Greinasafn

2018
 »apríl

 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
 »desember
 »nóvember
 »október
 »september
 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

11.4.2018
FRÆGÐARFRÍKIÐ OG HIÐ FORBOÐNA
Bryndís Schram skrifar um leikhús:
HANS BLÆR eftir Eirík Örn Norðdahl
Leikhópurinn Óskabörn ógæfunnar í Tjarnarbíói, miðvikudaginn 11. Apríl, 2018
Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson
Leikmynd, búningar og gervi: Brynja Björnsdóttir
Hljóð: Áslákur Ingvarsson
Lýsing: Arnþór Þórsteinsson og Kjartan Darri Kristjánsson
Vídeó: Roland Hamilton
Búningar: Enóla Ríkey
Guðssending: Sveinn Óskar Ásbjörnsson
Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sara Marti Guðmundsdóttir, Kjartan Darri Kjartansson

Eiríkur Örn Norðdahl er sér á parti. Engum líkur. Hann hefur sýnt það í fyrri verkum sínum – jafnt í sögum sem ljóðum – að hann þorir, þegar aðrir þegja. Hann skirrist einskis, hlífir engu. Afhjúpar og ögrar með stæl. Ef þér er auðveldlega ofboðið, er kannski best að halda sig fjarri. Höfundinum er nefnilega ekkert heilagt. Venjuviska og vanahugsun eru fyrstu fórnarlömb háðfuglsins. Ef það er í lagi þín vegna, þá skaltu láta slag standa og hlusta á það sem frægðarfríkið (nýyrði fyrir „media celebrity“) Hans Blær, hefur að segja við áhorfendur í Tjarnarbíói. Þetta er ósvikin skemmtun.

Lesa meira 

24.3.2018
Commedia dell Arte
Bryndís Schram fjallar um Sýninguna sem klikkarsem var frumsýnd í Borgarleikhúsinu þann 24. mars s.l.
Höfundar: Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields
Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir
Leikmynd og búningar: Helga I.Stefánsdóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikgervi: Helga I. Stefánsdóttir og Margrét Benediktsdóttir
Leikendur:
Bergur Þór Ingólfsson
Davíð Þór Katrínarson
Hilmar Guðjónsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
Hjörtur Jóhann Jónsson
Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Lesa meira 

22.3.2018
Hefur eitthvað breyst?
Leiklestur Í Hannesarholti: Hvað er í blýhólknum?
Höfundur: Svava Jakobsdóttir
Stjórnandi: Þórhildur Þorleifsdóttir
Persónur og leikendur:
Guðbjörg Thoroddsen,
Anna Einarsdóttir,
Jón Magnús Arnarsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir,
Arnar Jónsson,
Sigurður Skúlason,
Hanna María Karlsdóttir

Um þessar mundir eru nákvæmlega fimmtíu ár síðan stúdentar við Sorbonne háskóla gerðu byltingu og hættu ekki fyrr en París logaði í óeirðum og götubardögum – einhverjum þeim mestu í sögu borgarinnar. Verkamenn lögðu niður vinnu, flykktust út á götur til liðs við námsmennina og heimtuðu frelsi, jafnrétti og bræðralag. Konur fóru líka út á götu, steyttu hnefann og æptu: við erum líka manneskjur! Simone de Beauvoir var í fararbroddi, boðberi nýrra tíma hinnar frjálsu konu.

Lesa meira 

19.3.2018
ROCKY HORROR: FRELSUN EÐA FORDJÖRFUN?
Bryndís Schram fjallar um sýningu Borgarleikhússins:
ROCKY HORROR SHOW sem frumsýnt var 17. Mars
Höfundur: Richard O´Brian Íslenskur texti: Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Marta Nordal Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elíasdóttir Lýsing: Björn Bersteinn Guðmundsson Leikgervi: Filippía I. Elíasdóttir og Elín S. Gísladóttir

Það var einhver óræð eftirvænting í loftinu þetta kvöld. Allir svo glaðir, brosandi út að eyrum, staðráðnir í að skemmta sér, sleppa fram af sér beislinu. Rocky Horror rétt ófæddur.

Lesa meira 

24.2.2018
Þau slógu í gegn
Bryndís Schram fjallar um sirkussöngleikinn Slá í gegn sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu 24. febrúar.

Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson
Tónlist: Stuðmenn
Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson
Danshöfundur: Chantell Carey
Tónlistarstjórn: Vignir Snær Vigfússon
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson

Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Jón Gnarr, Sigurður Þór Óskarsson, Séra Baddi, Esther Talía Casey, Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson, Birgitta Birgisdóttir, Þórey Birgisdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Bjarni Snæbjörnsson

Dansarar: Julietta Louste, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hjörtur Viðar Sigurðsson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð

Sirkuslistafólk: Nicholas Arthur Candy, Harpa Lind Ingadóttir, Sindri Dego

Hljómsveit: Vignir Snær Vigfússon, Karl Olgeirsson, Helgi Reynir Jónsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Róbert Þórhallsson, Aron Steinn Ásbjarnarson

Lesa meira 

22.2.2018
Beint í æð
Bryndís Schram fjallar um leikritið Kvennaráð, sem Leikhúslistakonur 50+ flytja í Hannesarholti þann 22. og 25.þ .m.
Höfundur: Sella Páls
Flytjendur: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Guðrún Þórðardóttir
Lieu Thúy Nge
Stjórnandi: Sveinn Einarsson

Heimsókn í Hannesarholt er sögustund. Ilmur liðinna tíma berst okkur að vitum. Brakið í gólfunum er bæði skáldlegt og traustvekjandi, gamlir lúnir stólar bjóða gestum til sætis. Útskorin borð, handofin teppi og gamlar myndir á veggjum gera húsið bæði heimilislegt og aðlaðandi. Þarna er fortíðin samankomin undir einu þaki og vekur upp minningar um eitthvað, sem aldrei kemur til baka – er horfið í aldanna skaut. En fortíðin verður ekki umflúin. Og sá sem ekki þekkir eigin sögu, á enga framtíð heldur.

Lesa meira 

19.2.2018
FARANDLEIKHÚS Í FJARKENNSLU
Bryndís Schram fjallar um sýningu Gaflaraleihússins, Í skugga Sveins
Handrit og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: Eyvindur Karlsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals Grímur, leikgervi og förðun: Vala Halldórsdóttir Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson
Leikarar:
Karl Ágúst Úlfsson Kristjana Skúladóttir Eyvindur Karlsson

Það er alveg satt, sem einhver hafði á orði um daginn, að þótt Íslendingar standi sig illa í Pisa-könnunum og geti, að sögn, hvorki lesið sér til gagns né leyst stærðfræðiþrautir, þá virðast þeir búa yfir óvenjulegri sköpunarþörf – ástríðu sem finnur sér birtingarform í tónlist, myndlist, leiklist – jafnvel í klæðaburði, framkomu, hispurleysi, áræði....

Þessi gróska í mannlífinu vekur strax athygli erlendra gesta – þ.e.a.s. ef þeir gefa sér einhvern tíma til að glugga í samfélagið, í stað þess að glápa upp í himininn í leit að norðurljósum. Þúsundir Air-Waves-gesta vitna um þetta. Og ef þeir skildu nú tungumálið okkar líka, þá yrðu þeir enn meira hissa, því að hér spretta upp leikhús eins og blóm á vori. Mönnum liggur mikið á hjarta, og vilja láta til sín taka í þjóðfélagsumræðunni. Koma sínum skoðunum á framfæri, breyta þjóðfélaginu. Gera lífið betra og heilbrigðara. Því að leikhúsið er í sjálfu sér skóli , vettvangur þjóðfélagsumræðu, eins konar spegilmynd af þjóðfélaginu hverju sinni.

Lesa meira 

16.2.2018
Karlmannslaus í kulda og trekki. Bryndís Schram skrifar um Lóaboratoríum
Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir.
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Friðrika Sæmundsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.
Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir.
Lýsing: Valdimar Jóhannsson.
Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson.
Sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir.
Teikningar: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Ljósmyndun: Þorbjörn Þorgeirsson.

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 26. febrúar.

Lesa meira 

9.2.2018
Að leika ljóð
Bryndís Schram fjallar um leiksýninguna Ahhh... í Tjarnarleikhúsinu,
sem frumsýnt var þann 9. febrúar s.l. byggt er á textum og ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur.

Leikstjóri: Charlotte Böving
Leikmynda- og búningahönnun:Þórunn María Jónsdóttir
Tónlistarstjórn: Helgi Svavar Helgason
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir
Tæknileg aðstoð: Stefán Ingvar Vigfússon
Leikendur: Albert Halldórsson Guðmundur, Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir og Laufey Elíasdóttir

Lesa meira 

15.1.2018
Þrotlaust útkall
Bryndís Schram skrifar um Himnaríki og helvíti, eftir Jón Kalmann Stefánsson. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 11. janúar, 2018.

Listrænir stjórnendur:
Leikgerð: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Egill Heiðar Anton Pálsson
Leikmynd og kvikmynd: Egill Ingibergsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Frumsamin tónlist og og hljóðmynd: Hjálmar H. Ragnarsson
Teikningar og kvikun: Þórarinn Blöndal
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi: Helga I. Stefánsdóttir og Árdís Bjarnþórsdóttir
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir og Vigdís Perla Maack
Leikarar:
Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
Bergur Þór Ingólfsson
Valur Freyr Einarsson
Hannes Óli Ágústsson
Haraldur Ari Stefánsson
Björn Stefánsson
Pétur Eggertsson
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

„Orðin okkar eru eins konar björgunarsveitir í þrotlausu útkalli, þær eiga að bjarga liðnum atburðum og slokknuðum lífum undan svartholi gleymskunnar, og það er alls ekki smátt hlutverk,“ segir höfundur í upphafi fyrstu bókar.

Lesa meira