NÚ ER NÓG KOMIÐ

Fjölskyldusaga eftir Bryndísi Schram.
Nú er nóg komið, gott fólk. Nóg af rógi, aðdróttunum, haturskrifum, illsku og lítilmennsku. Ég er kona – eiginkona, móðir, amma, systir og frænka. Ég er meira að segja feministi, að því er ég best veit. Ég hlýt því að eiga rétt á því að bera hönd fyrir höfuð mér og fjölskyldu minni, þegar að henni er veist með ósönnum áburði.

AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum

Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum  þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi. Ég hóf málþingið … Continue reading “AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum”

Ég er einn af þeim… Afmæliskveðja frá Þresti Ólafssyni

Ég er einn af þeim sem stóð að útgáfu og söfnun afmælis heillaóska á bók um framtíð jafnaðarstefnu, aðkomu Íslands að sjálfstæðismálum Eystrasaltsríkjanna og aðild landsins að samningnum um EES. Sú bók er ekki aðeins ómissandi heimild um heimssögulega atburði heldur mikilvægt sýnishorn um stjórnmálahugsun og pólitískan feril Jóns Baldvins. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur ritað ítarlegar og skarpar um stjórnmálahugsjón sína á lýðveldistíma en Jón Baldvin.

Ég er einn af þeim sem ákváðu að hætta við og fresta útgáfu bókarinnar vegna þess að andrúmloftið í samfélaginu var lævi blandið og umræðan um höfundinn drifinn áfram af hatri sem varhugavert er að fara á fjörurnar við.

Sannleikurinn er sagna bestur

Tímaritið Mannlíf birti í febrúar árið 1995 viðtal við systurnar Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, dætur okkar Bryndísar, undir fyrirsögninni: „Þríleikur Baldvinsdætra“. Í viðtalinu beindi blaðamaðurinn, Kristján Þorvaldsson, eftirfarandi spurningu að systrunum: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Snæfríður: „Ég gæti ekki óskað mér betri foreldra“.

Aldís: : „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur … Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur …“

Kolfinna: „… einlægur og tilfinninganæmur …“

Snæfríður: „ …heill og heilbrigður í hugsun …“

Aldís: „… fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur“.

Kolfinna: „Erum við ekki orðnar of væmnar núna, stelpur?“

Aldís: „Sama er mér! Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

The state of the Nordic-Baltic region: A CORE OF STRENGTH AMIDST AVERSE INFLUENCE OF EXTERNAL FORCES – A view from the High North

The prospects for the Nordic-Baltic (8+3) region are radically different from what they looked like in the late 80s and 90s of the last century. It is mostly due to external forces, which are in a flux, rather than due to any outstanding internal failures. Let´s have a look.

When I became personally involved, trying to garner support for the restoration of independence of the Baltic States – in the late 80s and early 90s – most of us retained a healthy dose of optimism for the future.(1) The grounds for our optimism have turned out to be illusive.

Mannréttindahreyfing gegn mismunun

Í fyrri grein var sýnt fram á að ákvörðunarvaldið um fjárfestingar og framkvæmdir er að stærstum hluta í höndum fámenns hóps eigenda fjármagns og fyrirtækja. Valdið á vinnumarkaðnum til að ráða og reka er í höndum sama hóps. Ef stéttarfélög eru veikburða – eða jafnvel ekki til – á vinnandi fólk allt sitt undir valdi vinnuveitenda.

Kosningarnar: FRAMTÍÐIN ER Í ÞÍNUM HÖNDUM

VERSTU MISTÖK Íslendinga eftir Hrun voru að endurreisa óbreytt kerfi. Óbreytt kerfi er þess eðlis, að það malar fjármagnseigendum gull; gerir meirihluta þjóðarinnar að skuldaþrælum fyrir lífstíð; og leiðir til ójafnaðar, sem er umfram þolmark þessa fámenna samfélags. Þess vegna snúast komandi kosningar bara um eina spurningu: Hvaða stjórnmálaöfl eru reiðubúin að taka höndum saman eftir kosningar um að ná fram róttækum kerfisbreytingum.

Í tilefni heiðursdoktors-nafnbótar GRATIAS AGIMUS PER HONOREM (íslensk þýðing)

Heiðraði rektor, forseti senatsins, virðulegu fræðimenn, háttvirtu gestir, dömur mínar og herrar:

Þegar rektor Lærða skólans í Reykjavík – skóla sem rekur rætur sínar til prestaskóla allt aftur á 11. öld – ávarpaði seinasta útskriftarárganginn, sem var fullnuma í bæði latínu og grísku, sagði hann m.a.:

„Mér þykir það leitt, en hér með brautskrái ég seinasta árgang menntaðra manna – (það var engin kona í hópnum) – í sögu þjóðar vorrar“.

Hálfri öld síðar, þegar ég var brautskráður frá þessum sama skóla, hafði fátt, ef nokkuð, breyst. Ég hafði, hrokafullur beturvitringur sem ég var í þá daga, fordæmt úrelta námsskrá og fylgt því eftir með því að segja mig úr skóla. Þann veturinn stundaði ég fátt annað en að lesa Marx, íslenskan skáldskap, tefla skák og spila á píanó.