Allt þetta kom upp í hugann, af því að það eru páskar. Við Bryndís erum í Andalúsíu. Við vorum á heimleið, þar sem við klífum meira en 200 þrep upp klettinn salta (Salobrena). Á þorpskránni blasti við risaskjár, sem var – aldrei þessu vant – ekki undirlagður af fótbolta, heldur sýndi helgihaldið í Malaga.
Hin daglega krossfesting
Páskar, bíblían, Gamla testamentið – og svo það nýja: Fjallræðan – stefnuyfirlýsing byltingarmannsins: Það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. – Þessi boðskapur var settur fram til höfuðs þeim öflum, sem beita rangsleitni, ofbeldi og kúgun til að verja forréttindi, sem fengin eru og varin með valdi. Þetta er stefnuskrá jafnaðarmannna gegn faríseum forréttindanna. Hún var það þá, hún er það enn, hún blífur – þrátt fyrir allt og allt.