Hvar er nú að finna Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna?

Hálfnað kjörtímabil og þjóðfélagið logandi stafnanna á milli í illdeilum. Skýring hins unga og reynslulitla forsætisráðherra er sú, að almenningur skynji, að nú sé meira til skiptanna (milli línanna ber að skilja það svo, að það sé honum og ríkisstjórninni að þakka). En (kannski óafvitandi) þá hittir forsætisráðherrann ungi einmitt naglann á höfuðið. Það er miklu meira til skiptanna. En ójöfnuðurinn í tekju- og eignaskiptingu eftir bóluárin og skuldafylliríið fyrir hrun og eignaupptöku hinna skuldugu (og hinna ungu) eftir hrun er komin út fyrir allan þjófabálk. Það besta sem akademískir hagfræðingar gætu gert í þágu okkar reiðu þjóðar, væri að kafa þarna undir yfirborðið; það þarf að afhjúpa tölurnar og greina samhengið í því, hvernig Ísland er orðið að sundurvirku ójafnaðarþjóðfélagi, þar sem sjálfur samfélagssáttmálinn hefur verið rofinn.

Nýlega birti Stefán Ólafsson niðurstöður úr tveimur alþjóðlegum skýrslum um auðlegð þjóða (önnur frá Credit Suisse en hin frá Alþjóðabankanum). Niðurstaðan: Auðlegð Íslendinga per haus er með því mesta, sem þekkist í heiminum. Við og Norðmenn erum ríkastir norrænna þjóða. Lífeyriseignir Íslendinga (150% af árlegri landsframleiðslu) slaga hátt upp í norska olíusjóðinn. Eignir íslensku þjóðarinnar í fiskimiðum og orkulindum þýða, að Íslendingar eru í reynd ein af alríkustu þjóðum jarðar. Gallinn er bara sá, að eigandi þessara auðlinda er með stjórnvaldsákvörðunum sviptur arði af eignum sínum. Að hluta til rennur hann úr landi (arðurinn af orkulindunum). Að hluta rennur arðurinn til fámenns hóps fjármagnseigenda (kvótahafa), sem í krafti auðs er að sölsa undir sig sívaxandi hluta þjóðareigna.

Lesa meira

Viðtal í lettneska ríkissjónvarpinu við JBH

Þann 4. maí, 2015 var aldarfjórðungur liðinn frá því að lýðræðislega kjörið þjóðþing Letta samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu með fyrirvara. Lettar fóru varlega. Fyrirvarinn laut að því, að tilhögun , framkvæmd og tímasetning sjálfstæðisyfirlýsingarinnar væri samningsatriði. Sjálfstæðisyfirlýsingin varð því ekki virk, fyrr en eftir að Ísland tók frumkvæði að viðurkenningu á endurreistu sjálfstæði , sem staðfest var í Höfða í Reykjavík 26. ágúst, 1991.

Í tilefni af 4. maí sendi lettneska ríkissjónvarpið (LTV-1) fréttaritara sinn í Brüssel ásamt myndatökumanni til Salobrena í Andalúsíu til þess að taka viðtal við Jón Baldvin í tilefni dagsins. Viðtalið var hluti af samfelldri dagskrá um sjálfstæðisbaráttu Letta, sem var sýnd í sjónvarpinu 3. maí. Viðtalið er birt hér fyrir þá fáu menn á Íslandi, sem skilja lettnesku! Endursögn á íslensku birtist síðar.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/04.05.2015-islande-latvijas-neatkaribu-atzina-pirma.id48680/

SAMSTAÐA SMÁÞJÓÐA GETUR BREYTT HEIMINUM

Hér kemur þýðing á viðtali Ilze Nagla, fréttaritara lettneska ríkissjónvarpsins (LTV) við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, um stuðning Íslendinga við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, ágreining við leiðtoga Vesturveldanna, sess Gorbachevs í sögunni, hrun Sovétríkjanna og samstöðu smáþjóða, sem getur breytt heiminum.

Sp. Þegar leið á níunda áratug seinustu aldar – og boðaðar umbætur Gorbachevs létu á sér standa – fóru Eystrasaltsþjóðirnar í vaxandi mæli að hrista hlekkina. Við vildum endurheimta fyrra sjálfstæði. Þú varst utanríkisráðherra Íslands á þessum tíma (1988-95) og sem slíkur meðlimur í ráðherraráði NATO. Hvernig var sjálfstæðisbaráttu okkar tekið á Vesturlöndum á þessum tíma?

