DR. Arnór Hannibalsson

Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann situr við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við danskan myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær.

Meðan aðrir strákar á hans reki eltust við tuðru út um víðan völl, kenndi hann sjálfum sér esperanto. Hugsjónin um sameiginlegt tungumál jarðarbúa, tæki til að eyða fáfræði og fordómum,hafði fangað hug hans. Um fermingaraldur var hann farinn að skrifast á við lærða menn í útlöndum á þessu tungumáli um stríð og frið.

Lesa meira

„What´s wrong with Europe? And by the Way: Why don´t you Fix it?”

Dagana 8. – 9. nóv. s.l. var ég heiðursgestur á þingi Eystrasaltsþjóða (Baltic Assembly), sem haldið var í Vilnius, Litháen. Þing Eystrasaltsþjóða er sömu gerðar og Norðurlandaþing. Þar hittast þingmenn, ráðherrar, embættismenn, sérfræðingar og fjölmiðlungar til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Aðalmál þingsins var Evrópumál og samstarf Eystrasaltsþjóða (og Norðurlanda) innan Evrópusambandsins. Ég flutti þarna svokallaða stefnuræðu (key-note speech) undir heitinu:

„What´s wrong with Europe? And by the Way: Why don´t you Fix it?“

Ræðan fer hér á eftir í slenskum búningi.

Fræðimenn, sem vandir eru að virðingu sinni, hafa fyrir sið að telja upp lykilorð í upphafi máls síns, til að skerpa athygli lesandans. Fari ég að þeirra fordæmi, þá ættu eftirfarandi lykilorð að brýna hugsunina:

Continue reading

WHAT´S WRONG WITH EUROPE? AND BY THE WAY: WHY DON´T YOU FIX IT?

The following is the text of a key-note speech given at the Baltic Assembly in Vilnius, Lithuania, on November 9th. In the speech I deal with the causes of the international financial crisis, the specifics of the euro-crisis and conclude by proposing a list of solutions. The following is the text of a key-note speech given at the Baltic Assembly in Vilnius, Lithuania, on November 9th. In the speech I deal with the causes of the international financial crisis, the specifics of the euro-crisis and conclude by proposing a list of solutions.

In academic papers, the authors often single out key-words to have their readers concentrate their minds. Following their example, here are some key-words from my speech, to start you thinking:

Continue reading

Minning: Haraldur Helgason

Þau voru sérstök, Halli og Ninna. Hún var flott Akureyrardama, fín í tauinu, glaðvær, gestrisin og launfyndin. Hann var soldið upp með sér af að eiga svona fína konu. Ég hafði það strax á tilfinningunni, að hann vildi allt fyrir hana gera. Þau voru hrifin hvort af öðru, og það fór ekki milli mála. Það var í hundrað-funda ferðinni 1984-85, sem fundum okkar bar fyrst saman. Yfirskrift fundanna var: Hverjir eiga Ísland?

Á þessum fundum, vítt og breitt um landið, kviknaði aftur hugsjónaglóð gömlu kratanna, sem hafði verið við það að kulna. Á Akureyri var fullt út úr dyrum. Bragi Sigurjónsson – gamall baráttufélagi föður míns – stýrði fundi. Umræður voru með virðuleikablæ. Þetta var jú á Akureyri.

Lesa meira

Privatization á la Rus

October 10., 2012, Mr. Brian M. Carney, editorial page editor of the Wall Street Journal (Europe), published op-ed in his paper under the heading: Fishing for Trouble in Iceland. Mr. Carney had been visiting in Reykjavík, where he conferred with his neo-con colleges at the university (Hannes Hólmsteinn, Ragnar Árnason o.fl.), who are underpinning the ship-owners´ (LÍÚ) campaign against the government proposal that they be obliged under the law to pay for their exclusive access to the fishing resources in Iceland´s economic zones. Mr. Carney had been taken for a ride on this issue by his friends as evidenced by the misinformation that pervaded his article. In response I sent an article to the WSJ, seeking to correct the most blatant misinformation. On October 17th the WSJ published excerpts from my article, heavily censored.Here is the article uncensored.

