COMMUNIST UTOPIA EÐA DRAUMALANDIÐ?

Vofa gengur ljósum logum um Evrópu. Vofa kommúnismans. Var það ekki einhvern veginn svona, sem Kommúnistaávarpið byrjar? Og nú er það komið aftur í tísku. Því til staðfestingar er troðfullur salur 102 á Háskólatorgi í gærkvöldi til að hlusta á nýja spámenn, þá Negri og Hardt – Ítala af skóla Gramscis og amerískan lærisvein hans af ítölskum uppruna, greinilega – sem voru mættir til þess að boða fagnaðarerindið strandaglópum frjálshyggjunnar á Íslandi. Fyrir gamlan marxista var þetta eins og að hverfa aftur á vit bernskunnar; að færast aftur í tímann um circa hálfa öld eða svo. Get ég mér rétt til um það að fyrir hrun hefðu kannski mátt búast við að tuttugu sálir eða svo hefðu sýnt sig á safnaðarfundi hjá nihilistum? En nú er öldin önnur. Kapítalisminn er hruninn. Vofa kommúnismans gengur aftur ljósum logum. Marx er kominn í tísku. Kannski er útópía kommúnismans einmitt hér og nú.

HVERS VEGNA ALLT ÞETTA HATUR? Fjölskylduböl í fjölmiðlum

Inngangur: Þann 24. feb. s.l. (á afmælisdegi móður minnar) birti Þóra Tómasdóttir, ritstjóri glanstímaritsins Nýs lífs, flenniuppslátt um „meinta kynferðislega áreitni“ mína við systurdóttur konu minnar. Tímaritið seldist upp og aðrir fjölmiðlar tóku málið upp í kjölfarið.

Daginn áður, 23. feb., barst mér njósn af þessum málabúnaði og bað Fréttablaðið að birta samdægurs grein „Mala domestica…“ þar sem ég skýrði málið út frá mínum bæjardyrum. Margir sáu ástæðu til að tjá sig um málið, bæði í prentmiðlum en þó einkum í netheimum. Það var ekki fyrr en þann 16. mars, sem ég birti grein hér á heimasíðu minni undir heitinu „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Sama dag birti Bryndís, kona mín, grein í Fréttatímanum undir fyrirsögninni „Nú er nóg komið“, þar sem hún tók til varna fyrir hönd fjölskyldu okkar.

Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar, brást harkalega við í grein í Fréttatímanum þann 23. mars (á afmælisdegi móður Bryndísar), þar sem hún veittist hart að móðursystur sinni. Engum, sem fylgdist með umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum um þetta mál, gat blandast hugur um, að heitar tilfinningar bjuggu að baki. Á bak við þetta allt saman leyndist fjölskylda, sem var sundruð og í sárum. Margir höfðu orð á því, að þetta fjölskylduböl ætti ekkert erindi í fjölmiðla. Nær hefði verið að leita sátta með fulltingi sálusorgara. Nú er of seint að fást um það.

Margir létu í ljós undrun sína yfir þvi, hvers vegna þetta mál var matreitt ofan í fjölmiðla meira en áratug eftir að þau atvik áttu sér stað, sem urðu síðar tilefni klögumála. Hvers vegna einmitt núna? Hvers vegna allt þetta hatur, sem að baki bjó? Það er svo ekki fyrr en nú nýlega, nánar tiltekið 28. apríl s.l., sem Kolfinna dóttir mín birti grein á Facebook, þar sem hún segir söguna alla og svarar hispurslaust þeim spurningum, sem áður hafði verið ósvarað. Grein hennar: „Fjölskylduböl í fjölmiðlum – hvers vegna allt þetta hatur?“ , birtist hér á eftir „for the record“.
JBH

Efnisyfirlit

Í tilefni 40 ára afmælis Menntaskólans á Ísafirði: AÐ GJALDA FÓSTURGJÖLDIN https://jbh.is/?p=1263 „Mala domestica…“ https://jbh.is/?p=1307 AÐ GERA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM https://jbh.is/?p=1308 NÚ ER KOMIÐ NÓG https://jbh.is/?p=1309 HVERS VEGNA ALLT ÞETTA HATUR? Fjölskylduböl í fjölmiðlum https://jbh.is/?p=1310

RÉTT SKAL VERA RÉTT: UM MÁLFRELSI OG MEIÐYRÐI

1. MEIÐYRÐAMÁL Með bréfi 9. apríl var RÚV (og Aldísi Schram til vara) gefinn kostur á málalokum utan réttar, þ.e. með því að báðir aðilar bæðust afsökunar á ummælum og viðurkenndu að þau væru röng og drægju þau til baka. Þessu var svarað með þögninni. Þess vegna er meiðyrðamál neyðarúrræði. Ég höfða þetta mál gegn … Continue reading “RÉTT SKAL VERA RÉTT: UM MÁLFRELSI OG MEIÐYRÐI”

Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna. Seinni hluti

Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til “dómstóls götunnar” gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.

Guðlaugur Tryggvi Karlsson – Minning

Hann var sunnlenskur að ætt og uppruna – kenndi sig gjarnan við Tryggvaskála á bökkum Ölfusár – þar sem rísandi höfuðborg Suðurlands er nú að taka á sig mynd. Hann var líka óforbetranlegur hestamaður. Honum dvaldist löngum í hesthúsunum í Víðidal og var ómissandi forsöngvari á hestamannamótum. Og í Landmannaafrétt og Biskupstungna með frændum sínum … Continue reading “Guðlaugur Tryggvi Karlsson – Minning”

EES 30 ára

 52 MILLJARÐAR/ÁRI X 30 ÁR=EES EES er 30 ára í ár. Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum. Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri … Continue reading “EES 30 ára”