Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?

Kemur fiskur í staðinnn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir –  grundvallarsjónarmið?

Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur heitinn Guðmundsson í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum fyrir nokkrum árum. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara –  ærin. Lífsháski Úkraínu-og Palestínumanna frammi fyrir yfirþyrmandi hervaldi; sjálfsákvörðunarréttur þjóða frammi fyrir hernaðarástandi; mannréttindi hinna varnarlausu frammi fyrir drápsmaskínum styrjalda.

Lesa meira

Árni Gunnarsson, minning

Árni Gunnarsson var maður heitra tilfinninga. Rík réttlætiskennd var honum í blóð borin. Hann vildi leggja þeim lið, sem áttu undir högg að sækja og rétta þeim hjálparhönd, sem liðsinnis þurftu við. Hann var m.ö.o. jafnaðarmaður af lífi og sál og drengur góður. Samt var hann aldrei haldinn bölmóði, eins og hendir suma þá, sem vex í augum óréttlæti heimsins. Þvert á móti. Hann trúði á hið góða í manninum. Og gekk bjartsýnn og baráttuglaður að hverju verki. Hann átti auðvelt með að laða fólk til samstarfs, enda betri samstarfsmaður vandfundinn.

Flokkurinn sem Árni aðhylltist ungur að árum hét Alþýðuflokkurinn – og var Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Enginn annar flokkur hefur hrundið í framkvæmd jafnmörgum og jafn róttækum umbótamálum, sem til samans hafa gerbreytt íslensku þjóðfélagi til hins betra.

Lesa meira

Uffe Ellemann Jensen, minning

Þegar fundum okkar Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Dana, bar fyrst saman  haustið 1988 á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, kom brátt á daginn, að við Uffe áttum meira sameiginlegt en við mátti búast. Við vorum allir sósíaldemókratar nema hann, sem var formaður flokks, sem kenndi sig við vinstrið, en var til hægri. Þetta hafði ekkert að gera með pólitík. Við áttum það bara  sameiginlegt að bera takmarkað umburðarlyndi fyrir leiðindum. Því fylgdi  grallaralegt skopskyn, sem þótti á köflum varla selskapshæft.

Að sögn vinar míns, Stoltenbergs  hins norska, missti  Uffe út úr sér eftirfarandi: „ Það væri nú munur fyrir okkur hin að búa við  ráðríki ykkar, krataflokkanna í Norðurlandapólitíkinni, ef þið væruð ekki flestir (alls ekki þú, þó!) svona hrútleiðinlegir.Af hverju getið þið ekki verið meira eins og þessi íslenski?“

Lesa meira

Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO

Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi gegnt um þáverandi forseta Bandaríkjanna, George H.W. Bush. Ísland hafi beitt sér gegn yfirlýstri stefnu leiðtoga NATO og hafi sú stefna orðið ofan á.Það sem hér fer á eftir er kafli úr bók Jóns Baldvins: THE BALTIC ROAD TO FREEDOM – ICELAND´S ROLE, Lambert Academic Publishing, 2017.

Lesa meira

UM STRÍÐ OG FRIÐ

„Án Úkraínu verður Rússland aldrei drottnandi nýlenduveldi á ný“.
Zbigniew Brzezinski

Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis?

Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi  um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra.

Hver var hún? Hún var sú, að ekki mætti segja eða gera neitt, sem tefldi völdum Gorbachevs sem forseta Sovétríkjanna í hættu, því að þá myndu „harðlínumenn“  (kommúnistar) ná völdum. Þar með væri yfirstandandi samningum um endalok Kalda stríðsins, allsherjar afvopnun, frelsun þjóða Mið-og Austur Evrópu undan oki Sovétríkjanna  –  og síðast en ekki síst sameiningu Þýskalands –  teflt í tvísýnu.

Ég taldi það ekki góðri lukku stýra að binda allar vonir um árangur í þessum mikilvægu samningum við pólitísk örlög eins manns. Ég benti á, að vegna vonbrigða með lítinn árangur í reynd af umbótatali Gorbachevs, hefði hann í vaxandi mæli glatað stuðningi umbótaafla og orðið að reiða sig á stuðning harðlínumanna í Kreml, eins og síðar kom á daginn. Ég hélt því fram, að leiðtogar lýðræðisríkjanna mættu með engu móti fórna réttmætum væntingum Eystrasaltsþjóða um endurheimt sjálfstæðis, á svo hæpnum forsendum.

Lesa meira

Úkraína í herkví:

AFTURGÖNGUR SÖGUNNAR

Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990?

Marshalláætlun/ Yavlinsky- program?

