“Ef við ætlum að taka á þeim vandamálum sem að steðja verður að leggja þau í dóm kjósenda,” segir Jón Baldvin Hannibalsson ákveðinn þegar hann er spurður hvað blasi við í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Jón Baldvin er kvikur í hreyfingum og hugsunum sem aldrei fyrr þegar hann sest niður með blaðamanni Birtu undir hádegi á mánudagsmorgni á aðventunni, mitt í alvarlegustu efnahagskreppu sem herjað hefur á íslensku þjóðina.
EFTIRFARANDI VIÐTAL TÓK KRISTJÁN ÞORVALDSSON VIÐ JÓN BALDVIN FYRIR BIRTU, FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Í DESEMBER 2008.
Eitt af eilífðarumræðuefnum íslenskra stjórnmála er tilvist Jóns Baldvins Hannibalssonar, skoðanir hans og hugsanleg endurkoma hans í atvinnustjórnmálin. Það er einlæg ósk margra að Jón Baldvin snúi aftur en að sama skapi ekki laust við að sumir óttist það. Jafnt andstæðingar sem samherjar. Sjálfur hefur hann aldrei sagt alveg skilið við pólitík, þótt hann hafi um árabil starfað í diplómatíunni sem sendiherra og eigi nú að heita sestur í helgan stein. Upp á síðkastið hefur hann tekið fullan þáttí umræðunni og sent frá sér ítarlegar greinar um hið grafalvarlega ástand sem blasir við þjóðinni.
Lesa meira