Pétur var því þingreyndur maður, þegar fundum okkar bar fyrst saman. En meira máli skipti, að hann var lífsreyndur maður. Hann hafði staðið sína plikt sem sjómaður á yngri árum, staðið fyrir útibúi kaupfélagsins á Grundarfirði, setið bæði í stjórn sjómannafélagsins og frystihússins á staðnum og boðið fram krafta sína í sveitarstjórn í sextán ár, þrjú kjörtímabil í Eyrarsveit (Grundarfirði) og eitt á Kjalarnesi. Fyrir Framsóknarmenn með stórum staf. Því að hann var Framsóknarmaður í húð og hár.
PÉTUR SIGURÐSSON – MINNING
Þegar ég kom fyrst til vetursetu á Alþingi haustið 1982, hafði Pétur setið þar fyrir í heilan áratug. Hann var beitarhúsaformaður í Skjaldbreið – húsvörður á nútímamáli, en þar var að finna skrifstofur þingmanna í forsköluðum timburhjalli, sem áður hafði verið hótel með vafasamt rykti.