Upp skalt á kjöl klífa

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er seinni grein af tveimur. Fyrri grein.

„ Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörð­u­m okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert.“ Moliére.


Eftir á að hyggja telst það hafa verið vel til fundið hjá Stein­grími J. að panta seðla­banka­stjóra að láni frá kollega sín­um, fjár­mála­ráð­herra Nor­egs.
Þar með vorum við laus við heim­an­fengin vensl og tengsl, sem valda hags­muna­á­rekstrum og opna fyrir laumu­gáttir fyr­ir­greiðslu og spill­ing­ar. Strák­ur­inn fékk skyndi­nám­skeið í rekstri seðla­banka á vegum seðla­banka­stjóra Nor­egs. Það reynd­ist vera góð hjálp í við­lög­um, þótt skyndi­hjálp væri, því að mað­ur­inn var aug­ljós­lega vel verki far­inn hag­fræð­ingur fyr­ir.

Lesa meira

„Krossfestur, hengdur eða skotinn?“

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er fyrri grein af tveimur.

„Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörðum okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert“ Moliére   

Fyr­ir­sögnin hér að ofan er fengin að láni frá Sturlu Páls­syni, sem sam­kvæmt frá­sögnum virð­ist hafa verið ein­hvers konar „trou­bles­hoot­er“ í fjör­brotum Seðla­bank­ans á síð­ustu dögum Dav­íðs.  Sturla var að lýsa því í minn­is­blaði, hverra kosta væri völ að hans mati, vænt­an­lega fyrir stjórn­endur bank­ans, ef ekki okkur öll, í aðdrag­anda Hruns.

Lesa meira

Hvers vegna tók Ísland af skarið í andstöðu við leiðtoga NATO, um viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða?

Þann 9. nóv. n.k. verða 30 ár liðin frá því að íbúar Berlínar rifu niður Berlín­ar­múr­inn. Fáa grun­aði þá, að tveimur árum síðar yrðu hin vold­ugu Sov­ét­ríki ekki lengur til. Enda­tafl Kalda stríðs­ins var haf­ið. Af þessu til­efni kemur á næst­unni út ný bók undir heit­inu: „Ex­it­ing the Cold War, Enter­ing the New World . Útgef­endur eru Henry Kiss­in­ger Center for Global Affairs , Johns Hop­k­ins Uni­versity í sam­vinnu við The Brook­ings Institute í Was­hington D.C. Höf­undar voru flestir í innsta hring leið­toga stór­veld­anna á þessum umbrota­tímum (1989-92) . Tveir höf­und­anna eru full­trúar smá­þjóða, sem komu við þessa sögu: Mart Laar, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Eist­lands, og fyrrum unt­an­rík­is­ráð­herra Íslands, Jón Bald­vin Hanni­bals­son (1988-95) . Það sem hér fer á eftir er stutt brot úr bók­arkafla Jón Bald­vins, þar sem hann skýrir ,hvers vegna Ísland tók for­ystu um við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði Eystra­salts­þjóða – í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu leið­toga Vest­ur­veld­anna.

Þegar sagan um enda­tafl Kalda stríðs­ins og Hrun Sov­ét­ríkj­anna er rifjuð upp ald­ar­fjórð­ungi síð­ar, er mörgum spurn­ingum enn ósvar­að. Ein spurn­ingin er þessi: Voru leið­togar vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja (Bush eldri Banda­ríkja­for­seti, Kohl kansl­ari, Mitt­erar­and og Marg­aret Thatcher) virki­lega svo kald­rifj­að­ir, að þeir væru reiðu­búnir að fórna rétt­mætum kröfum Eystra­salts­þjóða um end­ur­reist sjálf­stæði í stað­inn fyrir marg­vís­legan póli­tískan ávinn­ing í samn­ingum við Gor­bachev? Þótt svo virð­ist vera við fyrstu sýn, er við­hlít­andi svar tals­vert flókn­ara.

