..
Category: Greinar og viðtöl
Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali á Útvarpi Sögu (FM 99.4) við Höskuld Höskuldsson í dag, miðvikudag, kl. 17:00.
Vakin er athygli áhugasamra á, að JBH verður í viðtali á Útvarpi Sögu (FM 99.4) við Höskuld Höskuldsson í dag, miðvikudag, kl. 17:00
Viðtalið
–
HÁSKÓLI ÍSLANDS: EKKI MEIR, EKKI MEIR
„Það versta er ekki fólska hinna illviljuðu; það versta er þögn og afskiptaleysi hinna góðviljuðu“
(Anonymus)
Skýringar forráðamanna HÍ á fyrirvaralausri ákvörðun þeirra um að afturkalla ráðningu mína til kennslu við stjórnmálafræðideild skólans, standast ekki skoðun. Þeir leyfa sér að ganga langt í að hagræða staðreyndum í von um að geta breitt yfir það ófremdarástand, sem ríkir innan félagsvísindasviðs. Þessar skýringar bera vott um skort á sannleiksást, vilja til yfirhylmingar (e. cover-up) og ódrengskap í garð þeirra, sem verða að búa við afleiðingarnar af þeirra eigin klúðri.
Hverjar eru þessar skýringar? Látið er eins og þetta sé allt honum Baldri að kenna. Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor, á að hafa beðið mig um að líta við í nokkra tíma á námskeði á hans vegum. Þetta á að hafa verið einkamál Baldurs. Baldur hafi síðan afturkallað ákvörðun sína. Þar með beri félagsvísindasvið og stjórnmálafræðideild enga ábyrgð. Þetta er hins vegar, að mati rektors, tilefni til að setja reglur um gestakomur til háskólans.
Hvað sögðu nemendur um námskeið Jóns Baldvins?
Eins og vikið er að í greininni: Háskóli Íslands – Talíbanar í fílabeinsturni? hófst samstarf stjórnmálafræðideildar HÍ við mig haustið 2009. Efni námskeiðsins var: Geta smáþjóða til að gæta hagsmuna sinna og hafa áhrif í alþjóðakerfinu. – Prófessor við deildina fylgdi námskeiðinu úr hlaði með inngangserindi um ríkjandi kenningar um stöðu smáþjóða í alþjóðasamskiptum. Ég fylgdi þessu eftir með því að rekja dæmi um stöðu og áhrif smáþjóða í því kerfi alþjóðasamskipta, sem byggt hefur verið upp eftir Seinna stríð. Í mörgum tilfellum gat ég miðlað af eigin reynslu, eins og t.d.varðandi hafréttarmál og þorskastríð, samninga við Evrópusambandið (EES) og frumkvæði Íslands að stuðningi alþjóðasamfélagsins við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða.
Í ljósi þess, að forsvarskonur kynjafræðiskorar hafa knúið kennara við stjórnmálafræðadeildina til að afturkalla áður umbeðið námskeið í samstarfi við mig, er fróðlegt að rifja upp, hvað nemendur sjálfir höfðu að segja um reynslu sína af námskeiði mínu á haustmisseri 2009. Það mun vera regla við háskólann, að nemendum gefst kostur á að leggja kerfisbundið mat á frammistöðu kennara. Niðurstaðan varð sú, að JBH fékk hæstu einkunn kennara við deildina það misserið. Eina neikvæða umsögnin var, að hann væri ekki ínáanlegur utan kennslustunda (þ.e. ekki með fasta viðtalstíma). Þessi gagnrýni var rökstdd með því, að hér væri um að ræða „kennara sem væri gangandi námsefni. Hann bókstaflega framkvæmdi söguna, sem við lærum um í þessu námskeiði“. Aðrar umsagnir fylgja hér á eftir:
HÁSKÓLI ÍSLANDS: TALÍBANAR Í FÍLABEINSTURNI?
Ég hef að undanförnu orðið æ meir undrandi vitni að sjónarspili innan veggja Háskóla Íslands. Málið snýst vissulega um heiður háskólans. En það varðar ekki bara forráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar Íslands. Það varðar alla, sem skilja mikilvægi þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins og að virða mannréttindi.Ég hef að undanförnu orðið æ meir undrandi vitni að sjónarspili innan veggja Háskóla Íslands. Málið snýst vissulega um heiður háskólans. En það varðar ekki bara forráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar Íslands. Það varðar alla, sem skilja mikilvægi þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins og að virða mannréttindi.
Vissulega ber forráðamönnum háskólans að standa vörð um heiður hans. Spurningin er: Hvort verður það betur gert með því að halda í heiðri grundvallarreglur og mannréttindi? Eða með því að láta öfgafullan minnihluta kúga sig til að fórna grundvallarsjónarmiðum – í nafni friðarins? Hvar endar það? Málavextir eru í stórum dráttum sem hér segir:
YfirPirrupúri íhaldsins
Ég fór með fegurðardrottninguna í supermarkað í gær (hér í Andalúsíu) að því að okkur vantaði kælibox. Hér er bónus svo bókmenntalega sinnað að þú kemst ekki í kælinn nema í gegnum bókabúðina. Hér flokkast bókmenntir í kerlingaviðtöl, rómana (semi-erótískur þykjustuleikur), sænska krimma (Arnaldur og Yrsa) og loks koma sjálf skáldin. Þar er að finna Cervantes, Marcel Proust (og hina nýja norsku eftirlíkingu hans – 6 bindi), Coehlo, Umberto Eco og – Konan við þúsund gráður eftir Hallgrím Helgason.
Þar með hefur Helgason leyst Auði Övu af hólmi sem metsöluhöfundur á Spáni. Stílræn tilþrif þín um Framsóknaráratuginn taka Jónasi frá Hriflu fram rétt eins og minningarorð Jónasar um Einar Ben tóku fram sjálfum Sigurði Nordal. Beinskeytt, háðskt, brillíant. Það er ekki heiglum hent að fást við slík stílræn tilþrif. Mikið lifandis ósköp getur maður vorkennt manni sem reynir en virðist ekki vita hversu vanmáttugur hann er. Guðríður móðuramma mín á Strandseljum við Djúp varð ung hugfangin af pólitík Jónasar frá Hriflu. Hún átti í sínu bókasafni allar hinar innblásnu Skinnfaxa greinar hugsjónamannsins um, hvernig ætti að uppræta fátækt og byggja upp þjóðfélag jöfnuðar á Íslandi. Allt var þetta skiljanlegt út frá bæjardyrunum á Strandseljum uppúr fyrra stríði. Síðan tekur við löng saga um fráhvarf frá hugsjónum og hugsjónabrigð. Þessi saga endar í því að verfeðrungar samvinnuhreyfingarinnar leggjast á náinn og ræna reitunum í eigin hagsmunaskini. Hallgrímur lýsir þessu betur en ég get gert. Þetta eru söguleg aldarhvörf. Og nú endurtekur sagan sig sem farsi. Kv JBH
Fundu enga styttu – en fundu hann sjálfan í staðinn?
Starfsfólk Reykjavíkurborgar á svið uppeldis- og æskulýðsstarfs var á ferð í Vilnius í maímánuði s.l. vegna samstarfsverkefnis borganna. Þeim hafði verið sagt, að í Vilnius væri að finna styttu af undirrituðum, og fóru vítt og breytt um borgina í leit að henni. Styttuna fundu þau hvergi (enda er hún órisin). Hins vegar fundur þau okkur Bryndísi á förnum vegi og komu í pitsupartí í gestabústað okkar við Aðalstræti (Didziijou Gatu). Þau sögðu frá heimsókninni í eftirfarandi viðtali við dagblað í Vilnius.
