1. Auðlindapólitík í almannaþágu
Vissir þú, að þegar olía og gas fannst í umtalsverðu magni í lögsögu Noregs upp úr 1970, ákváðu Norðmenn, að olíuauðhringarnir sem buðu í nýtingarréttinn að hinni nýju auðlind yrðu að greiða fyrir það leigugjald – auðlindagjald – sem rynni í Þjóðarsjóð Norðmanna.
Vissir þú, að þessi þjóðarsjóður er nú öflugasti fjárfestingarsjóður í heimi? Og að Norðmenn eru fyrir löngu skuldlaus þjóð? Og að jafnvel eftir að olíu- og gaslindir þeirra verða uppurnar, mun arðurinn af fjárfestingum þjóðarsjóðsins halda áfram að mala þeim gull.