Heill og sæll, einkabílstjóri.
Satt segirðu. Það var haldið Norðurlandaráðsþing í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík í ársbyrjun 1985. Ég var nýorðinn formaður Alþýðuflokksins. Þingmaður, já, en vissulega ekki ráðherra (enn). Og ég átti ekkert sæti á Norðurlandaráðsþingi. En það hlýtur að hafa verið lítið um að vera á þinginu – kannski bara leiðinlegt – því að einu fréttirnar, sem birtust á Norðurlöndum frá þessu þingi snerust um litla kjallaragrein, sem ég skrifaði í þáverandi DV: “Norðurlanda hvað?”
Í BÁL OG BRAND Á NORÐURLANDARÁÐSÞINGI
Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún. Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún.