RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON, KONSERTPÍANISTI, MINNINGARGREIN

Það var vorið 1965, og ég var á gangi um Vesturgötuna í einhverjum gleymdum erindagerðum. Ég gekk framhjá fornfálegu, tvílyftu timburhúsi, sem stóð úti við gangstéttina. Þegar ég var kominn framhjá, sneri ég við og gekk til baka. Tók ég rétt eftir því, að það voru engin gluggatjöld á neðri hæðinni? Húsið skyldi þó ekki vera til sölu? Ég var nýkominn heim frá námi og hafði ströng fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir húsnæði í gamla vesturbænum. Ég knúði dyra hálfhikandi. Og mikið rétt. Húsráðandi, frú Sigríður Siemsen, ekkja Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, sagðist vera að bíða eftir kaupanda. Og hér var hann kominn. Daginn eftir var gengið frá kaupunum. Þetta var ást við fyrstu sýn. Ég fann, að húsið hafði sál, og það tók hlýlega á móti mér. Hitt vissi ég ekki fyrr en Bryndís var flutt inn með allt sitt hafurtask og búin að glæða þetta gamla hús nýju lífi, að því fylgdi kaupbætir á efri hæðinni. Þar bjuggu Rögnvaldur og Helga ásamt sonum sínum Þór og Geir. Upp frá því var tónlist Rögnvaldar undirtóninn í lífi okkar allra næstu árin. Reyndar varð þetta sögufræga hús umgjörðin um líf okkar Bryndísar og barnanna í aldarfjórðung. Að vísu varð tæplega tíu ára hlé meðan við Bryndís skruppum vestur til að stofna menntaskólann. Þegar við snerum aftur, voru Rögnvaldur og Helga á braut. En sambandið rofnaði aldrei, heldur varð að vináttusambandi fyrir lífstíð.

Rögnvaldur og Helga voru ólík sem dagur og nótt. Hann lifði fyrir tónlistina, en hún lifði fyrir hann. Hann var hávær, stórkarlalegur, frásagnaglaður og hamhleypa við hljóðfærið. Hún var hljóðlát, hugulsöm, mild í dómum og hjartaprúð og sá um í smáu og stóru, að hann gæti sinnt köllun sinni. Til samans voru þau fullkomin, menningarheimili í hjarta þessa vaxandi þorps, sem hafði aðdráttarafl fyrir þá, sem leituðu út fyrir hversdagsleikann.

Lesa meira

Minning: Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri

Minning: Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri Andlátsfregn Finnboga Rúts föðurbróður míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherrar

V-Evrópuríkja settust á rökstóla í höll Evrópubandalagsins í Brussel – í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús.

Mér var hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orðræðu starfsbræðra minna, í þessari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess, að hér hefðihann notið sín öðrum mönnum betur við að sækja og verja málstað Íslendinga í alþjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarraþjóða, með galdri og kúnst. Hannhefði ekki þurft að nýta neitt túlk unarkerfi, fljúgandi fær sem hann var í höfuðtungum álfunnar: frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússneskuna). Sérfróður um alþjóðalög og rétt; lifandi alfræðibók um sögu og menningu, hugsunarhátt, hugsjónir, hagsmuni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa viðborðið.

Lesa meira