Að bjarga kapítalismanum frá kapítalistunum
Eftirfarandi grein um fjármálakreppuna og viðbrögð við henni, m.a. á Íslandi og í Litháen eftir okkur Ramunas Bogdanas birtist fyrst í tímaritinu Valstybe og síðan á vefritinu Delfi, sem er langmest lesni fjölmiðill í Litháen. Greinin byggir að uppistöðu á stefnuræðu, sem ég flutti s.l. haust á Baltic Assembly, en Ramunas hefur flettað inn í hana köflum um afleiðingar kreppunnar í Litháen og viðbrögð stjórnvalda þar í landi. Ramunas var fyrsti Litháinn, sem ég kynntist á sínum tíma. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Landsbergis á örlagatímum sjálfstæðisbaráttunnar. Hann er núna sjálfstætt starfandi rithöfundur og blaðamaður í Vilnius.
Sjálfsagt eru ekki margir læsir á litháisku á Íslandi (fyrir utan Litháa, sem hér búa). En þá má alltaf reyna að fá botn í þetta með því að leita á náðir google þýðingarvélarinnar.
Svipmynd: RAUÐI ÞRÁÐURINN……
Arnór elsti bróðir minn var, eftir því sem ég best veit, fyrsti maðurinn af Vesturlöndum eftir stríð til að útskrifast úr háskólanum í Moskvu. Hann stundaði þar nám á árunum 1953 (árið sem fjöldamorðinginn Stalín hrökk upp af) til 1959. Næstu tvö árin stundaði hann framhaldsnám í heimspeki (m.a. hjá Kolakowski) í Kraká og Varsjá. Báðir voru þeir Árni Bergmann og hann, en þeir voru samtímis í Moskvu, vistaðir þar fyrir milligöngu Einars Olgeirssonar gegnum flokkstengsl.
Það tók Arnór ekki langan tíma að komast að raun um, að Sovéttrúboðið íslenska fór villur vega í sínum boðskap; draumurinn hafði fyrir löngu snúist upp í martröð. Sovétríkin voru fólskulegt lögregluríki – fangelsi þjóðanna – haldið saman með ofbeldi. Arnór lá ekki á skoðunum sínum. Við það komst hann upp á kant við hina heilögu þrenningu (Einar, Brynjólf og Kristinn E.), item ritstjóra Þjóðviljans og Tímarit máls og menningar, sem ritskoðuðu greinar hans eða synjuðu birtingar. Heimkominn birti Arnór greinasafn um þessa lífreynslu sína undir heitinu Valdið og þjóðin. Hann fylgdi því síðan eftir með bókinn Kommúnismi og vinstri hreyfing. Ragnar í Smára gaf út þetta bannfærða efni. Eftir þetta varð Arnór persona non grata meðal menningarelítunnar, sem alist hafði upp í lífslygi Sovéttrúboðsins. Hann var kerfisbundið rægður. Það var sagt, að hann hefði ekki þolað álagið í Moskvu og “bilast”.
Námskeið um Hrunið
NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS UM HRUNIÐ:
ORSAKIR-ÁBYRGÐ-LÆRDÓMAR
Í upphafi árs 2012 ákvað Samfylkingarfélagið í Reykjavík að efna til námskeiðs um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Skýrslan var alls í níu bindum eða um 2000 bls.(auk fylgiskjala á netinu). Hún er því mikil að vöxtum og að hluta til um sérfræðileg málefni og því ekki auðskilin öllum almenningi. Á námskeiðinu var lögð áhersla á að rekja niðurstöður skýrsluhöfunda, að því er varðaði orsakir hrunsins, ábyrgð stjórnvalda á því, og hvaða lærdóma mætti draga af þessari reynslu til að forðast að endurtaka áorðin mistök í framtíðinni. Námskeiðið hófst 25. jan., 2012 og stóð til loka febrúar.
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavik leitaði til Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. formanns Alþýðuflokksins, um að annast undirbúning námskeiðsins og leiðsögn. Auk Jóns Baldvins fluttu fyrirlestra þeir Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍ (um siðferði og starfshætti við fall íslensku bankanna) og Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við HÍ (um nauðsyn stjórnarskrárbreytinga til að styrkja stofnanir og innviði lýðræðis í íslensku stjórnarfari).