„Frelsi, jafnrétti, bræðralag“ – þetta var kjörorð frönsku byltingarinnar. Þetta er líka kjörorð okkar kratanna. Við settum frelsið fyrst. En af því að við vitum, að fátækur maður er ófrjáls, gleymdum við ekki því, að það þarf jafnrétti og bræðralag til að gera frelsi einstaklingsins að veruleika fyrir fjöldann. Það hefur vafist fyrir mörgum að skilja þetta. Plútókratarnir (þeir sem eiga jörðina með gögnum hennar og gæðum) hafa reynt að taka einkaleyfi á frelsinu. Í reynd er það bara frelsi til að græða. Óheft frelsi þeirra til að græða endar einatt í ófrelsi okkar hinna. Pólitík okkar jafnaðarmanna snýst eiginlega um fátt annað en að hindra, að þeim takist það.
ÞEIM VAR ÉG VERST, ER ÉG UNNI MEST – EÐA ÞANNIG
Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?