Dagana 8. – 9. nóv. s.l. var ég heiðursgestur á þingi Eystrasaltsþjóða (Baltic Assembly), sem haldið var í Vilnius, Litháen. Þing Eystrasaltsþjóða er sömu gerðar og Norðurlandaþing. Þar hittast þingmenn, ráðherrar, embættismenn, sérfræðingar og fjölmiðlungar til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Aðalmál þingsins var Evrópumál og samstarf Eystrasaltsþjóða (og Norðurlanda) innan Evrópusambandsins. Ég flutti þarna svokallaða stefnuræðu (key-note speech) undir heitinu:
„What´s wrong with Europe? And by the Way: Why don´t you Fix it?“
Ræðan fer hér á eftir í slenskum búningi.
Fræðimenn, sem vandir eru að virðingu sinni, hafa fyrir sið að telja upp lykilorð í upphafi máls síns, til að skerpa athygli lesandans. Fari ég að þeirra fordæmi, þá ættu eftirfarandi lykilorð að brýna hugsunina:
Continue reading