Minning: Matthías Johannessen    

13.03.24                                                                                                             Matthías setti sterkan svip á samtíð sína. Reyndar lengur en flestir sem eitthvað kvað að. Ristjórnarferill hans og Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu í meira en hálfa öld var stórveldistímabil blaðsins. Þeir voru eins ólíkir og dagur og nótt. Hvor um sig hafði sinn garð að rækta. Þegar þeir lögðu saman var fátt um … Continue reading “Minning: Matthías Johannessen    “

BARÁTTA EYSTRASALTSÞJÓÐA: SÖGULEG UPPRIFJUN

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Sjálfstæðisbarátta ykkar á seinustu áratugum seinustu aldar var þjóðarvakning: syngjandi byltingin. En hún var líka pólitísk grasrótarhreyfing – fyrir lýðræðið: Mannlega keðjan (e. Human chain). Þetta tvennt: Byltingin syngjandi og mannlega keðjan, þar sem meira en milljón manns héldust í hendur frá Tallinn í norðri til Vilníusar í suðri, varð táknmynd … Continue reading “BARÁTTA EYSTRASALTSÞJÓÐA: SÖGULEG UPPRIFJUN”

SÁLUMESSA UM SPILLINGUNA

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“. (Úr skýrslu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis, 1. okt., 2 009) Þorvaldur Logason: EIMREIÐARELÍTAN – SPILLINGARSAGA, 464 BLS. … Continue reading “SÁLUMESSA UM SPILLINGUNA”

BREIÐFYLKING UMBÓTAAFLA

Það skýtur skökku við, að prófessor úr fílabeinsturni  akademíunnar (Háskóla Íslands) skuli þurfa til að minna okkur á, að pólitík er ekki samkvæmisleikur og sýndarmennska, eins og sumir virðast halda.Pólítík snýst um völd. Það er kjarni málsins í nýjustu bók Dr. Stefáns Ólafssonar, sem hann nefnir: Baráttan um bjargirnar – stjórnmál og stéttabarátta í mótun … Continue reading “BREIÐFYLKING UMBÓTAAFLA”

JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)

Lifað með öldinni, endurminningar Jóhannesar Nordal, er þrekvirki, enda þrettán ár í smíðum. Sjálfur er höfundurinn að nálgast 100 ára afmælið. Þetta er stjórnmála- og hagsaga Íslands á 20stu öld. Hvað ætli Jóhannes hafi lifað af marga forsætis- og fjármálaráðherra á sinni tíð? En alltaf blífur Jóhannes – okkar útgáfa af hinum menntaða einvalda. Honum … Continue reading “JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)”

SÖGUBURÐUR I

Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum kvaðst elsta dóttir okkar Bryndísar, Aldís, ekki þekkja þá mynd, sem fjölmiðlar hefðu dregið upp af föður sínum og spurði: Má hann þá hvergi njóta sannmælis? Þetta var árið 1995, þegar Aldís var 36 ára gömul. Sjö árum seinna hafði gagnkvæm ástúð og viðring snúist upp í hatur og hefndarhug. … Continue reading “SÖGUBURÐUR I”

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“ Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – … Continue reading “AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?”

Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?

Kemur fiskur í staðinnn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir –  grundvallarsjónarmið? Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur heitinn Guðmundsson í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum fyrir nokkrum árum. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara –  ærin. Lífsháski Úkraínu-og … Continue reading “Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?”

Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO

Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi … Continue reading “Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO”

UM STRÍÐ OG FRIÐ

„Án Úkraínu verður Rússland aldrei drottnandi nýlenduveldi á ný“.Zbigniew Brzezinski Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi  um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við … Continue reading “UM STRÍÐ OG FRIД