ÓHRÓÐRI UM EISTA SVARAÐ

Viðtal Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi (Bylgjunni sunnudaginn 28.08.) hefur dregið dilk á eftir sér. Viðtalið er aðgengilegt á heimasíðu minni. Það skiptist í tvennt, annars vegar vildi Sigurjón fá að vita, hvers vegna ég hefði á sínum tíma tekið frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða og í framhaldi af því, hvort þetta væri fordæmi, sem smáþjóð eins og íslendingar gætu fylgt eftir í öðrum málum. Seinni hluti viðtalsins fjallaði svo um innlend málefni.

Að því er varðar fordæmisgildið um stuðning smáþjóðar við aðrar smáþjóðir í lífsháska, nefndi ég, að ég vildi gjarnan að Ísland, í samvinnu við Norðurlönd og Eystrasaltsþjóðir, tækju frumkvæði að því á alþjóðavettvangi að koma Palestínumönnum til hjálpar í neyð þeirra. Ég lýsti ofbeldi Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum sem stærsta harmleik samtímans. Harmleik vegna þess að Ísraelsher kemur nú fram gagnvart undirokuðu og varnarlausu fólki með svipuðum hætti og þriðja ríki Hitlers kom fram gagnvart ofsóttum gyðingum.

Þetta kallaði á hörð viðbrögð frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni (http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1186112). Vilhjálmur þessi brást við með því að segja mig hafa, í utanríkisráðherratíð minni, haldið hlífiskildi yfir stríðsglæpamanni (Evald Mikson), en sjálfur hefði ég haft dularfull tengsl við KGB á sínum tíma. Loks fór hann hinum verstu orðum um eistnesku þjóðina fyrir meintar gyðingaofsóknir.

Lesa meira

Í BÁL OG BRAND Á NORÐURLANDARÁÐSÞINGI

Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún. Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún.

Heill og sæll, einkabílstjóri.
Satt segirðu. Það var haldið Norðurlandaráðsþing í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík í ársbyrjun 1985. Ég var nýorðinn formaður Alþýðuflokksins. Þingmaður, já, en vissulega ekki ráðherra (enn). Og ég átti ekkert sæti á Norðurlandaráðsþingi. En það hlýtur að hafa verið lítið um að vera á þinginu – kannski bara leiðinlegt – því að einu fréttirnar, sem birtust á Norðurlöndum frá þessu þingi snerust um litla kjallaragrein, sem ég skrifaði í þáverandi DV: “Norðurlanda hvað?”

Lesa meira

Viðtal Sigurjóns Egilssonar þáttastjórnanda Sprengisands á Bylgjunni við JBH

Sunnudaginn 28. ágúst s.l. ræddi Sigurður M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, við JBH, þar sem hann leitaði svara við spurningunni um, hvers vegna utanríkisráðherra Íslands á þessum árum (1988-95) beitti sér á alþjóðavettvangi fyrir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða með þeim hætti, að þess er minnst nú 20 árum síðar með því að heiðra Ísland sérstaklega í höfuðborgum landanna þriggja.

Fyrri hluti viðtals
Seinni hluti viðtals

EISTAR FÆRA ÍSLENDINGUM ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN VIÐ SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ÞEIRRA FYRIR 20 ÁRUM

Þann 20. ágúst s.l. var efnt til málþings og hátíðahalda í Tallinn, höfuðborg Eistlands, til þess að minnast þess, að 20 ár voru þá liðin – þann 22. ágúst – frá því að Eistar lýstu yfir endurreistu sjálfstæði sínu, og Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna það og koma á stjórnmálasambandi milli ríkjanna. Fyrir þessu málþingi stóðu utanríkisráðuneyti Eistlands og “The Estonain Foreign Policy Institute”.

Málþingið var tvískipt. Fyrst var fjallað um atburðarásina 1987-91, þegar andófið gegn sovésku nýlendustjórninni vaknaði, og reynt að meta mikilvægi þessara atburða í ljósi síðari tíma. Þeir sem þátt tóku í umræðunum voru: Esko Aho, fv. forsætisráðherra Finna, Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Pólverja, Ivars Godmanis, fv. forsætisráðherra Letta, Shelov-Kovadyaev, fyrrum varautanríkisráðherra Rússlands og Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra Íslands.

