Það var gaman á þessum árum, þegar Brynja og Erlingur tóku upp á því að byggja „Skemmtihús“ inni í sínum eigin garði í hjarta borgarinnar. Ekkert var þeim ofviða, þessum glaðbeittu hjónum. Þetta skemmtihús varð eins konar ögrun við atvinnuleikhúsin tvö, upplífgandi viðbót við annars heldur fábrotið leiklistarlíf Reykjavíkur. Brynja var engum lík. Hún lét ekki auðveldlega að stjórn, og naut sín best, þegar hún vann sjálfstætt og fór sínar eigin leiðir – bæði frjó í hugsun og hugvitsöm. Gafst aldrei upp.
Panódíl handa þjóðhetjum
Ástarsaga Ormstungu. Frumsýnd í Borgarleikhúsinu 9. Febrúar.
Leikendur:
Benedikt Erlingsson
Halldóra Geirharðsdóttir
Höfundar:
Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Peter Engkvist
Leikstjórn: Peter Engkvist
Leikmynd: Hópurinn
Búningar: Hópurinn
Lýsing: Garðar Borgþórsson og Þórður Orri Pétursson
Sýningarstjórn: Christopher Astridge