Lesa meira

AMERÍSKT ÓJAFNAÐARÞJÓÐFÉLAG EÐA NORRÆNT VELFERÐARRÍKI?

Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, um erindisbréf jafnaðarmanna á öld hins hnattvædda kapitalisma, og sitthvað fleira. Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, um erindisbréf jafnaðarmanna á öld hins hnattvædda kapitalisma, og sitthvað fleira.

Þá sem styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu rak í rogastans um daginn, þegar þú sagðir, að aðild Íslands væri ekki í sjónmáli. Ert þú á móti ESB-aðild?

Lesa meira

Þeir sem þora…

Þegar Mikhail Gorbachev komst til valda árið 1985 varð umbótastefna hans til að blása vindi í segl sjálfstæðishreyfinga í Eystrasaltslöndunum. Alþjóða samfélagið hundsaði hins vegar hjálparbeiðni þeirra. Þá brugðust utanríkisráðherrar tveggja smáþjóða, Íslands og Danmerkur, sem báðir höfðu persónulegan áhuga á málefnum Sovétríkjanna, við neyðarkallinu og gerðust málsvarar sjálfstæðissinna á alþjóðavetvangi.

ÞEIR SEM ÞORA lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991. Myndin fangar örlagaríka atburðarás sem fór af stað í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna, Vilnius, Riga og Tallinn, í janúar 1991, þegar Sovétherinn reyndi á grimmúðlegan hátt að kæfa anda frelsis og ganga milli bols og höfuðs á hreyfingum sjálfstæðissinna. Á þessari örlagastundu var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, eini vestræni utanríkisráðherrann sem heimsótti höfuðborgirnar þrjár og sýndi með því stuðning þjóðar sinnar í verki.

Lesa meira

Af gefnu tilefni: UM HENTISTEFNU OG HEIGULSHÁTT

Þegar ég sneri heim eftir að hafa orðið við kalli Landsbergis um að koma til Vilníus til að sýna samstöðu með Sajudis gegn sovéska hernámsliðinu, spurði Bryndís mig, hvernig Vilníus væri. Ég svaraði, að Vilníus væri eins og fegurðardrottning í tötrum. Þetta var í janúar 1991. Rakur vetrarkuldi nísti í merg og bein, borgin var grámygluleg og í niðurníðslu. Samt duldist mér ekki, að hún mátti muna sinn fífil fegri.

Síðan þá hef ég komið til Vilníus oftar en ég fæ tölu á komið. Ég hef m.a. s. búið þar um skeið sem gistiprófessor, nógu lengi til að kynnast blómlegu tónlistar- og listalífi borgarbúa. Borgin hefur tekið algerum stakkaskiptum frá því ég leit hana fyrst augum og fríkkar með ári hverju. Dagana 9.-13. mars vorum við Bryndís enn á ný í Vilníus, og í þetta skipti með Kolfinnu dóttur okkar. Við vorum gestir litháiska þingsins, Seimas, af því tilefni að aldarfjórðungur er liðinn frá því að Litháar lýstu yfir endurheimtu sjálfstæði, eftir að hafa mátt þola hernám og innlimun í Sovétríkin í næstum hálfa öld. Kolfinnu var boðið af því tilefni, að heimildarmynd hennar og Ólafs Rögnvaldssonar, „Þeir sem þora…“, um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, var forsýnd fyrir valinn hóp gesta í forsetahöllinni og síðan sýnd í ríkissjónvarpi Litháa í tilefni af aldarfjórðungsafmælinu.

Lesa meira

Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Jón Baldvin Hannibalsson á Eyjunni

Jón Baldvin var gestur Eyjunnar á Stöð 2 þann 1. mars þar sem hann ræddi meðal annars utanríkismál og stjórnmálin hér heima fyrir.

Viðtalið birtist hér:



Umfjöllun Eyjunnar um viðtalið er hægt að lesa hér: http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/03/01/jon-baldvin-esb-er-i-margs-konar-krisum-og-island-er-ekki-a-leid-thangad-inn/