Panódíl handa þjóðhetjum

Ástarsaga Ormstungu. Frumsýnd í Borgarleikhúsinu 9. Febrúar.

Leikendur:
Benedikt Erlingsson
Halldóra Geirharðsdóttir
Höfundar:
Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Peter Engkvist
Leikstjórn: Peter Engkvist
Leikmynd: Hópurinn
Búningar: Hópurinn
Lýsing: Garðar Borgþórsson og Þórður Orri Pétursson
Sýningarstjórn: Christopher Astridge

Það var gaman á þessum árum, þegar Brynja og Erlingur tóku upp á því að byggja „Skemmtihús“ inni í sínum eigin garði í hjarta borgarinnar. Ekkert var þeim ofviða, þessum glaðbeittu hjónum. Þetta skemmtihús varð eins konar ögrun við atvinnuleikhúsin tvö, upplífgandi viðbót við annars heldur fábrotið leiklistarlíf Reykjavíkur. Brynja var engum lík. Hún lét ekki auðveldlega að stjórn, og naut sín best, þegar hún vann sjálfstætt og fór sínar eigin leiðir – bæði frjó í hugsun og hugvitsöm. Gafst aldrei upp.

Lesa meira

„Betri eru tveir en einn“

Borgarleikhúsið frumsýnir: Mýs og menn eftir John Steinbeck

Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Aðstoðarleikstjórn: Jón Atli Jónasson
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Ilmur Stefánsdóttir, Anna Kolfinna Kuran
Tónlist: Davíð Þór Jónsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir

„Betri eru tveir en einn, með því að þeir hafa góð laun fyrir strit sitt. Því að falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur, en vei andstæðingnum sem fellur og enginn annar er til að reisa á fætur“.

Lesa meira

Macbeth

Macbeth í Þjóðleikhúsinu
Leikstjórn: Benedict Andrews
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist: Oren Ambarchi
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson og Oren Ambarchi
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Þýðing: Þórarinn Eldjárn


Macbeth er ódauðlegt verk og á jafnmikið erindi við okkur í nútímanum og það átti, þegar það var skrifað, seint á 16. öld

Sagan af Macbeth er einhver magnaðasta draugasaga allra tíma. Það er mjög við hæfi að flytja hana á þessum tíma árs, þegar myrkrið grúfir yfir, kolsvart og ógnvekjandi. Myrkriðminnir okkur stöðugt á, hvað við megum okkur lítils í stríði við náttúruöflin. Það eru þau, semspinna okkur lífsþráð, skapa okkur örlög, sem engu þyrma og verður ekki haggað, hvað sem á gengur. Örlögin eru óumflýjanleg. Þannig voru örlög Macbeths líka óumflýjanleg. En hann stóð í þeirri trú, að hann gæti hagrættörlögunum sér í hag. Og í því var fall hans falið.

Lesa meira

Zombiljóðin: Lifandi dauð

Borgarleikhúsið frumsýnir ZOMBILJÓÐIN eftir: Mindgroup í leikstjórn Mindgroup
Leikmynd gerði: Mindgroup
Tónlist stjórnar: Mindgroup
Lýsingu annast Kjartan Þórisson og Mindgroup
Stjórn sýningar: Haraldur Björn Halldórsson
Leikarar: Mindgroup

Mindgroup skipa:
Halldóra Geirmundsdóttir
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eyjólfsson


Zombiljóðin

Svona eftir á að hyggja, hefði leikhúsið átt að setja gestum sínum fyrir að lesa leikskrána, áður en þeir gengu í salinn. Ella er hætt við, að þeir botni ekki upp eða niður í því, sem fram fer á sviðinu – fyrr en vonandi eftir á. Enda sagði gamalreyndur leikhúsmaður við mig, um leið og við gengum í salinn: “Ég ætla ekki að óska þér ekki góðrar skemmtunar í kvöld, Bryndís, heldur bara …”

Lesa meira

Hedda Gabler: Uppreisn í stássstofunni

Þjóðleikhúsið frumsýnir HEDDA GABLER eftir Henrik Ibsen
Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir
Þýðing og dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Tónlist: Barði Jóhannsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsso


Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki sínu

Þóra biskupsdóttir, sem Sigrún Pálsdóttir, sagnfræðingur, gerði svo skemmtileg skil í bók, sem kom út fyrir síðastu jól, og Hedda Gabler voru nokkurn veginn samtímakonur. Fæddar um miðbik nítjándu aldar, hefðarkonur, aldar upp í smábæ, “þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu, þótt undir niðri ríki einhvers konar stríðsástand”. Báðar þessar konur virðast eiga erfitt með að sætta sig við þær þröngu skorður, sem smáborgaralífið setur þeim. Þær hafna kröfum samfélagsins, eru ófullnægðar og dreymir um frelsi – annars konar líf.

