Sólrúnir, grein eftir Bryndísi Schram

Hún er komin heim. Hvur? Hún Sólrún, þú veist. Hún var oddviti annars stjórnarflokksins sem rústaði þjóðfélagið í hruninu – manstu? Og það var hún sem sagði svo eftirminnilega við tíu þúsund fjölskyldur, sem misstu allt sitt í hruninu: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Orðin svíða. Þau sitja eftir í þjóðarminninu.

En hefur ekki þjóðin fyrirgefið henni fyrir löngu? Alla vega þeir sem tala í hennar nafni? Þeir hafa tilnefnt Sólrúnu sem fulltrúa þjóðarinnar hjá alþjóðaelítunni, á skattfrjálsum ofurlaunum. Hún verður jú að vera landi og þjóð til sóma, ekki satt?

Hvað er hún að gera? Fyrst var hún víst að kenna þeim kvenréttindi í Kabúl. Að vísu fylgir það sögunni að hún hafi helst ekki hætt sér út fyrir amrísku herstöðina, sem hélt yfir henni verndarhendi. En þeim veitti nú ekki af því að heyra hana tala um kvenréttindin, körlunum þeim.

Lesa meira

Sannleikurinn er sagna bestur

Tímaritið Mannlíf birti í febrúar árið 1995 viðtal við systurnar Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, dætur okkar Bryndísar, undir fyrirsögninni: „Þríleikur Baldvinsdætra“. Í viðtalinu beindi blaðamaðurinn, Kristján Þorvaldsson, eftirfarandi spurningu að systrunum: „En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Snæfríður: „Ég gæti ekki óskað mér betri foreldra“.

Aldís: : „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur … Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur …“

Kolfinna: „… einlægur og tilfinninganæmur …“

Snæfríður: „ …heill og heilbrigður í hugsun …“

Aldís: „… fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur“.

Kolfinna: „Erum við ekki orðnar of væmnar núna, stelpur?“

Aldís: „Sama er mér! Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

Þessi ummæli lýsa óneitanlega vinarþeli og ástúð dætranna í garð föður síns. Ekki síst Aldísar. Og þetta er árið 1995. Hvað hefur breyst? Í forsíðuviðtali við DV (11.-13. okt. 2013) – átján árum síðar – kærir Aldís föður sinn fyrir kynferðislega áleitni við sig og dóttur sína, systur sínar, frænkur og vinkonur og lýsir honum sem siðlausu dusilmenni. Í viðtali við Sigmar Guðmundsson á RÚV – rás 2 fimmtudaginn 18. janúar sl. endurtekur hún allar þessar ásakanir og gott betur.

Lesa meira

Sjúkt þjóðfélag, grein eftir Bryndísi Schram

Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því.

Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði.

Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES. – Og eitt í viðbót, sem ég var næstum búin að gleyma. Virtur lögmaður stóð fyrir því að þjófkenna mig. Ég var sökuð um að hafa látið fjármálaráðuneytið borga 50 ára afmæli mitt – í skjóli skjalafölsunar. Málið velktist í kerfinu meira en áratug og fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Málið vakti mikla reiði og hneykslun.

Lesa meira

Vörn fyrir æru

„Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd, sem fjölmiðlar draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur… Akkúrat það sem hann er ekki. Hann er hlýr, skilningsríkur…fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur…….má hann ekki einhvers staðar njóta sammælis?“ (Aldís Baldvinsdóttir, í viðtali við Kristján Þorvaldsson í tímaritinu Mannlífi, febrúar 1995)

Þann 21. febrúar, n.k. stóð til að fagna áttræðisafmæli mínu í góðra vina hópi. Gamlir samherjar vildu beita sér fyrir útgáfu afmælisrits um arfleifð jafnaðarstefnunnar og erindi hennar við komandi kynslóðir. Einnig var áformað að efna til málþings með þátttöku erlendra stjórnmála- og fræðimanna um sama efni. Ritnefndarmenn leituðu til vina og velunnara – en einnig pólitiskra andstæðinga – eftir fyrirframáskrift, sem staðfest væri á heillaóskaskrá, eins og algengt er við áþekk tækifæri.

Þetta var komið vel á veg. En þegar fór að kvisast út um þessi áform, þóttust aðstandendur verksins verða verða varir við draugagang, sem erfitt var að henda reiður á. Menn fóru að mælast undan því, að nöfn þeirra birtust á heillaóskaskrá, þótt þeir lýstu áhuga á bókinni og vildu gjarnan kaupa hana. Sumir, sem höfðu þegar skráð sig, báðu um, að nöfn þeirra yrðu dregin til baka.

Lesa meira

Án dóms og laga

Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann.

