Þegar fundum okkar Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Dana, bar fyrst saman haustið 1988 á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, kom brátt á daginn, að við Uffe áttum meira sameiginlegt en við mátti búast. Við vorum allir sósíaldemókratar nema hann, sem var formaður flokks, sem kenndi sig við vinstrið, en var til hægri. Þetta hafði ekkert að gera með pólitík. Við áttum það bara sameiginlegt að bera takmarkað umburðarlyndi fyrir leiðindum. Því fylgdi grallaralegt skopskyn, sem þótti á köflum varla selskapshæft.
Að sögn vinar míns, Stoltenbergs hins norska, missti Uffe út úr sér eftirfarandi: „ Það væri nú munur fyrir okkur hin að búa við ráðríki ykkar, krataflokkanna í Norðurlandapólitíkinni, ef þið væruð ekki flestir (alls ekki þú, þó!) svona hrútleiðinlegir.Af hverju getið þið ekki verið meira eins og þessi íslenski?“
Lesa meira