FRAMTÍÐ SKOTLANDS EFTIR BREXIT

Laugardaginn 29. okt. s.l. var efnt til ráðstefnu í Edinborg um framtíð Skotlands eftir Brexit.
Nánar tiltekið fjallaði ráðstefnan um, hvað Skotland gæti lært af reynslu Norðurlanda í samskiptum við Evrópusambandið. Að ráðstefnunni stóðu Alþjóðamáladeild Háskólans í Edinborg, áhugamannasamtökin Nordic Horizons (hinn norræni sjóndeildarhringur), með stuðningi skosku heimastjórnarinnar. Meðal framsögumanna voru fræðimenn og stjórnmálamenn frá Norðurlöndum, þeirra á meðal Jón Baldvin Hannibalsson frá Íslandi. Ráðstefnan vakti talsverða fjölmiðlaathygli. Um hana var fjallað í blöðum og sjónvarpi. Að ráðstefnunni lokinni átti Jón Baldvin fund með forsætisráðherra heimastjórnarinnar, Nicole Sturgeon, og helstu ráðgjöfum hennar um Evrópumál. Það sem hér fer á eftir er myndbands-upptaka af ráðstefnunni í heild.


Highlight: Jón Baldvin Hannibalsson on Gordon Brown’s role in the Icelandic economic crash

More

Kosningarnar: FRAMTÍÐIN ER Í ÞÍNUM HÖNDUM

VERSTU MISTÖK Íslendinga eftir Hrun voru að endurreisa óbreytt kerfi. Óbreytt kerfi er þess eðlis, að það malar fjármagnseigendum gull; gerir meirihluta þjóðarinnar að skuldaþrælum fyrir lífstíð; og leiðir til ójafnaðar, sem er umfram þolmark þessa fámenna samfélags. Þess vegna snúast komandi kosningar bara um eina spurningu: Hvaða stjórnmálaöfl eru reiðubúin að taka höndum saman eftir kosningar um að ná fram róttækum kerfisbreytingum.

VIÐ VITUM, hvar við höfum kerfisflokkana, sem hafa stjórnað landinu á s.l. kjörtímabili. Þeir eru gerðir út af forréttindahópum til að standa vörð um óbreytt ástand. Þeir sem tilheyra forréttindahópunum, þurfa bara að gera upp við sig, hvorum þeir treysta betur fyrir fjársjóðum sínum í (skatta)paradís.

Lesa meira

Útilokunaraðferðin: Samstarf um kerfisbreytingar

ÚTSPIL Pírata er ekki tilboð um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar. Þett er tilraun til að fá svar við einfaldri spurningu: Hverjir eru fúsir til að starfa saman að róttækri kerfisbreytingu á íslensku þjóðfélagi eftir næstu konsingar, fái þeir umboð til. Þetta á ekkert skylt við klækjastjórnmál. Þetta er í anda gagnsæis að norrænni fyrirmynd – skref fram á við í lýðræðisátt.

Píratar spyrja: Eruð þið sammála okkur um, að það þurfi kerfisbreytingu? Nýja stjórnarskrá? Gjaldtöku fyrir auðlindanýtingu? Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu? Bætta aðkomu almennings að ákvarðanatöku? Úrræði gegn spillingu? Þeir beina þessu til VG, BF, SF og Viðreisnar. Væntanlega hafa viðmælendur eitthvað til málanna að leggja (húsnæðismál?, menntakerfi?, alþjóðsamstarf?). En kjarni málsins er þessi: Hverjir eru fúsir til að starfa saman að róttækri kerfisbreytingu á íslensku þjóðfélagi?

Lesa meira

ERINDISBRÉF HANDA JAFNAÐARMÖNNUM Á NÝRRI ÖLD

“Erindisbréf handa jafnaðarmönnum á nýrri öld” var lokaerindið í erindaflokki um sögu Alþýðuflokksins og framtíð jafnaðarstefnu, í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðuflokks og Alþýðusambands. Erindið var flutt 1. okt. í Iðnó.

Kapitalisminn og óvinir hans.

KAPITALISMINN – með sinni forhertu skírskotun til eigingirni mannsins og gróðafíknar – verður seint kenndur við siðaboðskap kristninnar. Það er ekkert „sælla-er-að-gefa-en-þiggja“ á hans kokkabókum. Pólskur háðfugl, sem var að lýsa hlutskipti fólks í hinum hráslagalega kapitalisma, sem tók við þar í landi eftir fall kommúnismans – sjokk-þerapía var það kallað – en reyndist vera meira sjokk en þerapía, komst að þeirri niðurstöðu, að svo frumstæður kapítalismi gæti ekki þrifist í himnaríki. Reyndar ætti hann ekkert erindi í helvíti heldur, því að hann væri þar fyrir.

