Kjartan Ólafsson: Um kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn – draumar og veruleiki – stjórnmál í endursýn. Mál og menning.
Þetta er mikill doðrantur, 568 bls. í stóru broti, ríkulega myndskreytt. Þótt þarna sé hvergi að finna hugmyndalegt uppgjör við sovéttrúboð og hollustu kommúnistaflokks og sósíalistaflokks, eins og seinna verður vikið að, er engu að síður mikill fengur að þessari bók. Höfundurinn á þakkir skyldar fyrir þá elju, sem hann leggur á sig á efri árum við að halda til haga gögnum og heimildum og fyrir að sýna okkur í nærmynd persónur og leikendur í þessum dramatíska harmleik. Þetta er ekki þurr og blóðlaus skýrsla fræðimanns, sem þykist vera hlutlaus. Þetta er lifandi frásögn manns, sem var á tímabili sjálfur í innsta hring, einn fremsti fulltrúi annarrar kynslóðar, sem tók Sovéttrúboðið í arf, en hafði ekki til að bera nægan andlegan heiðarleika eða pólitískan kjark til að gera upp við það hugmyndalega þrotabú og varð því „kynslóð án skýrrar pólitískrar sjálfsmyndar, sögulega séð“, eins og Kjartan sjálfur orðar það.
Lesa meira