Þessar sögur eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti. Það bíður síns tíma að leiðrétta það, m.a. af eftirfarandi ástæðum:

Meginástæðan er sú, að söguberar eru ýmist í nánum fjölskyldutengslum við okkur Bryndísi eða nánir vinir elstu dóttur okkar. Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum. Við stefnum dóttur okkar ekki fyrir dóm – lái okkur hver sem vill.

En hver er þá okkar ábyrgð á fjölskyldubölinu, sem mér er svo tíðrætt um? Ætlum við að skella allri skuld af ógæfu fjölskyldunnar á aðra? Er þetta virkilega allt öðrum að kenna? Því fer fjarri. Sjálfur ber ég þunga sök af því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu Bryndísar. Bréfaskipti mín við Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar, þegar hún var 17 ára, voru hvort tveggja með öllu óviðeigandi og ámælisverð. Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar.

Lesa meira

Sigurður E Guðmundsson; Minning

„Þú heldur áfram þegar ég er farinn“. Þetta sagði Aldís Pála, kona Sigurðar, við mann sinn skömmu áður en hún lést árið 2007. Hún var að vísa til magnum opus Sigurðar – kórónunnar á ævistarfi hans: „Öryggi þjóðar – frá vöggu til grafar -. Þetta er heitið á stórvirki, um uppruna og sögu velferðarþjónustu á Íslandi frá lokum 19du aldar til loka seinni heimstyrjaldar, sem Sigurður hefur unnið sleitulaust að s.l. áratug, allt til hinsta dags.

Sigurður stóð við þetta áheit konu sinnar. Skömmu eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, eftir tæplega 30 ára starfsferil þar, bjó hann um sig á Þjóðarbókhlöðunni. Þar sat hann löngum stundum umkringdur stöflum af þingmálum, lagabálkum, skýrslum og greinagerðum um það, hvernig fátækt fólk var smám saman leyst úr fjötrum örbirgðar og öryggisleysis, fyrir tilverknað vaknandi verkalýðshreyfingar og hins pólitíska arms hennar, flokks íslenskra jafnaðarmanna.

Lesa meira

Lithuania´s Bar Association

A speech given at a Gala dinner of the Lithuanian Bar Association, December 7th, 2018, in Vilnius on the occation of the 100th Anniversary of the Association.

Let me be a bit personal in what I am going to say to you here tonight.

I was born and raised in a small fishing village in North-Western Iceland, hinging on the Arctic cirle. The winters are dark. The summers are bright – and we have learnt to adapt our way of life to the rythm of the seasons. Most men are out at sea, most of the time. Every young boy´s dream is to become a captain on his own boat. I never made it – apart from summerjobs on trawlers – to finance my university education. The women take care of most things on land, from bringing up the children to running the daily business. To survive in those surroundings you have to be self-reliant and – stubborn.

My father had studied in Denmark at a Teachers´Training College. When he returned back home – at the outbreak of the Great Depression – he started an elementary school for poor children. In times of high unemployment most families could not afford to send their kids to school.

Continue reading

„Þetta er þvílík skíta framkoma [ESB]“

Viðtal sem Útvarp saga og Silfur Egils hafa átt við Jón Baldvin Hannibalsson, um evrópumál og þriðja orkupakkann, hljóta að teljast mjög merkileg og söguleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem þessi forgöngumaður fyrir því að við gegnum í EES og lengi vel talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið, hefur að segja núna um þriðja orkupakkann og inngöngu í ESB. Jón Baldvin var í viðtali í Silfri Egils í dag, sunnudag, og óhætt er að segja að svo virðist sem talsmenn þess að við innleiðum þriðja orkupakka ESB séu lamaðir eins og er. Sérstaklega er eftir því tekið að fréttastofa Ríkisútvarpið / sjónvarp, fréttastofa Stöðvar2 og Fréttablaðsins, sem hingað til hafa verið mjög hliðhollar þeim sem boða aðild að Evrópusambandinu og því að við samþykkjum þriðja orkupakkann, hvað þessir miðlar eru þöglir yfir þessu merkilega viðtali við Jón Baldvin. Sömu fjölmiðlar höfðu líka uppi áróður um að Íslendingar ættu að samþykkja ice-save samningana á sínum tíma.

Í þessum viðtölum, á Sögu og í dag í Silfri Egils, talar Jón alveg skýrt, að ef við höfnum þriðja orkupakkanum þá hefur það engar afleiðingar fyrir Íslendinga því það er skrifað inn í samninginn að Íslendingar hafi fullan rétt til að hafna tilskipunum ESB. Þetta er alveg kristaltært í svari Jóns Baldvins við spurningunni um hvort höfnun muni leiða til þess að ESB segi upp EES samningnum, þá er svar Jóns stutt og lag gott: „NEI!“…

Sjá nánar á skinna.is.