Lesa meira

Tæpitungulaust, lífsskoðun jafnaðarmanns

Bókin er gefin út 29 september, à 60 ára brúðkaupsafmæli Jóns Baldvins og Bryndísar. HB Av gaf bókina út.

Tilefni þessarar bókar er að vekja upp umræðu um jafnaðarstefnuna, sögulegt hlutverk hennar í að breyta þjóðfélaginu í anda mannréttinda og mannúðar. Hún svarar spurninginni: Á jafnaðarstefnan erindi við fólk í velferðarríkjum samtímans og í náinni framtíð?

Lesa meira

KARL STEINAR GUÐNASON ÁTTRÆÐUR, síðbúin afmæliskveðja

Það eina sem ég hef mér til afbötunar fyrir að hafa misst af afmæli vinar míns er, að ég var í útlöndum.

Kannski var hann í útlöndum líka. Ég var í Washington D.C. að þrátta við talsmenn ameríska heimsveldisins. Um, að þeir hefðu glutrað niður tækifærinu eftir hrun Sovétríkjanna til að rétta lýðræðissinnum í Rússlandi trausta hjálparhönd – með Marshallaðstoð – við að byggja upp nýtt Rússland á rústunum. Ríki sem væri ekki hættulegt grannþjóðum sínum.

Þess vegna láðist mér að gá í dagbókina. Þar með fór það fram hjá mér að Kalli Steinar átti stórafmæli þann 27 maí s.l.

Ég skammast mín oní tær fyrir þetta, en vil endilega reyna að bæta fyrir glöpin með fáeinum orðum.

Karl Steinar er nefnilega með merkari samtímamönnum mínum. Hann var lengi vel fremstur meðal jafningja í vöskum hópi verkalýðssinna og jafnaðarmanna á Suðurnesjum. Þetta var hörkulið, sem kvað að, svo að eftir var tekið.

Ef við hefðum átt fleiri menn eins og Karl Steinar, hefði Alþýðuflokkurinn náð sér aftur á strik eftir endurteknar klofnings-iðju misviturra manna. Þá hefði Alþýðuflokkurinn náð því á nýjan leik að verða ráðandi afl í verkalýðshreyfingunni.

Lesa meira

Atli Heimir Sveinsson; minning

Við munum það, eins og gerst hafi í gær. Seinasta lag fyrir fréttir. Þulurinn sagði hátíðlegri röddu: Ljóðið er eftir Jóhannes úr Kötlum, en lagið eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld.

Hann var 15 ára. Þar með var þessi bráðgeri bekkjarbróðir stiginn upp á Olympstind, þar sem fyrir sátu höfuðsnillingar mannsandans. Alla tíð síðan hefur Atli Heimir staðið við fyrirheit æskumannsins. Höfundarverk hans er svo mikið og fjölskrúðugt að furðu sætir. Að baki bjó skapandi hugur og óbilandi viljastyrkur.

Að loknu stúdentsprófi lá leið hans til Þýskalands, landsins sem kennt er við Heine og Hitler, Göthe og Göbbels. Þjóðverjar voru að skríða upp rústum stríðsins, eftir að hafa tapað glórunni í sjálfstortímingaræði nazismans. Atli varð innvígður í tónlistarhefð þýska menningarheimsins, sem stendur engum að baki. En hann var einskis manns hermikráka. Atli var skapandi hugsuður undir aga tónlistarformsins og kenndi til í tilfinningaróti tvíræðrar tilveru, sem einkenndist af ofsa og hraða. En leitaði að lokum hjálpræðis í hinu fagra og friðsæla.

Helförin var Húnunum í fersku minni. Menntaðasta þjóð Evrópu hafði hrokkið af hjörunum og hrasað út í botnlausa villimennsku. Stockhausen, meistari Atla Heimis, skildi samtíma sinn: Öld öfga, ofbeldis og tortímingar. Atli skildi það líka. Og funi og fjör æskumannsins bauð ekki upp á neinar málamiðlanir.

