ÞEIM VAR ÉG VERST, ER ÉG UNNI MEST – EÐA ÞANNIG

Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?

„Frelsi, jafnrétti, bræðralag“ – þetta var kjörorð frönsku byltingarinnar. Þetta er líka kjörorð okkar kratanna. Við settum frelsið fyrst. En af því að við vitum, að fátækur maður er ófrjáls, gleymdum við ekki því, að það þarf jafnrétti og bræðralag til að gera frelsi einstaklingsins að veruleika fyrir fjöldann. Það hefur vafist fyrir mörgum að skilja þetta. Plútókratarnir (þeir sem eiga jörðina með gögnum hennar og gæðum) hafa reynt að taka einkaleyfi á frelsinu. Í reynd er það bara frelsi til að græða. Óheft frelsi þeirra til að græða endar einatt í ófrelsi okkar hinna. Pólitík okkar jafnaðarmanna snýst eiginlega um fátt annað en að hindra, að þeim takist það.

Lesa meira

ENDATAFL KALDA STRÍÐSINS – HLUTUR ÍSLANDS : MÁ EITTHVAÐ AF ÞESSU LÆRA?

Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.

1.

Pólitíska landslagið í Evrópu hafði tekið stökkbreytingum. Í nóvember, árið áður, hafði Berlínarmúrinn verið rifinn niður. Þjóðir Mið- og Austur Evrópu voru í óða önn að losna undan oki Sovétríkjanna. Í Póllandi réði Solidarnosc; Í Prag var það flauelsbyltingin. Friðsamleg endursameining Þýskalands var að verða að veruleika. „Glasnost“ (opnunin) og „Perestroika“ (kerfisbreyting), hin pólitísku vörumerki Gorbachevs, vöktu mörgum vonir um lýðræðislegar umbætur innan Sovétríkjanna. Loksins var verið að binda endi á seinni heimstyrjöldina í Mið- og Austur Evrópu.

Lesa meira

Bréfaskriftir á milli JB og R. Taagepera

Á vormisseri 2014 kenndi ég nokkur námskeið við Háskólann í Tartu í Eistlandi. Ég hafði vinnuaðstöðu í skrifstofu í háskólabyggingunni, sem var merkt Prófessor Dr. Rein Taagepera. Nafnið rifjaði upp fyrir mér skondna sögu, en sannleiksgildi hennar er staðfest í bréfaskrifum okkar, sem fer hér á eftir.

Sagan snýst um forsetakosningar í Eistlandi 1992 og pólitíska framtíð Lennarts Meri, míns gamla vinar. Meri var fyrsti utanríkisráðherra hins nýfrjálsa Eistlands. Pólitíkin í árdaga eistneska lýðveldisins var sviptivindasöm. Þegar árið 1992 hafði Meri hrökklast út úr pólitíkinni og var gerður að sendiherra Eistlands í Finnlandi. Þar bar fundum okkar enn saman á mikilli ráðstefnu á vegum OSCE um öryggismál. Sendiherrann var hálf vængbrotinn. Hið unga lýðveldi var staurblankt og átti ekki fyrir rafmagnsreikningnum. Forsetakosningar voru framundan eftir nokkra mánuði. Meri taldi sig ekki eiga sjans. Við sátum uppi við kertaljós í fátæklega búnum sendiherrabústaðnum. Það var þessa nótt, sem ég gerðist kosningastjóri Lennarts Meri, eins og bréfaskiptin leiða í ljós.

Dr. Rein Taagepera is a wellknown scholar (political science) and an Estonian in exile (Californa, USA). He became a candidate for president of Estonia in the elections 1992. Our correspondence, which follows, is about those presidential elections and my accidental role as a sort of political spin doctor for my friend, Meri. I have told the story in greater detail in an interview with Askur Alas in the Estonian magazine, Keskus.

Dear Dr. Taagepera.

You may be surprised to receive this letter from out of the blue – or rather from your office (room 312) at The Institute of Governmental Politics of the University of Tartu. Well, here comes the explanation:

Continue reading

LENNART MERI´S SPIN DOCTOR

During spring semester 2014 I taught a few courses for master-level students in Political Science and International Relations at the University of Tartu in Estonia. I was alotted an office with a sign on the door: Professor Dr. Rein Taagepera. The name refreshed my memory of my accidental involvement in Estonia´s presidential elections anno 1992. The truthfulness of the story is confirmed by my correspondence with Dr. Taagepera, which follows.

