SPURNINGAR OG SVÖR UM EVRÓPUMÁL

HVAÐ ER EES?[i] EES-SAMNINGURINN var á sínum tíma gerður á milli EFTA-ríkjanna sex (Finnland, Svíþjóð, Noregur, Ísland og Alparíkin Sviss og Austurríki, – Liechtenstein bættist seinna í hópinn  –  og Evrópubandalagsins/Evrópusambandsins. Samningurinn var um aðild EFTA-ríkjanna að innri markaði Evrópusambandsins (ESB). Hann var undirritaður 2.maí 1992 en gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hann er … Continue reading “SPURNINGAR OG SVÖR UM EVRÓPUMÁL”

ÓJÖFNUÐUR – ANDHVERFA LÝÐRÆÐIS

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson THOMAS PIKETTY, franski hagfræðingurinn víðfrægi, hefur svarað spurningunni: Hvers vegna hefur hinn hnattvæddi kapitalismi valdið sívaxandi ójöfnuði innan hinna þróuðu samfélaga samtímans? Hann hefur birt niðurstöðurnar í tveimur öndvegisritum: Capital in the 21st Century  og Capital and ideology. Hann og samstarfsmenn hans hafa rannsakað fjallháa bunka af upplýsingum um efnið,sem leynast … Continue reading “ÓJÖFNUÐUR – ANDHVERFA LÝÐRÆÐIS”

NORRÆNA MÓDELIÐ OG FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson „Það sem við nú erum vitni að er ekki bara endalok Kalda stríðsins eða kaflaskipti í eftir-stríðs sögunni, heldur endalok sögunnar sem slíkrar; þ.e.a.s. endapunkturinn á hugmyndafræðilegri þróun mannkyns, þar sem vestrænt lýðræði ríkir sem hið endanlega form mannlegra stjórnarhátta“.Francis Fukuyama: End of Ideology (1991). Þessi tilvitnun lýsir betur en flest annað … Continue reading “NORRÆNA MÓDELIÐ OG FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS”

Minning: Matthías Johannessen    

13.03.24                                                                                                             Matthías setti sterkan svip á samtíð sína. Reyndar lengur en flestir sem eitthvað kvað að. Ristjórnarferill hans og Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu í meira en hálfa öld var stórveldistímabil blaðsins. Þeir voru eins ólíkir og dagur og nótt. Hvor um sig hafði sinn garð að rækta. Þegar þeir lögðu saman var fátt um … Continue reading “Minning: Matthías Johannessen    “

BARÁTTA EYSTRASALTSÞJÓÐA: SÖGULEG UPPRIFJUN

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Sjálfstæðisbarátta ykkar á seinustu áratugum seinustu aldar var þjóðarvakning: syngjandi byltingin. En hún var líka pólitísk grasrótarhreyfing – fyrir lýðræðið: Mannlega keðjan (e. Human chain). Þetta tvennt: Byltingin syngjandi og mannlega keðjan, þar sem meira en milljón manns héldust í hendur frá Tallinn í norðri til Vilníusar í suðri, varð táknmynd … Continue reading “BARÁTTA EYSTRASALTSÞJÓÐA: SÖGULEG UPPRIFJUN”

SÁLUMESSA UM SPILLINGUNA

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“. (Úr skýrslu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis, 1. okt., 2 009) Þorvaldur Logason: EIMREIÐARELÍTAN – SPILLINGARSAGA, 464 BLS. … Continue reading “SÁLUMESSA UM SPILLINGUNA”

BREIÐFYLKING UMBÓTAAFLA

Það skýtur skökku við, að prófessor úr fílabeinsturni  akademíunnar (Háskóla Íslands) skuli þurfa til að minna okkur á, að pólitík er ekki samkvæmisleikur og sýndarmennska, eins og sumir virðast halda.Pólítík snýst um völd. Það er kjarni málsins í nýjustu bók Dr. Stefáns Ólafssonar, sem hann nefnir: Baráttan um bjargirnar – stjórnmál og stéttabarátta í mótun … Continue reading “BREIÐFYLKING UMBÓTAAFLA”

JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)

Lifað með öldinni, endurminningar Jóhannesar Nordal, er þrekvirki, enda þrettán ár í smíðum. Sjálfur er höfundurinn að nálgast 100 ára afmælið. Þetta er stjórnmála- og hagsaga Íslands á 20stu öld. Hvað ætli Jóhannes hafi lifað af marga forsætis- og fjármálaráðherra á sinni tíð? En alltaf blífur Jóhannes – okkar útgáfa af hinum menntaða einvalda. Honum … Continue reading “JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)”

SÖGUBURÐUR I

Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum kvaðst elsta dóttir okkar Bryndísar, Aldís, ekki þekkja þá mynd, sem fjölmiðlar hefðu dregið upp af föður sínum og spurði: Má hann þá hvergi njóta sannmælis? Þetta var árið 1995, þegar Aldís var 36 ára gömul. Sjö árum seinna hafði gagnkvæm ástúð og viðring snúist upp í hatur og hefndarhug. … Continue reading “SÖGUBURÐUR I”

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“ Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – … Continue reading “AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?”