Lesa meira

DAGSHRÍÐAR SPOR SVÍÐA. Formáli að Fóstbræðrasögu

Ítalskur fræðimaður, Antonio Costanzo, bað mig að skrifa formála að væntanlegri ítalskri útgáfu á Fóstbræðrasögu, sem hann ritstýrir. Kolfinna dóttir mín hafði sagt honum, að ég væri eiginlega sveitungi Kolbrúnarskáldsins, þótt aldursmunur væri nokkur. Af þessum sökum fannst Sr. Constanzo, að mér hlyti að renna blóðið til skyldunnar að halda orðstír Kolbrúnarskáldsins á loft. Voilá!

FÓSTBRÆÐRASAGA – ein fjölmargra Íslendingasagna – var fyrst færð í letur á íslensku fyrir meira en 700 árum. Aðalsögupersónurnar – vígamaðurinn og skáldið – eru sagðar hafa verið uppi fyrir um 1000 árum, undir lok Víkingaaldar. Þá höfðu norrænir menn þegar numið lönd á Íslandi og Grænlandi og náð tímabundið fótfestu á ströndum N-Ameríku, hálfu árþúsundi á undan Kólumbusi. Sögusvið Fóstbræðrasögu er þessi heimur, sem víðátta Altlantshafsins aðskilur og tengir saman.

1.

Þrátt fyrir þessa firrð í tíma hefur Þormóður Kolbrúnarskáld – önnur aðalpersóna sögunnar – alltaf staðið mér nærri, bæði í tíma og rúmi. Að hluta til er það trúlega vegna þess, að við vorum sveitungar, næstum því nágrannar. Ögur hefur um aldir verið eitt helsta höfuðból við Djúp. Þetta fornfræga sveitarsetur er að mínu mati, bæði miðpunktur – og vendipunktur – sögunnar. Á þessum bæ ólst ég upp á sumrum á unglingsárum mínum um miðbik seinustu aldar. Laugaból, þar sem Þormóður ólst upp (að vísu einu árþúsundi fyrr) er svo til næsti bær. Við fórum þangað iðulega ríðandi frá Ögri. Bændum á Laugabóli og næstu bæjum er enn tíðförult í Ögur, sem er samgöngumiðstöð héraðsins, m.a. fyrir útskipun á afurðum bænda og fyrir aðdrætti alla.

Lesa meira

NÝ STEFNUSKRÁ HANDA JAFNAÐARMÖNNUM

Dagana 13. til 22. maí, 2011 komu um 370 stúdentar frá 40 þjóðum saman í Thüringen í Þýskalandi til þess að skiptast á skoðunum um frelsið. Gestgjafinn var samstarfsnet háskóla í Türingen – í borgunum Weimar, Jena, Erfurt, Ilmenau o.fl.. Þetta var í tíunda sinn, sem þessir aðilar efna til alþjóðlegs málþings af þessu tagi. Íbúar þessara háskólaborga opna heimili sín fyrir gestum þessa tíu daga, sem málþingið stendur. Við það myndast tengsl milli heimamanna og hinna erlendu gesta, sem einatt standa órofin, löngu eftir að gestirnir hafa kvatt og horfið til sinna heima.

Fyrir utan opinbera fyrirlestra (sem standa öllum opnir) um helstu þætti meignþemans hverju sinni, mynda hinir erlendu stúdentar samstarfshópa með heimamönnum til að ræða efni fyrirlestranna í þaula. Meðan á málþinginu stendur vinna stúdentarnir að ýmsum verkefnum í tengslum við umræðuefnin: Þeir reka útvarpstöð, gefa út blöð og bæklinga, búa til heimildamynd og gefa út bók með helstu fyrirlestrum og niðurstöðum umræðuhópa.

Lesa meira

HVAÐ HEFUR LÝÐVELDIÐ ÞEGIÐ Í ARF – FRÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM?

