FRAMTÍÐ SKOTLANDS EFTIR BREXIT

Laugardaginn 29. okt. s.l. var efnt til ráðstefnu í Edinborg um framtíð Skotlands eftir Brexit.
Nánar tiltekið fjallaði ráðstefnan um, hvað Skotland gæti lært af reynslu Norðurlanda í samskiptum við Evrópusambandið. Að ráðstefnunni stóðu Alþjóðamáladeild Háskólans í Edinborg, áhugamannasamtökin Nordic Horizons (hinn norræni sjóndeildarhringur), með stuðningi skosku heimastjórnarinnar. Meðal framsögumanna voru fræðimenn og stjórnmálamenn frá Norðurlöndum, þeirra á meðal Jón Baldvin Hannibalsson frá Íslandi. Ráðstefnan vakti talsverða fjölmiðlaathygli. Um hana var fjallað í blöðum og sjónvarpi. Að ráðstefnunni lokinni átti Jón Baldvin fund með forsætisráðherra heimastjórnarinnar, Nicole Sturgeon, og helstu ráðgjöfum hennar um Evrópumál. Það sem hér fer á eftir er myndbands-upptaka af ráðstefnunni í heild.


Highlight: Jón Baldvin Hannibalsson on Gordon Brown’s role in the Icelandic economic crash

More

JBH interview Scotland

Mánaðamótin okt/nov, 2016 var haldin ráðstefna í Edinborg um, hvað sjálfstætt Skotland gæti lært af reynslu Norðurlandaþjóða í samskiptum við Evrópusambandið.
Jón Baldvin var meðal framsögumanna. Ræða hans kallaðist: Lesson from Iceland. Erindin voru seinna (feb. 2017) gefin út á bók undir heitinu: McSmörgaarsbord.
Ræða JbH er kafli í þessari bók.

Ráðstefnustjórinn, Lesley Riddoch, formaður samtakanna “Nordic Horizons” í Skotlandi skrifar eftir farandi inngang til kynningar á ræðumanni:

Jón Baldvin Hannibalsson is an Icelandic politician and diplomat who led the Social Democratic Party (SPD) and was responsible for Iceland’s entry to the EEA in the 1990s.
That’s an accurate but wholly inadequate description of the seventy-something who bounded into Scotland to speak at Nordic Horizons’ Brexit conference, wowed the audience, met Nicola Sturgeon and Mike Russell along with Faroese MP Bjort Samuelsen and then bounced onto STV’s Scotland Tonight the same evening before flying back to Iceland with his wife Bryndís Schram, an actress, linguist, writer and TV personality.
His short but pithy TV contribution was still doing the rounds on YouTube as Jón Baldvin touched down at Keflavik.

Provocative, funny and thoughtful – the North Atlantic pairing of Jón Baldvin and Bjørt Samuelsen seem to prompt a subtle change of policy direction from the Scottish Government. Days later it announced the option of joining the EEA in any post-independence scenario would be added to their policy option list. Not bad for a long weekend in Edinburgh. But then Jón Baldvin is used to making an impact.

Continue reading

LESSONS FROM ICELAND

Mánaðamótin okt/nov, 2016 var haldin ráðstefna í Edinborg um, hvað sjálfstætt Skotland gæti lært af reynslu Norðurlandaþjóða í samskiptum við Evrópusambandið.
Jón Baldvin var meðal framsögumanna. Ræða hans kallaðist: Lesson from Iceland. Erindin voru seinna (feb. 2017) gefin út á bók undir heitinu: McSmörgaarsbord.
Ræða JbH er kafli í þessari bók.

Lesley Riddoch, formaður samtakanna “Nordic Horizons” í Skotlandi skrifaði eftir farandi inngang til kynningar á ræðumanni.

1. From Rags to Riches

Icelanders began the twentieth century as the poorest of the poor in Europe. During the course of the century, we went from rags to riches. Around the end of the century, Icelanders had become the third richest country in Europe – in terms of income per capita – only surpassed by Luxemburg and Norway. Three small countries, by the way. Perhaps already a lesson to be learned.

Three major factors explain this success story: (1) home rule, (2) access to foreign capital, (3) tarif-free access to foreign markets. We could add a high level of education, speeding up technological transfer. Icelanders were never so poor, that they were illiterate.

Iceland´s independence struggle from Denmark underwent three major phases: home rule in 1904; a fully sovereign state 1918 (but in royal union with Denmark); severing the royal union with Denmark in 1944 by establishing the Republic of Iceland.

Continue reading

Kosningarnar: FRAMTÍÐIN ER Í ÞÍNUM HÖNDUM

VERSTU MISTÖK Íslendinga eftir Hrun voru að endurreisa óbreytt kerfi. Óbreytt kerfi er þess eðlis, að það malar fjármagnseigendum gull; gerir meirihluta þjóðarinnar að skuldaþrælum fyrir lífstíð; og leiðir til ójafnaðar, sem er umfram þolmark þessa fámenna samfélags. Þess vegna snúast komandi kosningar bara um eina spurningu: Hvaða stjórnmálaöfl eru reiðubúin að taka höndum saman eftir kosningar um að ná fram róttækum kerfisbreytingum.

