Vitnaleiðslur

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í … Continue reading “Vitnaleiðslur”

VARIST HRÆÐSLUÁRÓÐUR -Handbók um endurheimt þjóðareignar

Grein mín Um Alaskaarðinn og Íslandsarfinn, sem birtist í Kjarnanum 25.05., hefur vakið miklar umræður og margar spurningar, m.a. um það hvers vegna lagaákvæði um þjóðareign á auðlindinni og rétt eigandans til gjaldtöku fyrir nýtingarrétt virðast vera haldlaus í framkvæmd. Fólk spyr sig í forundran, hvernig það má vera að tímabundnar veiðiheimildir sem lögum samkvæmt mynda aldrei lögvarinn eignarrétt eru þrátt fyrir lagaákvæðin meðhöndlaðar sem einkaeign. Þær eru veðsettar fyrir lánum og ganga loks að erfðum.

UM ALASKAARÐINN OG ÍSLENSKA ARFINN

Þegar ég spurði þau tíðindi, að arðurinn af þjóðarauðlind Íslendinga væri orðinn að skattfrjálsu erfðafé og eyðslueyri afkomenda tveggja ólígarka á Akureyri, var ég í miðjum klíðum að lesa bók, sem í ljósi þessa þjóðarhneykslis, gæti reynst Íslendingum þörf lexía. Bókin heitir: „Exporting the Alaska Model“, eftir bandaríska prófessora, Widerquist og Howard.

UM HVAÐ ER PÓLITÍK?

Það er að koma æ betur í ljós að kapítalismi (markaðskerfi) – án afskipta ríkisvaldsins – fær ekki staðist til lengdar. Ástæðurnar eru margar, en sú helst, að samþjöppun auðs og valds á fárra hendur er innbyggð í kerfið. Fjármálakerfi, sem þjónar þeim tilgangi að ávaxta fé hinna ofurríku, breytist í kapítalisma á sterum. Eftirsókn eftir skammtímagróða verður allsráðandi. Það breytist í bóluhagkerfi sem að lokum springur í bankakreppu sem skattgreiðendur – ríkið – verða að bjarga til að forða allsherjarhruni. Þetta gerist með reglulegu millibili. Þetta gerðist á árunum 2008-9. Mörg þjóðríki – ekki síst innan ESB hafa enn ekki náð sér. Þetta á eftir að gerast aftur nema ríkið grípi í taumana í tæka tíð.

GLÖTUÐ TÆKIFÆRI – NÝ FRAMTÍÐARSÝN

Þann 11. mars fagna Litháar 30 ára afmæli síns endurheimta sjálfstæðis. Eftirfarandi grein er byggð á fyrirlestri sem höfundur átti að flytja á afmælishátíðinni við háskólann í Vilnius. Öllum hátíðarhöldum hefur hins vegar verið slegið á frest, út af COVID19. Greinin birtist í fjölmiðlum í Litháen og Eistlandi og á ensku í Baltic Times.

FYRIRHEITNA LANDIÐ

Það fer varla fram hjá neinum sem nennir að fylgjast með rökræðum forsetaframbjóðenda demókrata í Bandaríkjunum í prófkjörsferlinu að leiðarhnoðið, sem allt snýst um, er hið norræna samfélagsmódel. Þeir frambjóðendur, sem á annað borð hafa eitthvað til málanna að leggja, beina sjónum sínum þangað í leit að lausnum. Ameríka er ekki lengur land tækifæranna fyrir þorra almennings. Það eru Norðurlönd hins vegar afdráttarlaust.

Þröstur Ólafsson: Opið bréf til útvarpsstjóra

Ég varð undrandi og eilítið skelkaður, þegar ég hlustaði og horfði  á fréttir RÚV af 30 ára afmæli viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Litháens. Þar vantaði eitthvað í fréttina.Gerðist þetta af sjálfu sér ? Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Ísland gerði sig gildandi og tók afstöðu í máli sem var alþjóðlegt, ofur eldfimt en … Continue reading “Þröstur Ólafsson: Opið bréf til útvarpsstjóra”

The promised land

The debates in the primaries of the democratic presidential candidates so far have led to one startling conclusion: The Nordic socio-economic model has become the utopia – the promised land – for what was once a land of opportunity – America. by Jón Baldvin Hannibalsson Listening to the leading candidates – Bernie Sanders certainly and … Continue reading “The promised land”