Málþingið var tvískipt. Fyrst var fjallað um atburðarásina 1987-91, þegar andófið gegn sovésku nýlendustjórninni vaknaði, og reynt að meta mikilvægi þessara atburða í ljósi síðari tíma. Þeir sem þátt tóku í umræðunum voru: Esko Aho, fv. forsætisráðherra Finna, Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Pólverja, Ivars Godmanis, fv. forsætisráðherra Letta, Shelov-Kovadyaev, fyrrum varautanríkisráðherra Rússlands og Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra Íslands.
EISTAR FÆRA ÍSLENDINGUM ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN VIÐ SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ÞEIRRA FYRIR 20 ÁRUM
Þann 20. ágúst s.l. var efnt til málþings og hátíðahalda í Tallinn, höfuðborg Eistlands, til þess að minnast þess, að 20 ár voru þá liðin – þann 22. ágúst – frá því að Eistar lýstu yfir endurreistu sjálfstæði sínu, og Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna það og koma á stjórnmálasambandi milli ríkjanna. Fyrir þessu málþingi stóðu utanríkisráðuneyti Eistlands og “The Estonain Foreign Policy Institute”.