VIÐ VITUM, hvar við höfum kerfisflokkana, sem hafa stjórnað landinu á s.l. kjörtímabili. Þeir eru gerðir út af forréttindahópum til að standa vörð um óbreytt ástand. Þeir sem tilheyra forréttindahópunum, þurfa bara að gera upp við sig, hvorum þeir treysta betur fyrir fjársjóðum sínum í (skatta)paradís.

Lesa meira

Útilokunaraðferðin: Samstarf um kerfisbreytingar

ÚTSPIL Pírata er ekki tilboð um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar. Þett er tilraun til að fá svar við einfaldri spurningu: Hverjir eru fúsir til að starfa saman að róttækri kerfisbreytingu á íslensku þjóðfélagi eftir næstu konsingar, fái þeir umboð til. Þetta á ekkert skylt við klækjastjórnmál. Þetta er í anda gagnsæis að norrænni fyrirmynd – skref fram á við í lýðræðisátt.

Píratar spyrja: Eruð þið sammála okkur um, að það þurfi kerfisbreytingu? Nýja stjórnarskrá? Gjaldtöku fyrir auðlindanýtingu? Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu? Bætta aðkomu almennings að ákvarðanatöku? Úrræði gegn spillingu? Þeir beina þessu til VG, BF, SF og Viðreisnar. Væntanlega hafa viðmælendur eitthvað til málanna að leggja (húsnæðismál?, menntakerfi?, alþjóðsamstarf?). En kjarni málsins er þessi: Hverjir eru fúsir til að starfa saman að róttækri kerfisbreytingu á íslensku þjóðfélagi?

Lesa meira

ERINDISBRÉF HANDA JAFNAÐARMÖNNUM Á NÝRRI ÖLD

“Erindisbréf handa jafnaðarmönnum á nýrri öld” var lokaerindið í erindaflokki um sögu Alþýðuflokksins og framtíð jafnaðarstefnu, í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðuflokks og Alþýðusambands. Erindið var flutt 1. okt. í Iðnó.

Kapitalisminn og óvinir hans.

KAPITALISMINN – með sinni forhertu skírskotun til eigingirni mannsins og gróðafíknar – verður seint kenndur við siðaboðskap kristninnar. Það er ekkert „sælla-er-að-gefa-en-þiggja“ á hans kokkabókum. Pólskur háðfugl, sem var að lýsa hlutskipti fólks í hinum hráslagalega kapitalisma, sem tók við þar í landi eftir fall kommúnismans – sjokk-þerapía var það kallað – en reyndist vera meira sjokk en þerapía, komst að þeirri niðurstöðu, að svo frumstæður kapítalismi gæti ekki þrifist í himnaríki. Reyndar ætti hann ekkert erindi í helvíti heldur, því að hann væri þar fyrir.

Lesa meira

WHAT´S WRONG WITH EUROPE – AND WHY DON´T YOU FIX IT?

“What´s Wrong with Europe – and by the Way – Why don´t You Fix it?” er ræða, sem var flutt 14. sept.á ráðstefnu í Vilníus um framtíð Evrópu. Ráðstefnan var haldin í boði utanríkisráðherra Litáens í tilefni af því, að aldarfjórðugur er liðinn frá því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi endurreist sjálfstæði Litáens.

Jón Baldvin Hannibalsson, ex Minister of Foreign Affairs of Iceland, gave this speech at a conference in Vilnius, September 14-15, 2016, sponsored by the Hon. Minister of Foreign Affairs of Lithuania, Mr. Linas Linkevicius.

In 2012 – a few years after the American financial crisis had spread around the globe and morphed into the Euro-crisis – I was invited to give a keynote-speech at the Baltic Assembly here in Vilnius. On the future of Europe – what else! The title of my talk then was „What is wrong with Europe – and, by the way, why don´t you fix it?“ At the beginning of my speech I followed the academic example by enumerating a few key-concepts, to start my audience thinking. Here they are again:

Toxic loans. Insolvent banks. Unsustainable debt. Bailouts of banks. Junk ratings. Sovereign defaults. Recession. Tax havens. Market manipulation. Insider trading. Creative accounting. Moral hazard. Social contract. Inequality: 1% vs. 99%. Austerity. Plutocracy vs. democracy.

This should suffice to start you thinking. Each and every concept speaks volumes about what´s wrong with Europe. Has anything changed during the past four years? Or are we simply stuck in this mess, for which European leaders seem to have no effective solutions?

1.

There is now a growing volume of literature on the Euro crisis – which simply won´t go away – and the austerity recipe which was supposed to cure it, but to no avail. One of the latest is: „The Euro: How a Common Currency Threatens the Future of Europe“, by a Nobel price winner in economics, Joseph Stiglitz. Listen to what he has to say:

Continue reading