Sigurður E Guðmundsson; Minning

„Þú heldur áfram þegar ég er farinn“. Þetta sagði Aldís Pála, kona Sigurðar, við mann sinn skömmu áður en hún lést árið 2007. Hún var að vísa til magnum opus Sigurðar – kórónunnar á ævistarfi hans: „Öryggi þjóðar – frá vöggu til grafar -. Þetta er heitið á stórvirki, um uppruna og sögu velferðarþjónustu á Íslandi frá lokum 19du aldar til loka seinni heimstyrjaldar, sem Sigurður hefur unnið sleitulaust að s.l. áratug, allt til hinsta dags.

Sigurður stóð við þetta áheit konu sinnar. Skömmu eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, eftir tæplega 30 ára starfsferil þar, bjó hann um sig á Þjóðarbókhlöðunni. Þar sat hann löngum stundum umkringdur stöflum af þingmálum, lagabálkum, skýrslum og greinagerðum um það, hvernig fátækt fólk var smám saman leyst úr fjötrum örbirgðar og öryggisleysis, fyrir tilverknað vaknandi verkalýðshreyfingar og hins pólitíska arms hennar, flokks íslenskra jafnaðarmanna.

Lesa meira

Lithuania´s Bar Association

A speech given at a Gala dinner of the Lithuanian Bar Association, December 7th, 2018, in Vilnius on the occation of the 100th Anniversary of the Association.

Let me be a bit personal in what I am going to say to you here tonight.

I was born and raised in a small fishing village in North-Western Iceland, hinging on the Arctic cirle. The winters are dark. The summers are bright – and we have learnt to adapt our way of life to the rythm of the seasons. Most men are out at sea, most of the time. Every young boy´s dream is to become a captain on his own boat. I never made it – apart from summerjobs on trawlers – to finance my university education. The women take care of most things on land, from bringing up the children to running the daily business. To survive in those surroundings you have to be self-reliant and – stubborn.

My father had studied in Denmark at a Teachers´Training College. When he returned back home – at the outbreak of the Great Depression – he started an elementary school for poor children. In times of high unemployment most families could not afford to send their kids to school.

Continue reading

„Þetta er þvílík skíta framkoma [ESB]“

Viðtal sem Útvarp saga og Silfur Egils hafa átt við Jón Baldvin Hannibalsson, um evrópumál og þriðja orkupakkann, hljóta að teljast mjög merkileg og söguleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem þessi forgöngumaður fyrir því að við gegnum í EES og lengi vel talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið, hefur að segja núna um þriðja orkupakkann og inngöngu í ESB. Jón Baldvin var í viðtali í Silfri Egils í dag, sunnudag, og óhætt er að segja að svo virðist sem talsmenn þess að við innleiðum þriðja orkupakka ESB séu lamaðir eins og er. Sérstaklega er eftir því tekið að fréttastofa Ríkisútvarpið / sjónvarp, fréttastofa Stöðvar2 og Fréttablaðsins, sem hingað til hafa verið mjög hliðhollar þeim sem boða aðild að Evrópusambandinu og því að við samþykkjum þriðja orkupakkann, hvað þessir miðlar eru þöglir yfir þessu merkilega viðtali við Jón Baldvin. Sömu fjölmiðlar höfðu líka uppi áróður um að Íslendingar ættu að samþykkja ice-save samningana á sínum tíma.

Í þessum viðtölum, á Sögu og í dag í Silfri Egils, talar Jón alveg skýrt, að ef við höfnum þriðja orkupakkanum þá hefur það engar afleiðingar fyrir Íslendinga því það er skrifað inn í samninginn að Íslendingar hafi fullan rétt til að hafna tilskipunum ESB. Þetta er alveg kristaltært í svari Jóns Baldvins við spurningunni um hvort höfnun muni leiða til þess að ESB segi upp EES samningnum, þá er svar Jóns stutt og lag gott: „NEI!“…

Sjá nánar á skinna.is.

Pabbi, grein eftir Glúm Baldvinsson

Maðurinn er með óbilandi sjálfstraust. Líklega stafar það að stórum hluta af því að hann vissi frá fjögurra ára aldri hvað hann vildi í lífinu. Pólitík. Breyta heiminum.
Hann fann ástríðuna fyrir lífinu og uppfrá því var ekki aftur snúið.

Dæmi: Hann las Marx fyrir tólf ára aldur og gerðist kommúnisti af lífi og sál. Taldi síðar að Laxness hefði blekkt sig ungan til að trúa að það væri lausnin á samvistum manna í samfélagi.

Annað dæmi: Sextán ára rak hann kosningabaráttu mömmu sinnar sem Hannibal hafði att í prófkjör gegn bróður hennar, Friðfinni Ólafssyni, krata, í einhverju kjördæmi fyrir vestan. Gekk hann svo harkalega fram að hann skrifaði fjölda kosningablöðunga fyrir mömmu í viku hverri og bar nokkuð á níði á andstæðingnum sem móðir hans þó elskaði. Hún elskaði mann sinn þó öllu meir. Eitt sinn þegar Jón Baldvin sextán ára var að skila baráttumálgagni sínu og móður hennar til prentsmiðju á Ísafirði hitti hann frænda sinn Friðfinn sem var þar í sömu erindagjörðum. Þá hafði Friðfinnur uppi þessi orð: Ill var þín fyrsta ganga frændi. Töluðust þeir svo ekki við í áratug eða meira. Seinna urðu þeir mestu mátar og segir faðir minn hann fyndnasta, skemmtilegasta mann sem uppi hafi verið á Íslandi.

Lesa meira

KOMIN HEIM Í HEIÐARDALINN, viðtal Jónasar Jónasarsonar við JBH og BS

Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi. Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi.

-Hvernig var að koma heim?
Bryndís lítur af mér og horfir litla stund þögul á hann Jón sinn, kannski eins og hún sé að bíða eftir því að hann svari fyrst, en hann brosir bara út í annað og þegir. Kannski er þögnin merki til Bryndísar um að tala, samsæri þagnarinnar er óþarft núna. Þau eru ekki lengur sendiherrahjón með þagnarskyldu.
Bryndís hallar sér fram og krossleggur langa píanistafingur, stór hringur áberandi vottur um dýran smekk. Um háls hennar er eins konar skrautkeðja sem fer vel við dökkan kjólinn, andlitið eitt varlegt bros sem síðan hverfur vegna alvöruþunga orðanna. Hér talar fyrrverandi sendiherrafrú Íslands í Bandaríkjunum og Finnlandi.
“Það var mikið áfall að koma heim!”

Lesa meira