Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?

Mútugreiðslur Samherja til að krækja í arðvænlegar veiðiheimildir í Namibíu og feluleikurinn með gróðann á Kýpur og Dubai, ætti að vera Íslendingum ærin ástæða til að líta í eigin barm. Ísland er auðlindahagkerfi. Hvernig er háttað venslum auðjöfranna, sem hafa náð yfirráðum yfir sjávarauðlind þjóðarinnar, við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn? Ef skyggnst er undir yfirborðið, kemur þá ekki á daginn, að það er fleira líkt með skyldum „í Súdan og Grímsnesinu“ en flestir halda við fyrstu sýn?

Hvað á Samfylkingin að gera til að bæta fyrir áorðin mistök og til að ávinna sér traust af verkum sínum?

Fundur var haldinn s.l. laugardag á vegum Landsfélags jafnaðarmanna, sem gengur undir nafninu Rósin, og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, en bæði eru þessi félög í Samfylkingunni.

Fundarefnið var að leita svara við spurnigum sem umbótanefnd Samfylkingarinnar hefur beint til aðildarfélaganna. Spurningarnar snerust um, hvað það væri sérstaklega, sem SF ætti að taka til sín úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og hvaða hlut forystumenn SF ættu í hruninu.

Jón Baldvin var frummælandi á fundinum og hér er hægt að hlusta á erindi hans.

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“ Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – … Continue reading “AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?”

Minning: RAGNA AÐALSTEINSDÓTTIR Á LAUGABÓLI

RAGNA Á LAUGABÓLI var eftirminnileg persóna, hverjum sem henni kynntist. Hún var einstök og engum lík. Skar sig úr hópnum, hvar sem var. Þori ég að segja það sem ég hugsa: Hún var Bjartur í Sumarhúsum í kvenkyni? Hún er fyrirferðarmikil í minningum mínum frá uppvaxtarárunum við Djúp. Það var um miðja síðustu öld. Ég … Continue reading “Minning: RAGNA AÐALSTEINSDÓTTIR Á LAUGABÓLI”

Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?

Kemur fiskur í staðinnn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir –  grundvallarsjónarmið? Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur heitinn Guðmundsson í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum fyrir nokkrum árum. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara –  ærin. Lífsháski Úkraínu-og … Continue reading “Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?”

AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum

Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum  þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi. Ég hóf málþingið … Continue reading “AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum”

“Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða var upphafið að endalokum Sovétríkjanna”

segir Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðaherra Íslands í viðtali við ríkissjónvarpið í Litáen „Ég verð aldrei svo gamall, að ég geti gleymt þeirri lífsreynslu að vera með ykkur í Vilníus þessa örlagaríku daga og nætur í janúar 1991, þegar Rauði herinn hafði fengið fyrirmæli um að brjóta sjálfstæðisbaráttu ykkar á bak aftur með valdi. Þarna … Continue reading ““Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða var upphafið að endalokum Sovétríkjanna””

UM PÓLITÍSKAR DRAUMARÁÐNINGAR OG VERULEIKAFIRRINGU

Kjartan Ólafsson: Um kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn – draumar og veruleiki – stjórnmál í endursýn. Mál og menning. Þetta er mikill doðrantur, 568 bls. í stóru broti, ríkulega myndskreytt. Þótt þarna sé hvergi að finna hugmyndalegt uppgjör við sovéttrúboð og hollustu kommúnistaflokks og sósíalistaflokks, eins og seinna verður vikið að, er engu að síður mikill fengur … Continue reading “UM PÓLITÍSKAR DRAUMARÁÐNINGAR OG VERULEIKAFIRRINGU”