PRIVATISATION A LA RUS
By Jón Baldvin Hannibalsson
What a pity that Mr. Carney should have run such a fool´s errand the other day in Reykjavik (see: Fishing for Trouble in Iceland, WSJ, Oct. 10). Unfortunately he has let himself be duped into believing that the oligarchs, who have been given (for free) exclusive access to the valuable fishing resources in Iceland´s economic zone, are willing to pay „the market rate“ for the privilege, whereas an ideologically driven left-wing government won´t let them.

Continue reading

70 ára: “Heilög Jóhanna”

Þegar Jóhanna Sigurðadóttir beið lægri hlut í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins 1994, sagði hún í kveðjuræðu sinni: „Minn tími mun koma“. Fáum bauð þá í grun, að þetta yrði að áhrínsorðum meira en áratug síðar. Enda þurfti heilt Hrun til, hvorki meira né minna. Þegar Jóhanna Sigurðadóttir beið lægri hlut í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins 1994, sagði hún í kveðjuræðu sinni: „Minn tími mun koma“. Fáum bauð þá í grun, að þetta yrði að áhrínsorðum meira en áratug síðar. Enda þurfti heilt Hrun til, hvorki meira né minna.

Forverar Jóhönnu á stóli forsætisráðherra – þrír talsins – höfðu hver um sig lagt fram sinn ómælda skerf til að stefna þjóðfélaginu út í botnlausar ófærur á fyrsta áratug nýrrar aldar. Þegar þjóðin horfðist í augu við Hrunið í október 2008, blasti við, að það var ekki eitt, heldur allt, sem hafði brugðist. Fjármálakerfið hrundi. Gjaldmiðillinn var í frjálsu falli. Gjaldeyrisforðinn var uppurinn og lánstraustið þrotið. Ísland var í „ruslflokki“. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili voru sokkin í skuldir. Atvinnuleysi og eignamissir varð hlutskipti fjölda fólks. Annarra beið landflótti. Stofnanir lýðveldisins – ekki síst Alþingi, vinnustaður Jóhönnu í 30 ár – voru rúnar trausti. Ísland var tekið í gjörgæslu AGS eins og hver annar þurfalingur á vonarvöl.

Lesa meira

ÍSLENSKA LEIÐIN ÚT ÚR KREPPUNNI

Aðstoðarritstjóri La Repubblica , sem er eitt helsta dagblað Ítalíu (vinstra megin), Sr. Stagliano, beindi til mín spurningum um hina meintu “íslensku leið” út úr kreppunni, en hann var að undirbúa fréttaskýringu um þetta efni í blað sitt. Svör mín við spurningum ritstjórans fara hér á eftir á ensku.

The deputy editor of La Repubblica in Rome, Mr. Stagliano, asked me a few questions about the so called “Icelandic way” out of the crisis – but he was preparing a report on this issue in his paper and came to Iceland for that purpose on May 25th. Specifically, he wanted to know if the crisis-stricken euro-zone countries (Greece, Italy, Spain, Portugal and Ireland) could learn some lessons from the Icelandic experience. What follows are my answers to Mr. Stagliano´s questions.

May 25

Dear Mr. Stagliano.
Thank you very much for your e-mail. I am more than willing to help in any way I can to cover this story.
Unfortunately I am abroad and will not be available for an interview during the time you plan to be in Iceland. I can therefore only be of help if you submit your questions to me by e-mail. You are most welcome to submit your questions. You could also consult my homepage: www.jbh.is – where you will find some stuff in English, highly relevant for your topic.

Continue reading

HVERS VEGNA ALLT ÞETTA HATUR? Fjölskylduböl í fjölmiðlum

Inngangur: Þann 24. feb. s.l. (á afmælisdegi móður minnar) birti Þóra Tómasdóttir, ritstjóri glanstímaritsins Nýs lífs, flenniuppslátt um „meinta kynferðislega áreitni“ mína við systurdóttur konu minnar. Tímaritið seldist upp og aðrir fjölmiðlar tóku málið upp í kjölfarið.

