SÖGUBURÐUR I

Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum kvaðst elsta dóttir okkar Bryndísar, Aldís, ekki þekkja þá mynd, sem fjölmiðlar hefðu dregið upp af föður sínum og spurði: Má hann þá hvergi njóta sannmælis? Þetta var árið 1995, þegar Aldís var 36 ára gömul. Sjö árum seinna hafði gagnkvæm ástúð og viðring snúist upp í hatur og hefndarhug. … Continue reading “SÖGUBURÐUR I”

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“ Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – … Continue reading “AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?”

Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?

Kemur fiskur í staðinnn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir –  grundvallarsjónarmið? Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur heitinn Guðmundsson í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum fyrir nokkrum árum. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara –  ærin. Lífsháski Úkraínu-og … Continue reading “Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?”

Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO

Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi … Continue reading “Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO”

UM STRÍÐ OG FRIÐ

„Án Úkraínu verður Rússland aldrei drottnandi nýlenduveldi á ný“.Zbigniew Brzezinski Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi  um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við … Continue reading “UM STRÍÐ OG FRIД

Úkraína í herkví:

AFTURGÖNGUR SÖGUNNAR Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990? Marshalláætlun/ Yavlinsky- program? Það varð snemma ljóst, að leiðtogar Vesturveldanna – sér í lagi Bush eldri, Bandaríkjaforseti –   voru gersamlega óviðbúnir hruni Sovétríkjanna. Þeir brugðust við … Continue reading “Úkraína í herkví:”

Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því,  um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið … Continue reading “Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      “

LAND TÆKIFÆRANNA

Það fer vart fram hjá neinum, að nýfrjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum heyr nú kosningabaráttu sína undir kjörorðinu: „Land tækifæranna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tímaritið Economist sérstaka skýrslu um norræna módelið. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu, að norræna módelið væri „the most successful socio-economic model on the planet“, á öld hnattvæðingar.Í … Continue reading “LAND TÆKIFÆRANNA”

Ingibjörg Björnsdóttir, minning

Ég var fjarri fósturjarðarströndum þann 19. ágúst s.l., þegar Ingibjörg Björnsdóttir var kvödd hinstu kveðju. En mér rennur bóðið til skyldunnar að minnast hennar fáeinum vel völdum orðum,  því að hún var eftirminnilegur samstarfsmaður minn þann skamma tíma,  sem ég gegndi embætti fjármálaráðherra (1987-88). Það var stuttur tími, en við bættum það upp með því … Continue reading “Ingibjörg Björnsdóttir, minning”

AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum

Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum  þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi. Ég hóf málþingið … Continue reading “AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum”