Þráinn Hallgrímsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndís Schram, umsögn um bókina hennar 070920lokaskj

Óður til lífsins

Bréf til Bryndísar Schram um Brosað gegnum tárin

 -eftir Þráin Hallgrímsson

Ég ætla að hafa þann háttinn á að senda þér lítið letters bréf í tilefni bókar þinnar sem nú er að koma út. Mér finnst það við hæfi. Sendibréf hafa gegnt sérstöku hlutverki allt þitt líf. Frásögn þín byggir oftar en ekki á efni bréfanna.  Það að eiga þessi gömlu samskipti „skjalfest“ í gamaldags sendibréfum er eimitt öryggið fyrir því að það eru þínar tilfinningar og þinn veruleiki sem er dreginn fram og endurspeglar síðan atburðarás og samskipti þín við þína nánustu.

Þetta leiðir mig að öðrum sannindum.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þeir sem ætla segja sögu sína, eigi fyrir alla muni að gera það sjálf/ir. Ekki fá öðrum efnið eða handritið í hendur. Gera þetta sjálf.Brosað gegnum táriner góð bók. Ég hef ýmislegt lesið frá þér á lífsleiðinni en fullyrði nú að þérhefur aldrei tekist betur upp.

Lesa meira

Sigríður Jóhannesdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Einar Benediksson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum, sagði við mig þegar hann fór frá Washington og vitað var að Jón Baldvin myndi verða næsti sendiherra:„Bryndís þarf að kynnast þér“. Ég varð furðu lostin, Bryndís þessi fræga kona, af hverju þurfti hún að kynnast mér, stelpu úr Keflavík sem enginn þekkti. „Jú af því að hún þarf einhvern sem hún getur treyst og þekkir alla staðhætti hér í Washington“. Ég lofaði honum að ég skyldi gera það og þegar þau komu gerði ég boð á undan mér í sendiráðið og tilkynnti að ég vildi eiga fund með þeim.

Ég hitti þau í sendiráðinu einn morgun í nóvember og við áttum góðan fund þar sem við ákváðum að hittast fljótlega. Á þessum tíma átti ég heima í næsta nágrenni við þau og ég varð eins og sagt er „heimilisköttur“ á Kalorama (sendiráðsbústaðnum) og tók virkan þátt í mörgu sem átti sér stað þar næstu fimm árin. Það sem mér er minnistæðast er að frá upphafi tók listunnandinn Bryndís, þá ákvörðun að hún skyldi reyna allt sem í hennar valdi stæði til að kynna íslenska listamenn fyrir Bandaríkjamönnum, listamenn sem bæði voru búsettir á Íslandi, Bandaríkjunum og annars staðar. Hún stóð fyrir uppákomum í bústaðnum fyrir rithöfunda, tónlistarfólk, myndlistamenn og m.a.s. fatahönnuði svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira

Sighvatur Björgvinsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Eitt líf – mörg æviskeið. Sagan hennar Bryndísar Schram.

Nýlega kom í bókaverslanir bókin „Brosað í gegn um tárin“.  Þar rekur Bryndís Schram lífssögu sína.  Sú lífssaga er löng og kemur víða við.  Þetta er saga eins lífs – en saga margra æviskeiða, sem hvert um sig eru hinum ólíkt.  Um margt heillandi lesning, fróðleg lesning en einnig dapurleg og nístandi. Saga einnar mannssálar, sem á að baki sér svo ólíka ævidaga, um margt svo ólíka lífsreynslu, í svo síbreytilegu og gerólíku umhverfi og við svo ólíkan aðbúnað.  Eitt líf – mörg æviskeið.

Ástríkt uppeldi.

Bryndís ólst upp í borgaralegu umhverfi í höfuðstaðnum, Reykjavík. „Í borgaralegu umhverfi“ er ekki sagt í niðrandi merkingu heldur í ljósi þeirra viðhorfa, að fjölskylduna skorti hvorki fæði né klæði, foreldrarnir nutu þess að geta veitt börnum sínum öruggt og gott skjól þar sem hver og einn fékk öll tækifæri til þess að njóta sín og foreldrarnir voru hvarvetna og einætt nærri til þess að geta veitt þann stuðning og þá hlýju, sem þeir veita vildu og þörf væri á.  Þannig var ekki umhverfi allra barna í Reykjavík – síður en svo.  En þannig umhverfi vildum við jafnaðarmenn fá skapað fyrir hverja og eina fjölskyldu.  Öryggi, samheldni, samúð og traust.  Auðvitað naut Bryndís þessara aðstæðna.  Hún dregur enga dul á það í frásögn sinni.  Maðfæddir hæfileikar hennar til náms og til starfa  fengu að njóta sín og til þess að svo mætti verða til fullnustu naut hún stuðnings sinna foreldra og  fjölskyldu.  Ekki í fjármunum heldur í nánd, í orði og í verki.  Fjölskyldunándin var hennar öflugi bakhjarl á öllu hennar fyrsta æviskeiði.

Lesa meira

Petrína Konný Arthúrsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Elsku Bryndís mín,
Var að ljúka við þína dýrmætu, Brosað gegn um tárin, fyrir stuttu, gat ekki lesið nema lítið í einu, annars hefði ég klárað hana í einni lotu.

