Hann tilkynnti, að hann ætti í sínum fórum upptökur, sem spönnuðu sjö ára tímabil og afhjúpuðu þjónustu Flokksins við gróðafíklana. Hann boðaði í auðmýkt skilyrðislaust samstarf við sérstakan saksóknara um að afhjúpa glæpi fortíðar. Að vísu vonaðist hann til að fá vægari dóm en ella fyrir vikið. Og að fá – í nafni höfundarréttar – sanngjarna þóknun fyrir upptökurnar.
Ekki of seint að iðrast fyrir dauðann: Spænsk dæmisaga um búddista á kauphöllinni.
Hvernig litist ykkur á, ef helsti fjáröflunarmaður Flokksins til margra ára – tengiliður við fjárfesta og bisness – birtist allt í einu á skjánum, síðskeggjaður og í hvítum kufli? Fullur af iðrun bæði hann þjóð sína afsökunar á fyrrum syndugu líferni sínu.Og lofaði bót og betrun. Hann væri reyndar orðinn búddisti og stundaði hugleiðslu í sáttaleit við almættið – og jóga og tandra í tæri við alheimskærleikann.