Í tilefni af helgarblaðsviðtali Fb. 16. jan.við Rögnu B. Björnsdóttur, sem kynnt er til sögunnar sem fyrrv. frambjóðandi Kvennalistans, vil ég taka fram eftirfarandi:
Blaðamaður beindi nokkrum fyrirspurnum til mín um efnið, sem var óhróður um mína persónu, og krafðist svara í tímapressu. Hún fékk svör svo til samstundis, enda hafa þau legið fyrir lengi, aðgengileg fyrir áhugasama. En þótt blaðamaður hafi beðið um og fengið svör, stakk hún efni þeirra undir stól og lét nægja að vísa til þess, hvar þau mætti finna. Vegna þessara vítaverðu vinnubragða beini ég þeirri sjálfsögðu kröfu til ritstjóra Fréttablaðsins, Jóns Þórissonar, að hann birti svörin í næsta tölublaði Fréttablaðsins. Af tillitssemi við ritstjóra fylgja svörin hér með, í styttri útgáfu.