
Mary Poppins
Ég er af þeirri kynslóð dansara, sem var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum (þann áttunda var ég flutt vestur á Ísafjörð). Guðlaugur Rósinkranz, (Vestfirðingur með meiru og hið mesta ljúfmenni), réð ríkjum í Þjóðleikhúsinu, og það var hann sem fann upp það snjallræði að setja á svið amríska söngleiki og laufléttar óperettur í lok hvers leikárs – sem gerðu slíka lukku, að fjárhag hússins var borgið langt fram í tímann. Ég man þær varla upp að telja – Nitouche, Káta ekkjan, Sumar í Tyrol, Kysstu mig Kata, My Fair Lady, Stöðvið heiminn, Táningaástir… Gleymi ég kannski einhverri? En þetta var dásamlegur tími (þrátt fyrir prófannir í MR og víðar). Fullt hús á hverju kvöldi.