Daginn áður, 23. feb., barst mér njósn af þessum málabúnaði og bað Fréttablaðið að birta samdægurs grein „Mala domestica…“ þar sem ég skýrði málið út frá mínum bæjardyrum. Margir sáu ástæðu til að tjá sig um málið, bæði í prentmiðlum en þó einkum í netheimum. Það var ekki fyrr en þann 16. mars, sem ég birti grein hér á heimasíðu minni undir heitinu „Að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Sama dag birti Bryndís, kona mín, grein í Fréttatímanum undir fyrirsögninni „Nú er nóg komið“, þar sem hún tók til varna fyrir hönd fjölskyldu okkar.

Halla Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar, brást harkalega við í grein í Fréttatímanum þann 23. mars (á afmælisdegi móður Bryndísar), þar sem hún veittist hart að móðursystur sinni. Engum, sem fylgdist með umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum um þetta mál, gat blandast hugur um, að heitar tilfinningar bjuggu að baki. Á bak við þetta allt saman leyndist fjölskylda, sem var sundruð og í sárum. Margir höfðu orð á því, að þetta fjölskylduböl ætti ekkert erindi í fjölmiðla. Nær hefði verið að leita sátta með fulltingi sálusorgara. Nú er of seint að fást um það.

Margir létu í ljós undrun sína yfir þvi, hvers vegna þetta mál var matreitt ofan í fjölmiðla meira en áratug eftir að þau atvik áttu sér stað, sem urðu síðar tilefni klögumála. Hvers vegna einmitt núna? Hvers vegna allt þetta hatur, sem að baki bjó? Það er svo ekki fyrr en nú nýlega, nánar tiltekið 28. apríl s.l., sem Kolfinna dóttir mín birti grein á Facebook, þar sem hún segir söguna alla og svarar hispurslaust þeim spurningum, sem áður hafði verið ósvarað. Grein hennar: „Fjölskylduböl í fjölmiðlum – hvers vegna allt þetta hatur?“ , birtist hér á eftir „for the record“.
JBH

Aðför Þóru Tómasdóttur að mannorði föður míns í Nýju lífi (2.tbl. 2012), að undirlagi Guðrúnar Harðardóttur og fjölskyldu hennar, rifjar upp fyrir mér, að eftir eina af mörgum sáttatilraunum, sem gerðar voru við fjölskyldu Guðrúnar, sneri móðurbróðir minn til baka með þessi skilaboð: „Sáttatilraunir? Þið getið gleymt því. Það mætir ykkur ekkert nema svartnætti af hatri“.

Lesa meira

AÐ GERA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM

Þann 24. febrúar s.l. (á afmælisdegi móður minnar) birti Þóra Tómasdóttir í riti sínum Nýju lífi, (2. tbl.) ákæruskjal, þar sem ég var sakaður um kynferðislega áreitni við unglingsstúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar. Þetta eru grafalvarlegar ásakanir, til þess fallnar að ræna hvern mann mannorðinu, sem fyrir verður.

Ég skulda öllu því fólki, sem hingað til hefur borið traust til mín sem ærlegs manns, afkomendum mínum, vinum og ættingjum, að segja þeim sannleikann – og ekkert nema sannleikann – um þetta mál. Ég brást strax við, m.a.s. að ásökununum óséðum, með grein í Fréttablaðinu, 23. feb. s.l.: Mala domestica…. Það gat ég gert, af því að allar þessar ásakanir eru gamalkunnar, u.þ.b. tíu ára gamlar. Ég hef svarað þeim öllum áður – líka við yfirheyrslur vegna lögreglurannsóknar á vegum ríkissaksóknara fyrir um fimm árum. En ekki fyrr en nú opinberlega.

Lesa meira