Lesa meira

Ljótleikur MH: Hart er í heimi

Leikfélag Menntaskólans í Hamrahlíð
Sýndur í Eyjarslóð 3
Höfundar: Bjartmar Þórðarson og nemendur hans
Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson
Danshöfundur: Ásgeir Helgi Magnússon
Ljósahönnuður: Torfi Geir Símonarson
Höfundur tónlistar: Jón H. Geirfinnsson
Nemendur sáu jafnframt um hönnun og smíði leikmyndar, þau saumuðu búninga, sömdu tónlist og förðuðu hvert annað.


Frá Leiklistarfélagi MH

Mér fannst eins og þetta gæti verið gamalt frystihús – eða kannski bara vinnslusalur í frystihúsi. Hér hafa hugsanlega einhvern tíma staðið örþreyttar konur og pillað rækjur eða flakað þorsk til útflutnings. En það er liðin tíð. Nú er hér ekkert nema ísköld gólf og snjakahvítir veggir. Birtan er bláföl – eiginlega líkföl. Ósjálfrátt dreg ég fæturna undir mig og hneppi að mér kápunni til að halda á mér hita. Er þetta fyrirboði um það sem koma skal? Ljótleikur heitir það.

Lesa meira

Verk Íslenska dansflokksins Sinnum þrír: Allt á réttri leið

Íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu:
Sinnum þrír
Heilabrot
White for Decay
Grossstadtsafar


Úr verkinu White for Decay

Fyrsta verkið á sýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu að þessu sinni heitir Heilabrot. Og það má segja, að höfundarnir, Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir, brjóti svo sannarlega heilann. Efnið er dregið beint út úr hversdagleikanum, hugleiðingar um tilgang lífsins í gerviveröld og leitina að hamingjunni. Meinfyndið verk, sem vekur upp áleitnar spurningar um tilganginn með þessu öllu saman.

Lesa meira

Af draumórum og daðurrósum – Draumur á Jónsmessunótt

Herranótt í Norðurpólnum setur upp Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare
Leikstjóri: Gunnar Helgason
Útlitshönnun: Kristína Berman
Aðstoðarleikstjóri: Helga Hvanndal Brjánsdóttir
Tónlist: Kristján Norland
Leikendur: Nemendur í Menntaskólanum í Reykjaví


MR

Þrátt fyrir að eiga upptök sín í plastinu er Norðurpóllinn hálfgerður ævintýraheimur. Hver ranghalinn á fætur öðrum, ljóstýrur í dularfullum skúmaskotum og lágvært öldugjálfur við túnfótinn. Mjög viðeigandi entrée að ævintýrinu, sem Shakespeare skrifaði fyrir okkur endur fyrir löngu um dintótta bokka og daðrandi heilladísir, sem hafa nautn af því að stríða mannfólkinu og koma því í bobba.

Lesa meira

Stríðssagan Allir synir mínir: Meistaraverk Millers

Þjóðleikhúsið frumsýnir: Allir synir mínir eftir Arthur Miller
Þýðing: Hrafnhildur Hagalín
Leikjstóri: Stefán Baldursson
Leikmynd: Grétar Reynisson
Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Björn Thors, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Vidís Hrefna Pálsdóttir, Hringur Ingvarsson og Grettir Valsson


Frá Þjóðleikhúsinu

Ég bjó í Bandaríkjunum um fimm ára skeið fyrir og eftir seinustu aldamót. Þá var Arthur Miller enn á lífi, háaldraður maður, fæddur árið 1915. Öðru hverju birtust viðtöl við öldunginn í tímaritum og helgarblöðum, þar sem hann var enn að láta gamminn geysa og velta sér upp úr spurningum um mannleg gildi, samfélagslega ábyrgð, réttlæti, ranglæti, sekt og sakleysi. Hann var hápólitískur, ástríðufullur – og enn uppfullur af gagnrýni á bandarískt samfélag.

Lesa meira

Svikarinn – Afhjúpun

Leikfélagið Lab Loki frumsýnir í Tjarnarbíói:

Svikarinn
Leikverk eftir Árna Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson.
Byggt á verkum Jean Genet, einkum Vinnukonunum.

Leikari: Árni Pétur Guðjónsson
Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson
Búningar og útlit: Filippía Elíasdóttir
Tónlist og lýsing: Garðar Borgþórsson
Framkvæmda- og fjármálastjórn: Birna Hafstein

Afhjúpun

Jean Genet og Árni Pétur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að ganga fram af fólki, hneyksla, ofbjóða – eða eigum við kannski að nota orðið hrista upp í – með eftirminnilegum hætti. Það gerði alla vega Árni Pétur þessa nótt, sem ég hitti hann fyrst vestur á Ísafirði fyrir mörgum mörgum árum. Og mér finnst eiginlega, núna þegar ég lít til baka, að gjörningur hans á þeirri stundu hafi verið eins konar forleikur að því, sem hann nú býður upp á í Tjarnarbíói fjörutíu árum seinna.

Lesa meira