Hugleiðingar í tilefni af bók Þórs Whitehead um “Sovét Ísland”. Grein skrifuð í febrúar 2011
Athugasemd skrifuð 17.6.2011: Jakob Ásgeirsson, ritstjóri ÞJÓÐMÁLA, sendi höfundi þessara hugleiðinga bók Þórs Whitehead, Sovét-Ísland, með beiðni um umsögn. Að fenginni eftirfarandi ritsmíð hafnaði ritstjórinn birtingu og sagði “ekki við hæfi að þetta litla tímarit mitt birti gagnrýni af þessu tagi á hægri stefnu á Íslandi. Þjóðmál voru einmitt sett á fót til að koma öndverðum sjónarmiðum á framfæri, þar sem það væri svo hressileg vinstri slagsíða á fjölmiðlum á Íslandi (Morgunblaðið var þá nánast ómengað vinstra blað). Þjóðmál er því ekki vettvangur fyrir ólík sjónarmið (leturbreyting JBH)… heldur ákveðið hægri blað, sem heldur fram hægri sjónarmiðum. Ég get því ekki birt greinina, því að hún er bein árás á hægri stefnu og á því heima á öðrum vettvangi.” – Þá vitum við það. Ég vek athygli á, að hugleiðingar mínar eru um bók sem ber heitið SOVÉT-ÍSLAND. JBH
P.s.Þessi grein hefur verið á vergangi mánuðum saman. Hún var pöntuð fyrir ÞJÓÐMÁL – en hafnað af ritstjóranum að loknum lestri, sbr. ummælin hér að ofan. Þá var hún send til birtingar í TMM. Karl Th. Birgisson vildi fá hana til birtingar í Herðubreið, en það hefur dregist, að HERÐUBREIÐ líti dagsins ljós. Þá var hún endursend til Guðmundar Andra á TMM – en um seinan. Ekki veit ég, hvers Sovét-Ísland – óskalandið hans Þórs Whitehead á að gjalda. Greinin er ekki um þá bók, heldur er hún hugleiðingar, sem vöknuðu við lestur þeirrar bókar, um íslenska valdakerfið. Hér birtist hún loksins á heimasíðu minni, eftir ómælda hrakninga, aðgengileg þeim sem áhuga hafa á efninu. – Sami
“Atburðirnir 9. nóvember sýndu ljóslega, að í raun er ekkert ríkisvald á Íslandi”.
– de Fontenay, sendiherra Dana á Íslandi til Thorvalds Stauning, forsætisráðherra, í skýrslu um Gúttóslaginn 9. nóv., 1932.
Lesa meira