og norræn fræði við Edinborgarháskóla, hafði gaukað því að mér, að Edinborgarháskóli væri vænleg uppeldisstöð fyrir verðandi forsætisráðherra.

Það kom á daginn, að fjöldi annarra þjóðfrelsismanna héðan og þaðan úr nýlendum breska heimsveldisins – þar sem sagt var að sólin settist aldrei – og stunduðu þarna nám, gengu með sömu grillu og ég. Við vorum flestir að læra til forsætisráðherra. Sumir náðu því, aðrir ekki – eins og gengur.

Lesa meira

„SOLIDARITY OF SMALL NATIONS: UTOPIAN DREAM OR PRACTICAL POLITICS?

The Baltic road to freedom in the late 80s and early 90s coincided with the endgame of the Cold-War. It signifed both a national reawakening and a democratic uprising. The outside world was impressed by the emergence of powerful grassroots movements, which demonstrated their capacity to mobilize the will of the people – remember the human chain in August 1989? This was democracy in action. The leaders of the independence movements had therefore every reason to expect, that they would be welcomed with open arms back into the family of European democracies.

But they were in for a rude awakening. Instead they were admonished for irresponsibility and even labeled as „spoilers of the peace“. They were told to behave responsibly for the greater good of all. And advised to settle for a compromise with their colonial masters, without any preconditions. Wouldn´t some form of home-rule within the USSR be good enough?

1. Spoilers of the Peace?

Why spoilers of the peace? Because if you were „allowed“ to leave the Soviet Union – which you never joined legally – the most likely sequence of events was often pictured like this: Our partner in ending the Cold War – Mr. Gorbachev – would not survive the break-up of the empire. Then the „hardliners“ would be back. That would mean a return to the Cold War. In the worst-case-scenario it could even mean the outbreak of war in Europe, since the hardliners would not hesitate in applying military force to keep the Soviet Union together.

Continue reading

European Parliament: ON „THOSE WHO DARE“…

For almost half a century the BALTIC NATIONS were the forgotten nations of Europe. Their lands had been razed from the map; their national identities and distinct cultures had partly gone underground. They had simply disappeared from the political radar screen of the outside world. When discussing the Baltic issue with a distinguished foreign minister of a NATO country, he dismissed the subject with a wafe of his hand and added: „ Haven´t these peoples always belonged to Russia anyway?“

Two events, that caught the imagination of the outside world, did more than anything else to change this attitude: One was the „Singing revolution“ in June 1988. The world had known cases of Gandhian civil disobedience against injustice before – but singing oneself to freedom was a novelty.

Continue reading

Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Jón Baldvin Hannibalsson á eyjan.is

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni sem sýndur er á Stöð 2. Ýmislegt bar á góma og ræddi Jón Baldvin meðal annars um Heimildarmyndina Þeir sem þora sem fjallar um þá margfrægu ákvörðun Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði eystrasaltsþjóðanna. Þá var einnig rætt um stöðu Árna Páls formanns Samfylkingarinnar og flokksins sjálfs sem Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að muni þurrkast endanlega út á þessu ári.

Iðulega er talað um Jón Baldvin sem andlegan leiðtoga jafnaðarmanna á Íslandi. Hann viðurkenndi að jafnaðarmenn ættu afar erfitt um þessar mundir. Samfylkingin mælist með sögulega lágt fylgi og hefur verið gagnrýnt að formaðurinn sitji sem fastast. Jón Baldin segir að hann vilji horfa á hlutina í stærra samhengi og segir að jafnaðarmenn eigi víða í vandræðum og sé ekki aðeins bundið við Ísland.

Lesa meira

Viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Jón Baldvin Hannibalsson í DV

Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistland, Lettland og Litáen, endurheimtu sjálfstæði sitt. Ísland studdi sjálfstæðisbaráttu landanna með eftirminnilegum hætti, en Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra fór til landanna þriggja í janúar 199, þegar sovéskar sérsveitir voru að myrða almenna borgara. Seinna þetta sama ár tóku íslensk stjórnvöld upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú, fyrst Vesturlanda.

Í ritgerð sem sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifaði á síðasta ári um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna, segir hann á einum stað: „Fögnum því … að aldarfjórðungur er síðan þjóðirnar þrjár við Eystrasalt endurheimtu sjálfstæði sitt. Minnumst líka frumkvæðis Jóns Baldvins Hannibalssonar. Án hans hefði Ísland lítt átt hlut að máli. Það þurfti einhvern af hans tagi á stóli utanríkisráðherra, hrifnæman og óvenjulegan ástríðupólitíkus, með óþol gagnvart yfirlæti margra vestrænna valdhafa í garð Íslendinga og annarra smáþjóða – og óskipta samúð með íbúunum við Eystrasalt.“

Lesa meira

Minningarorð um Finn Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði

Það snertir okkur djúpt, þegar við heyrum af andláti nemenda okkar – við hugsum alltaf til þeirra sem unga fólksins, sem á lífið framundan.

Við hugsum til áranna fyrir vestan – þegar verið var að skapa Menntaskólann á Ísafirði frá grunni – sem blómaskeiðs. Frá upphafi voru vonir bundnar við, að með stofnun skólans mundi Vestfjörðum haldast betur á ungu atgervisfólki. Þær vonir, einar og sér, voru kannski ekki raunhæfar. Meira þurfti að koma til. Engu að síður hefur skólinn átt sinn þátt í því að gera flóru mannlífsins, einkum í höfuðstað Vestfjarða, fjölbreyttari og lífvænlegri.

Lesa meira

Fyrstu viðbrögð við morðárásum ISIS í París

Á sunnudagsmorgni, 15. nóvember fékk ég hringingu frá SME á Sprengisandi til þess að ræða fyrstu viðbrögð ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur, stjórnmálafræðingi, sem numið hefur í París. Hér má heyra það sem okkur fór í milli: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP41001.

Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Mossad (Leyniþjónustu Íslraels), sbr. ummæli sendifrúar Ísraels, sem situr í Osló með Ísland í annexíu. Ummæli hennar til að reyna að réttlæta ódæðisverk Ísraela á hernumdu svæðunum eru ekki sannfærandi. Staðreyndirnar tala sínu máli. http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/11/16/jon-baldvin-reitir-israela-til-reidi/