Lesa meira

HVERNIG Á AÐ BJARGA LÝÐRÆÐINU FRÁ AUÐRÆÐINU – OG KAPÍTALISMANUM FRÁ KAPÍTALISTUNUM? Viðtal í tvennu lagi sem birtist í ritinu “Social-democratas” í Litáen og var tekið í tilefni af 120 ára afmæli flokks jafnaðarmanna þar í landi. Fyrri hluti.

Viðtal Mörtu Vidunaité við Jón Baldvin Hannibalsson. Viðtalið birtist í ritinu „Socialdemokratas“ í Vilnius í júní s.l. í tilefni af 120 ára afmæli Sósíal-Demokrataflokksins í Litháen. Fyrri hluti viðtals.

„Markaðurinn er þarfur þjónn en óþolandi húsbóndi“ (Tage Erlander, forsætisráðherra Svíþjóðar 1946-69)

„Dansinn í kringum gullkálfinn forðum daga hefur tekið á sig nýja og kaldranalega mynd á okkar tímum í tilbeiðslu peningavaldsins og alræði fjármagnsmarkaða, sem hvort tveggja er falið vald, án mannlegs tilgangs. – Peningar eiga að þjóna manninum, ekki að stjórna honum.“ (Hans heilagleiki, Francis páfi, NYT, maí 2013).

Spurning: Hvernig skilgreinir þú helstu auðkenni nýfrjálshyggju-trúboðsins?

Svar: Það fyrsta, sem um þetta er að segja er að, þrátt fyrir nafngiftina, er nýfrjálshyggjan hvorki ný né á hún nokkuð skylt við fresisbaráttu fjöldans. Þetta er uppvakningur ríkjandi laissez-faire hagfræðikenninga aftan úr 19du öld. Kjarni þeirra er bernsk trú á óskeikulleik markaða og eðlislæga getu þeirra til að leiðrétta sjálfa sig. Báðar þessar trúarsetningar hafa reynst rangar. Kerfisbrestur óbeislaðs kapítalisma í kreppunni miklu milli 1930 og 1940 á seinustu öld staðfesti skipbrot þessarar hugmyndafræði.

Lesa meira

JAFNAÐARSTEFNAN: FÓRNARLAMB EIGIN ÁRANGURS? Viðtal í tvennu lagi, sem birtist í ritinu “Social-democratas” í Litáen og var tekið í tilefni af 120 ára afmæli flokks jafnaðarmanna þar í landi. Seinni hluti.

Viðtal Mörtu Vidunaité við Jón Baldvin Hannibalsson. Viðtalið birtist í júní í málgagni litáiska Sósíal-demókrataflokksins, í tilefni af 120 ára afmæli flokksins.

„Sú var tíð, að sósíal-demókratar í Evrópu og“new-dealers“ í Bandaríkjunum vissu, hvað til þeirra pólitíska friðar heyrði. Þeir vissu, að til þess að siðvæða kapitalismann þurfti að skattleggja drjúgan hluta af arði fjármagnseigenda til þess að fjármagna verkefni eins og sjúkrahús, skóla, atvinnuleysistryggingar og – gleymum því ekki – menninguna. Willy Brandt, Bruno Kreisky og Olof Palme vissu allir, að þetta var þeirra verkefni…… En þegar fjármálakerfið var leyst úr læðingi …. á árunum upp úr 1980, breyttist allt. (Yanis Varoufakis, fv. fjármálaráðherra Grikkja: Europe, Austerity and the Threat to Global Stability, 2016) .

Spurning: Þú hefur lýst sjálfum þér sem afsprengi þriðju kynslóðar norrænna sósíal-demókrata. Norræna módelið hefur staðið af sér árás nýfrjálshyggjunnar betur en flestir aðrir. Hver er galdurinn, sem skýrir þennan árangur?

Lesa meira

Öfugmælavísur forsetaframbjóðanda

Hvernig má það vera, að Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, er sífellt að hæla sjálfum sér – og pólitískum fóstbróður sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni – fyrir að hafa forðað þjóðinni frá skuldaklafa upp á hundruð milljarða vegna Icesave? Brígsla svo öðrum um landráð, fyrir að hafa viljað hneppa þjóðina í óbærilega skuldafjötra. Hvernig má það vera, að Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, er sífellt að hæla sjálfum sér – og pólitískum fóstbróður sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni – fyrir að hafa forðað þjóðinni frá skuldaklafa upp á hundruð milljarða vegna Icesave? Brígsla svo öðrum um landráð, fyrir að hafa viljað hneppa þjóðina í óbærilega skuldafjötra.

Það er ekki eins og Icesave hafi ekki kostað neitt. Lokauppgjörið liggur nú fyrir. Reikningurinn hljóðar upp á x milljarða króna. Það gerir y milljarða á hvert mannsbarn og z milljarða á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta reyndist vera meira en Bucheit samningurinn kostaði, hefði hann komið til framkvæmda.

Lesa meira