Ástarþakkir Bryndís mín fyrir yndislega áritun til mín, og takk elskurnar fyrir að koma með hana til mín. Það var ljúft að sjá ykkur, og það er lítið annað sem kemst að í mínum kolli þessa daganna en þið þrjú.

Lesa meira

Ólína Þorvarðardóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Brosað gegnum tárin – heitir þessi bók sem nú er nýkomin út, eftir Bryndísi Schram. Ég las hana í einni lotu. Las hana svo aftur. Ég grét.

„Ung var ég gefin Njáli“ sagði Bergþóra áður en hún gekk með manni sínum inn í eldinn. Þau orð komu mér í hug þegar ég leit fyrstu blaðsíðuna, því Bryndís tileinkar bókina ástinni í lífi sínu, Jóni Baldvin. Líf þeirra tveggja hefur verið einn samþættur strengur í blíð og stríð sextíu ár.

Lesa meira

María Henley: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Aleg er ótrúlegt hvernig fólk nennir að fara eftir lygasögum um Jón Baldvin Hannibalsson. Bæði hann sjálfur og hans frú, hún Bryndís. Þau hafa alla tíð sýnt það besta sem í þeim býr. Það er enginn leikur að vera sendiherra og -frú svo áratugum skiptir.

Hvað sem pólitík ræður þá er varla spurning um það að JBH hefur verið hæfastur ræðumanna fyrir Íslands hönd bæði hér heima og erlendis. Held að fólk ætti að gleyma öfundinni um stund og standa með þessum mikla stjórnmálamanni, á áttræðu, og þá frekar að hjálpa þeim hjónum upp upp upp úr þessu kviksyndi sem þau virðast hafa lent í. Upp upp mín sál….

Elsku Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram – ykkar mun ætíð verða heiðurinn.

Margrét Hrafnsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Takk fyrir að senda mér bókina þína Brosað gegnum tárin elsku Bryndis Schram mín og innilega til hamingju með hana. Ég var að ljúka við lesturinn og gat ekki lagt hana frá mér þar til yfir lauk. Þér er margt til lista lagt og einstök frásagnargáfa/gleði er þér í blóð borin.

Upplifunin við lesturinn var á köflum sem ég sæti með þér um stund í rússíbanareið þar sem skiptist á milli hláturs og gráturs og hættu og mér varð oft þungt fyrir hjarta, jafnvel illt við lesturinn en hér er líka stórskemmtileg frásögn af ævintýralegu lífi og upplifunum og hér eins og ávallt kemurðu til dyranna eins og þú ert klædd og lætur lesandanum það eftir að dæma þig.

Það er bara til ein Bryndís Schram sem langt á undan sinni samtíð hélt út í heim á vit ævintýranna, fann ástina og af einstakri athafnasemi, hugrekki, hæfileikum og breyskleika hreif fólk með sér við leik og störf. Lífshlaup þitt hefur verið öðrum leiðarljós og fyrirmynd og gefið öðrum konum (og körlum) innblástur. Einlægni þín og kjarkur er einstakur.

Farðu vel með þig fyrir mig elsku vinkona — con Bryndis Schram

Styrmir Gunnarsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Kynni okkar Bryndísar Schram hófust haustið 1948, þegar hún settist í 10 ára bekk í Melaskólanum, sama bekk og við Atli Heimir Sveinsson, síðar tónskáld, höfðum verið í frá átta ára aldri. Þá þegar fóru sögur af henni, sökum glæsileika og persónutöfra. Ekkert okkar þriggja vissi þá, að við ættum eftir að verða vinir til æviloka. Við strákarnir héldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá þessari „primadonnu“, sem þá var að verða til. Höfum sennilega verið hræddir við hana og það sama sýndist mér eiga við um menntaskólaárin.

Fyrir skömmu kom út bók eftir Bryndísi, sem heitir Brosað gegnum tárin, sem er eins konar uppgjör hennar við stormasamt líf. Framan af er bókin lifandi og skemmtileg. Svo tekur sársauki og harmleikur við.
Hvort ætli móti okkur öll meira – velgengni eða erfiðleikarnir í lífinu?

Lesa meira

Katrín Gunnarsdóttir Fabbiano: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Þessi fjölskylda á stóran stað í mínu hjarta og frábært veganesti út í heim, sem þau gáfu mér, beint frá Ísafirði til New York…Saknaði krakkanna alveg hrikalega, en ég var i ævintýraleit og hef alltaf haldið sambandi vid Bryndísi sem er eins og KLETTUR i öllum þessum MÁLAFERLUM, SLÚÐRI OG HRÆÐILEGUM MÁLUM.

Lesa meira

Jón Sigurður Norðkvist: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Að hlusta á þessa manneskju er eins og að krjúpa við fætur meistara sem maður treystir 100%. Ef að ég væri dómari og ætti að dæma í málefnum Bryndísar yrði hún fundin sek um eitt atriði:”kærleika”. Á sama tíma og hún segir á umburðarlyndan hátt hvernig við getum verið miskunnarlaus í að rífa í okkur fólk þá segir hún um leið hvernig hægt er að taka á því og snúa vörn í sókn.

Elsku Bryndis Schram þú ert frábær og takk fyrir að koma alltaf til dyranna eins og þú ert klædd og lýsa upp dimma veröld með öllum þínum elegance.