Það varð snemma ljóst, að leiðtogar Vesturveldanna – sér í lagi Bush eldri, Bandaríkjaforseti –   voru gersamlega óviðbúnir hruni Sovétríkjanna. Þeir brugðust við atburðum eftir á,  en einatt of lítið – of seint. Sovétkerfið var ekki bara hugmyndalega, heldur efnahagslega, gjaldþrota. Undir lokin birtist Gorbachev okkur í hlutverki betlarans, sem sárbændi viðsemjendursína um hjálp.  Það sem hann fékk voru smáaurar, sem dugðu til að seðja sárasta hungrið. Það sem þurfti, til að bjarga málum,  var massíf Marshall- áætlun, sambærileg að fjárhæð við áætlun Bandaríkjamanna eftir lok Seinni heimsstyrjaldar, sem kennd er við Marshall og átti stóran þátt í að hraða endurreisn Evrópu úr rústum stríðsins.

Gorbachev hafði hvorki fjármuni né framkvæmanlegar hugmyndir um, hvernig umskiptin til markaðskerfis undir lýðræðislegri stjórn gæti átt sér stað. En slík áætlun var til í tæka tíð. Hún var kennd við úkraínska hagfræðinginn Yavlinsky. Það hefði tekið að lágmarki fimm ár og 150 milljarða Bandaríkjadala að hrinda henni í framkvæmd. Ekki til þess að sökkva peningum ofan í svarthol upplausnarinnar, heldur til að byggja traustar undirstöður lýðræðislegra stofnana, blandaðs hagkerfis og réttarríkis í Rússlandi. Það var þetta sem þurfti til að hjálpa Rússum til að sá fræjum lýðræðis og mannréttinda í rússneskum jarðvegi.

Lesa meira

Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því,  um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið og leita lausna.    

  1. gr. gildandi laga um stjórn fiskveiða hljóðar svo:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“.

Lesa meira

LAND TÆKIFÆRANNA

Það fer vart fram hjá neinum, að nýfrjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum heyr nú kosningabaráttu sína undir kjörorðinu: „Land tækifæranna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tímaritið Economist sérstaka skýrslu um norræna módelið. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu, að norræna módelið væri „the most successful socio-economic model on the planet“, á öld hnattvæðingar.Í því hefði tekist að sameina andstæðurnar „hagkvæmni og jöfnuð“. Norræna módelið væri hvort tveggja í senn, samkeppnishæfasta og mesta jafnaðarþjóðfélag á jarðríki. Það hefði afdráttrlaust leyst Ameríku af hólmi sem „land tækifæranna“.

En höfundur skýrslunnar, hr. Wooldridge, reyndist vera illa smitaður af bakteríu nýfrjálshyggjunnar eins og fleiri. Hann reyndi því að gera sitt besta til að þakka sænskum íhaldsmönnum, sem hafa verið við völd skamma hríð á seinustu árum, fyrir þennan óviðjafnanlega árangur. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sænska velferðarríkið, þessi völundarsmíð sænskra jafnaðarmanna, stendur óhögguð. Sænskir íhaldsmenn hafa ekki dirfst að hagga við undirstöðunum, heldur orðið að láta sér nægja að fitla við smábreytingar á jaðrinum.

Ég sendi því bréf til ritstjórans með rökstuddri gagnrýni á þessi áróðrsbrögð. Það segir sína sögu um ritstjórnarstefnu Economist, að þrátt fyrir að þeir hafi óskað sérstaklega eftir viðbrögðum lesenda sinna, stungu þeir athugasasemdum mínum undir stól. Ég þykist vita, að Kjarninn þori að birta það sem ritstjóri Economist þorði ekki að trúa lesendum sínum fyrir. Hér kemur það:

Lesa meira

GREININGIN Á BANAMEINI SOVÉTRÍKJANNA REYNDIST RÉTT

Eftirfarandi viðtal við Jón Baldvin birtist í helgarblaði (Sestdiena) í Riga (september, 10-16, 2021), í tilefni af því, að 30 ár eru liðin frá því að Lettar endurheimtu sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum.

Q To what extent were you familiar with the internal situation of the Soviet Union and behind the iron curtain?

A. I stem from a very political clan in Iceland. My grand cousin was the founder and leader of the Trade Union movement and the Socialdemocratic Party for more than 20 years (1916-38). My father was leader of the Trade Union Movement for 20 years (1954-74), and briefly leader of the Socialdemocratic Party. My uncle studied in Paris, Berlin and Rome after WW1 and worked for the League of Nations. My oldest brother was the first person from Western Europe after WW-ll to graduate from Moscow University and did postgraduate work in Poland (1954-61).

Continue reading “GREININGIN Á BANAMEINI SOVÉTRÍKJANNA REYNDIST RÉTT”