Heiðursgestur þingsins við þessa athöfn verður Jón Baldvin Hannibalsson f.v. utanríkisráðherra Íslands, sem mun ávarpa þingið f.h. erlendra gesta. Athöfninni verður útvarpað og sjónvarpað.
FRÉTTATILKYNNING: MINNINGARATHÖFN Í VILNÍUS
Eystrasaltsþjóðir fagna 20 ára afmæli síns endurheimta sjálfstæðis 1991.
Þann 13. jan. þ.m. verður efnt til minningarathafnar í þjóðþinginu, SEIMAS, í Vilníus, höfuðborg Litháen, til að heiðra minningu fórnarlamba sovéska hernámsliðsins, sem létu lífið þann 13. jan. 1991 – fyrir 20 árum – við að verja sjónvarpsturninn og útvarpshúsið í höfuðborginni fyrir skriðdrekaárás hernámsliðsins.