Lesa meira

Björgvin Guðmundsson; Minning

Hann var jafnaðarmaður í húð og hár – ekta sósíaldemókrat – til hinsta dags. Vinnuþjarkur, sem féll aldrei verk úr hendi. Það lýsir manninum vel, að í vikunni, áður en hann kvaddi, var hann að ganga frá seinustu grein sinni með raunsæjum tillögum um, hvernig eigi að rétta hlut aldraðra, svo að velferðarríkið íslenska nái að rísa undir nafni.

Aldursmunurinn á okkur samsvaraði tveimur menntaskólakynslóðum, tæpum átta árum. Þegar ég var enn á mínum marxísku sokkabandsárum að lesa utanskóla við MR, var Björgvin löngu byrjaður að láta til sín taka sem vinnuþjarkur í þjónustu jafnaðarstefnunnar. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu meðfram námi í viðskiptafræði við háskólann, formaður Stúdentaráðs og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna í framhaldi af því. Þessi atvæðamiklu ungi maður átti síðar eftir að sitja í flokkstjórn Alþýðuflokksins á fjórða áratug. Alltaf til staðar. Alltaf til þjónustu reiðubúinn.

Lesa meira

NATO 70 ára: Heimslögregla – Í þjónustu hverra?

NATO var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu á tíma kalda stríðsins. Það hafði tekist – í skjóli bandarískra kjarnavopna – án þess að hleypa af skoti. Í hinum tvískipta heimi kalda stríðsins var NATO holdgerving Atlantshafs-tengslanna – „The Transatlantic Relationship” – milli gamla og nýja heims-ins. En er nokkuð sjálfgefið að það haldi áfram í gerbreyttri heimsmynd? Ensk/ameríska vikuritið The Economist svarar þessari spurningu í umfjöllun um afmælisbarnið 60 ára:

„NATO gegnir ekki lengur lykilhlutverki sem vettvangur pólitískrar umræðu milli Evrópu og Ameríku. Heimskreppan er í höndum leiðtoga G-20 ríkj-anna. Fámennur klúbbur sex ríkja reynir að fást við ógnina sem stafar af kjarnavopnavígbúnaði Írana. Evrópusambandið fæst beint við Rússa í þeim tilgangi að tryggja öruggt framboð orku úr austri. Leyniþjónustusamstarfið gegn hryðjuverkaógninni fer fram í gegnum tvíhliða samstarf helstu þjóð-ríkja. „Hernaðaraðgerðirnar sjálfar eru orðnar okkar raison d´étre,” segir háttsettur aðili í innsta hring NATO.„Ég beiti íhlutun, þess vegna er ég til.”

Lesa meira

NATO 70 ára: Heimavarnarlið eða heimslögregla?

Inngangan í NATO 1949 var umdeild ákvörðun, sem klauf þjóðina í andstæðar fylkingar. Var sjálfstæði Íslands raunverulega hætta búin? Hafði reynsla smáþjóða á millistríðsárunum ekki kennt þeim þá lexíu, að hlutleysið væri haldlaus flík? Inngangan í NATO 1949 var umdeild ákvörðun, sem klauf þjóðina í andstæðar fylkingar. Var sjálfstæði Íslands raunverulega hætta búin? Hafði reynsla smáþjóða á millistríðsárunum ekki kennt þeim þá lexíu, að hlutleysið væri haldlaus flík?

Dómur reynslunnar

Voru þeir, sem beittu sér fyrir þessari örlagaríku ákvörðun, þjóðníðingar og landráðamenn, eins og margir trúðu á þeim tíma? Eða voru þarna að verki ábyrgir stjórnmálamenn og framsýnir, sem sáu fyrir að það yrði að tryggja nýfengið sjálfstæði fyrir hugsanlegri ásælni óvinveittra afla? Hafa áhyggjur hinna bestu manna um að aðildin að NATO og dvöl bandarísks herliðs í landinu í kjölfarið mundi hafa í för með sér endalok íslensks sjálfstæðis, þjóðernis og menningar – reynst vera á rökum reistar?

Lesa meira