The story is about the presidential elections in Estonia in 1992 and the political future of Lennart Meri, my old friend. Meri became the first foreign minister of Estonia after restored independence. In the early days of the republic Estonian politics were in a flux. By the year 1992 Meri had actually dropped out of politics and had been made ambassador to Finland in Helsinki. That´s where we met once again at a major OSCE- conference on European security policies.

The ambassador was a bit down and out, it seemed to me. The young republic was almost broke; they couldn´t afford to pay the electricity bill. That´s why we sat there in the almost empty amassador´s residence by candlelight late into the night. The presidential elections were a few months ahead. Meri felt he didn´t have a chance. It was during this night that I became Lennart´s spin doctor which is confirmed in the following correspondence.

Continue reading

VIÐ KRÝNDUM TRÚÐINN SEM KÓNG EN AFKRÝNDUM KÓNGINN SEM TRÚÐ

segir Jón Baldvin Hannibalsson í ítarlegu viðtalivið eistneska blaðamanninn ASK ALAS, í KESKUS, eistnesku mánaðarriti um menningu og stjórnmál.segir Jón Baldvin Hannibalsson í ítarlegu viðtalivið eistneska blaðamanninn ASK ALAS, í KESKUS, eistnesku mánaðarriti um menningu og stjórnmál.

Í viðtalinu er stiklað á stóru um:

  • stöðu smáþjóða í heiminum
  • uppgang Kínverja og áhuga á Norðurslóðum
  • blekkingar um “íslensku leiðina” út úr kreppunni
  • skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, sem fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir í
  • banka- og fjármálakreppu
  • efnahagslegar hamfaravarnir
  • stjórnarskrána sem þjóðin ekki fékk
  • Jón Gnarr og pólitíska sjúkraþjálfun
  • hvað getum við lært af Eistum (og öfugt)
  • ástand heims eftir áratug
  • áhrifavalda í lífinu
  • eftirlætis Íslendingasöguna og
  • áhrif álfa í mannheimum

Lesa meira

Hin daglega krossfesting

Páskar, bíblían, Gamla testamentið – og svo það nýja: Fjallræðan – stefnuyfirlýsing byltingarmannsins: Það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. – Þessi boðskapur var settur fram til höfuðs þeim öflum, sem beita rangsleitni, ofbeldi og kúgun til að verja forréttindi, sem fengin eru og varin með valdi. Þetta er stefnuskrá jafnaðarmannna gegn faríseum forréttindanna. Hún var það þá, hún er það enn, hún blífur – þrátt fyrir allt og allt.

Allt þetta kom upp í hugann, af því að það eru páskar. Við Bryndís erum í Andalúsíu. Við vorum á heimleið, þar sem við klífum meira en 200 þrep upp klettinn salta (Salobrena). Á þorpskránni blasti við risaskjár, sem var – aldrei þessu vant – ekki undirlagður af fótbolta, heldur sýndi helgihaldið í Malaga.

Lesa meira

BOSSY BESSERWISSERS VS. MODEST SCEPTICS: HOW SHOULD SMALL NATIONS DESIGN THEIR EDUCATIONAL POLICIES FOR AN UNCERTAIN FUTURE?

Tartu University: Vision 2032

Introduction:
April 11th Tartu University convened a seminar on the future of university education during the next two decades, under the above heading: Vision 2032.

This seminar was a culmination of a research project which has lasted about a year, involving all faculties and departments of the university. Under the leadership of a co-ordinating committee, a number of inter-disciplinarian workshops have contributed their inputs. The purpose of all this is to revise the strategic concept of the University of Tartu, as well as its workplan for this period. This seminar brought in politicians, academicians, scientists and philosophers to review this work.

Originally, Siim Kallas, former PM of Estonia and currently vice-president of EU-commission, was to be among the three key-note speakers. When Mr. Kallas dropped out at short notice, Rector Volli Kalm asked me to replace him. I have been for the past weeks a research fellow at the university´s Institute of Government and Politics and a guest-lecturer.

What follows is the text of my speech at this seminar. JBH

1.

Foreign ministers are sometimes duty-bound to follow heads of state on official visits abroad. One such visit to the Grand Duchy of Luxembourg in the early 90s of the last century, turned out to be memorable. As a matter of fact I find it quite relevant for the topic of discussion alotted to me here today: How should small nations design their educational policies for an uncertain future?