Hugleiðingar í tilefni af bók Þórs Whitehead um “Sovét Ísland”. Grein skrifuð í febrúar 2011

Athugasemd skrifuð 17.6.2011: Jakob Ásgeirsson, ritstjóri ÞJÓÐMÁLA, sendi höfundi þessara hugleiðinga bók Þórs Whitehead, Sovét-Ísland, með beiðni um umsögn. Að fenginni eftirfarandi ritsmíð hafnaði ritstjórinn birtingu og sagði “ekki við hæfi að þetta litla tímarit mitt birti gagnrýni af þessu tagi á hægri stefnu á Íslandi. Þjóðmál voru einmitt sett á fót til að koma öndverðum sjónarmiðum á framfæri, þar sem það væri svo hressileg vinstri slagsíða á fjölmiðlum á Íslandi (Morgunblaðið var þá nánast ómengað vinstra blað). Þjóðmál er því ekki vettvangur fyrir ólík sjónarmið (leturbreyting JBH)… heldur ákveðið hægri blað, sem heldur fram hægri sjónarmiðum. Ég get því ekki birt greinina, því að hún er bein árás á hægri stefnu og á því heima á öðrum vettvangi.” – Þá vitum við það. Ég vek athygli á, að hugleiðingar mínar eru um bók sem ber heitið SOVÉT-ÍSLAND. JBH

P.s.Þessi grein hefur verið á vergangi mánuðum saman. Hún var pöntuð fyrir ÞJÓÐMÁL – en hafnað af ritstjóranum að loknum lestri, sbr. ummælin hér að ofan. Þá var hún send til birtingar í TMM. Karl Th. Birgisson vildi fá hana til birtingar í Herðubreið, en það hefur dregist, að HERÐUBREIÐ líti dagsins ljós. Þá var hún endursend til Guðmundar Andra á TMM – en um seinan. Ekki veit ég, hvers Sovét-Ísland – óskalandið hans Þórs Whitehead á að gjalda. Greinin er ekki um þá bók, heldur er hún hugleiðingar, sem vöknuðu við lestur þeirrar bókar, um íslenska valdakerfið. Hér birtist hún loksins á heimasíðu minni, eftir ómælda hrakninga, aðgengileg þeim sem áhuga hafa á efninu. – Sami

“Atburðirnir 9. nóvember sýndu ljóslega, að í raun er ekkert ríkisvald á Íslandi”.

– de Fontenay, sendiherra Dana á Íslandi til Thorvalds Stauning, forsætisráðherra, í skýrslu um Gúttóslaginn 9. nóv., 1932.

Lesa meira

Að kjósa – til hvers?

Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu. Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu.

Hinir ungu og hinir vonsviknu, sem refsuðu krötunum fyrir að hafa brugðist vonum sínum, kusu heldur ekki íhaldið, enda ekkert þangað að sækja nema sérhagsmunavörslu og purkunarlausa pólitíska spillingu. Hvað gat fólk þá kosið? Það er málið.

Lesa meira

Að kenna öðrum um. JBH svarar SG

Takk fyrir tilskrifið, 05.06.11.

Öll þín viðleitni til að gera okkur jafnaðarmenn samseka Sjálfstæðis-Framsóknarflokknum um að hafa í reynd einkavætt sjávarauðlindina, í blóra við lagaákvæðið, sem við knúðum fram um þjóðareign, stendur eða fellur með einu orði: Framsali og framkvæmd þess.Nú er það svo, að framsalsréttur á veiðiheimildum milli útgerða – þ.e.a.s. á nýtingarréttinum en ekki eignarréttinum, skv. ströngum reglum – er nauðsynlegur í aflamarkskerfi, ef fiskveiðistjórnunin á að skila tilætluðum árangri sem er:

  • að minnka flotann (sóknargetu, offjárfestingu)
  • að lækka tilkostnað við veiðarnar (sækja heimilaðan afla með færri skipum) )
  • að auka hagnað útgerða og arðsemi veiða (þ.m.t.að bæta kjör sjómanna) )
  • að auka sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar (með því að takmarka sókn og draga úr frákasti vegna meðafla) )

Framsalsréttur þýðir ekki, að handhafar veiðiheimildar (sem er lögum samkvæmt tímabundinn nýtingarréttur) geti selt það, sem þeir ekki eiga, eins og um einkaeign væri að ræða – nema stjórnvaldið leyfi það í framkvæmd eða láti það afskiptalaust. Það fer allt eftir framkvæmdinni.

Lesa meira