Hvað er hún að gera? Fyrst var hún víst að kenna þeim kvenréttindi í Kabúl. Að vísu fylgir það sögunni að hún hafi helst ekki hætt sér út fyrir amrísku herstöðina, sem hélt yfir henni verndarhendi. En þeim veitti nú ekki af því að heyra hana tala um kvenréttindin, körlunum þeim.
Sólrúnir, grein eftir Bryndísi Schram
Hún er komin heim. Hvur? Hún Sólrún, þú veist. Hún var oddviti annars stjórnarflokksins sem rústaði þjóðfélagið í hruninu – manstu? Og það var hún sem sagði svo eftirminnilega við tíu þúsund fjölskyldur, sem misstu allt sitt í hruninu: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Orðin svíða. Þau sitja eftir í þjóðarminninu.
En hefur ekki þjóðin fyrirgefið henni fyrir löngu? Alla vega þeir sem tala í hennar nafni? Þeir hafa tilnefnt Sólrúnu sem fulltrúa þjóðarinnar hjá alþjóðaelítunni, á skattfrjálsum ofurlaunum. Hún verður jú að vera landi og þjóð til sóma, ekki satt?