Continue reading

Er kalt stríð í uppsiglingu á ný? ÞEIR TRYGGJA EKKI EFTIR Á

Er innlimun Krímskagans – sem sjálfstjórnarhéraðs í Rússneska sambandsríkið bara fyrsta skrefið? Er áætlun Putins að fylgja þessu eftir í Suð-Austurhéruðum Úkraínu, þar sem rússneski þjóðernisminnihlutinn er öflugur? Hvað með Eystrasaltsþjóðirnar – Eistland og Lettland sér í lagi – þar sem rússneski þjóðernisminnihlutinn er hlutfallslega enn fjölmennari? Kenning Putins, um rétt móður Rússlands til að vernda rússneska þjóðernisminnihlutann í grannríkjunum, á ekki síður við þar. Heræfingar á landi og í lofti rétt handan landamæra Eistlands og Lettlands minna óþægilega á liðna tíð. En öfugt við Úkraínu hafa Eystrasaltsþjóðirnar þrjár nýtt tímann frá endurheimt sjálfstæðis (1991) með því að baktryggja nýfengið frelsi með aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO. Dugar það?

Hér við háskólann í Tartu er sérstök stofnun (EURUS) – Euro-Russian Studies – sem fæst við að rannsaka og upplýsa um hræringar undir yfirborðinu handan landamæranna.
Þar leggja á ráðin útlaga Rússar og Hvítrússar með innfæddum og Austur-Evrópumönnum af ýmsum þjóðernum – sértaklega Pólverjum.

Lesa meira

Interview

JÓN BALDVIN hefur undanfarna máuði starfað sem gistiprófessor við Háskólann í TARTU í Eistlandi. Jafnframt hefur hann flutt fyrirlestra og tekið þátt í málþingum um fjármálakreppuna, orsakir hennar, afleiðingar og ólík viðbrögð stjórnvalda, einkum á Íslandi, annars staðar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Þann 11. apríl, s.l. flutti hann stefnuræðu á fjölþjóðlegri ráðstefnu um framtíð háskólamenntunar, séð af sjónarhóli smáþjóða. Ráðstefnan var endapunktur á stefnumótun Háskólans í TARTU til ársins 2032, þegar skólinn verður 400 ára.

ASKUR ALAS er eistnenskur blaðamaður, málvísindamaður og þýðandi íslenskra bókmennta á eistnesku. Á sumrum er hann leiðsögumaður eistneskra ferðamanna til Íslands. Hann tók eftirfarandi viðtal við Jón Baldvin, sem birtist í aprílhefti mánaðarritsins KESKUS í TALLINN, en tímaritið helgar sig listum, menningu og stjórnmálum, gjarnan út frá óhefðbundnum sjónarmiðum.

Q: What would you have done differently, if you had been in power before/after crisis?

Continue reading

FRÉTTATILKYNNING

SAMKOMULAG hefur tekist, fyrir milligöngu lögmanna aðila, milli rektors f.h. Háskóla Íslands og Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. Ráðherra, um lausn ágreiningsmála, sem risu haustið 2013.
Aðalatriði samkomulagsins eru eftirfarandi:

  • Rektor biður Jón Baldvin afsökunar á, að málsmeðferð hafi verið ábótavant og bitnað að ósekju á honum.
  • Rektor staðfestir, að Jón Baldvin uppfylli allmenn hæfisskilyrði, sem gerð eru til stundakennara við Háskóla Íslands.
  • Rektor staðfestir, að Háskóli Íslands muni í framtíðinni leitast í hvívetna við að fara að lögum í tilvikum, sem tengjast Jóni Baldvini.
  • Háskóli Íslands greiðir Jóni Baldvini bætur að fjárhæð 500 þúsund kr., en hann hafði lýst kröfum á hendur háskólanum um miskabætur, auk greiðslu fyrir töpuð laun og áfallinn kostnað.
  • Með vísan til ofanritaðs samkomulag féllst Jón Baldvin á að falla frá málshöfðun á hendur háskólanum og einstökum starfsmönnum hans.

Það skal tekið fram, að háskólinn viðurkennir ekki bótaskyldu í samkomulaginu. Af því tilefni skal eftirfarandi áréttað:

Lesa meira