Ég skammast mín oní tær fyrir þetta, en vil endilega reyna að bæta fyrir glöpin með fáeinum orðum.
Karl Steinar er nefnilega með merkari samtímamönnum mínum. Hann var lengi vel fremstur meðal jafningja í vöskum hópi verkalýðssinna og jafnaðarmanna á Suðurnesjum. Þetta var hörkulið, sem kvað að, svo að eftir var tekið.
Ef við hefðum átt fleiri menn eins og Karl Steinar, hefði Alþýðuflokkurinn náð sér aftur á strik eftir endurteknar klofnings-iðju misviturra manna. Þá hefði Alþýðuflokkurinn náð því á nýjan leik að verða ráðandi afl í verkalýðshreyfingunni.