JBH svarar Styrmi Gunnarssyni

Ólikt höfumst við að. Þú flytur göbbelskar áróðursræður yfir Heimdellingum og óðinshönum, þar sem þú lofsyngur Sjálfstæðisflokkinn sem helsta baráttutæki kúgaðs fólks gegn heimsauðvaldinu. Og færð “standing ovation” fyrir vikið. Þetta er svo ósvífið og veruleikafirrt, að manni blöskrar. Sendi ég þér ekki grein mína, sem Jakob í Þjóðmálum neitaði að birta um arfleifð Sjálfstæðisflokksins á lýðveldistímanum? Lestu hana aftur.

Ég ræddi í alvöru við alþjóðlegan hóp stúdenta í Þýskalandi um það, hvernig “casínó” – kapítalisminn bandaríski hefði á skömmum tíma aukið ójöfnuð og misrétti í heiminum, og uppskar í framhaldinu málefnalega umræðu um, hvort unnt væri að beita lýðræðislegum aðferðum, í krafti ríkisvalds þjóðríkja, til þess að beisla skepnuna (kapítalismann) og stuðla að meiri jöfnuði að dæmi Norðurlandabúa. Þar kom engum til hugar að halda því fram, að Evrópusambandið væri höfuðvígi heimskapítalismans. Er það ekki bara uppfinning þín og skoðanabræðra þinna í þjóðernissinnaarmi Vintri-grænna?

Lesa meira

Styrmir Gunnarsson: Ummæli við greinina In Search of Freedom: IT´S ALL ABOUT EQUALITY, STUPID!

Þetta er mjög fín ræða en í henni eru þó veikleikar. Söguskýring höfundar á bls. 8 gengur ekki upp. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur settu kvótakerfið á í árslok 1983. Þá var aðeins einn maður á Alþingi sem benti á þær hættur, sem í því voru fólgnar, Guðmundur Einarsson. Þegar þið voruð komin í stjórn 1987 var sett inn í lögin ákvæði um sameign þjóðarinnar. Það er það eina, sem þið jafnaðarmenn getið hrósað ykkur af í þessu máli en skiptir vissulega sköpum.

Á bls. 8 horfir JBH algerlega fram hjá því, að það var vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar, sem setti lög um frjálst framsal veiðiheimilda. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn, sem gerði það. Það voru ekki neo-conservativir í Sjálfstæðisflokknum, sem gerðu það. Það voru Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur,sem sáu um að koma þeirri þróun af stað, sem bjó til fyrstu milljarðamæringana á Íslandi og lagði grundvöll að valdatöku peninganna á Íslandi. Þetta höfum við JBH talað um áður og hann verður að horfast í augu við þennan veruleika og leggja út frá honum eins og hann sannanlega er.

Lesa meira

INTERNATIONAL SEMINAR IN GERMANY ON “FREEDOM”.

May 13 – 22 this year 400 students of more than 40 nationalities came together in Thüringen in Germany to share experiences and exchange opinions on freedom. The hosts were a network of universities in Ilmenau, Weimar, Jena and Erfurt – the old academies of Goethe and Schiller. This was the 10th seminar of this kind being conducted by those universities during the past 20 years – or since the fall of communism. For a period of ten days the inhabitants of those cities open their homes to their foreign guests. By doing so they form contacts between the German hosts and the foreign students which often turn out to be lasting relationships – long after the visitors have returned home.

This seminar is held every other year. Each time a major theme is elected for “in–debt” research and investigation. This time the theme was freedom. Ten lecturers introduced the subject. They dealt with the philosophical definition of the topic; the history of freedom, political freedom, developement of human rights, freedom and basic human needs, individual privacy vs. the security of the state, freedom of markets vs. social responsibility, the limits of freedom, e.g. due to cultural traditions or lifestyles, freedom and religion, and finally freedom within scientific research and in the arts.

Continue reading

In Search of Freedom: IT´S ALL ABOUT EQUALITY, STUPID!

“Liberté, Egalité, Fraternité” (Battle-cry of the French revolution)

“Freedom can not consist of a privilege of the few – to the exclusion of the many” (Olof Palme, Swedish PM)

“ Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða” (“Under the law we build the land – without the law, we destroy it” – Ari fróði, an Icelandic 11th Chistorian)

1.

I hail from a people whose founding fathers claimed that they left their homelands (the heartland of Scandinavia, Scotland and Ireland), rather than succumb to the authority of the Norwegian king. This was in the 9th Century, during the Viking Age, when Norway was being unified by force into a single state.

The lesser chieftains and small landholders were faced with a choice: To swear allegiance to the superior authority of the emerging monarchy (and accept the royal prerogative of taxation) or to run for their lives. They opted for the latter choice.

Continue reading

Maí í Andalúsíu

Baráttukveðjur til ykkar allra á 1. maí. Ég vona, að þið hafið farið í kröfugöngu, jafnvel þótt þið hafið orðið að taka gönguskíðin með.

Það liggur við, að við séum farin að fíla okkur sem innfædda Andalúsa. Þrjá daga í röð um páskahelgina horfðum við af hliðarlínu á preláta páfans, uppstrílaða bissnissmenn og guðhræddar konur með ómálga börn í eftirdragi bera líkneski Krists og Maríu Guðsmóður hring eftir hring um krákustigi þorpsins. Allt í einu rann upp fyrir mér, að svona fer PP (arftakar Francos í íhaldsflokknum) að því að hræða lýðinn til fylgilags við sig. Svona er skurðgoðadýrkunin lífseig. Allt er þetta gert í nafni sjálfsupphafningar – allir aðrir heita trúvillingar – og er arfur frá Rannsóknarréttinum. Blessaðar konurnar eru búnar að gleyma því, að þær voru brenndar á báli sem nornir, innblásnar af hinu illa, ef þær ekki fylgdu valdboði krossfara kirkjunnar upp á punkt og prik.

En svo náðum við að rétta okkur aðeins af í gær. Það eru bæjar- og héraðsstjórnakosningar þann 22. maí. PSOE-sósíalistaflokkur vinnandi fólks byrjaði kosningabáráttuna á laugardagskvöldi í hátíðarsalnum í ráðhúsinu. Ég held það hefði ekki einu sinni þýtt að reyna það í Alþýðuflokknum í gamla daga að bjóða upp á pólitíska eldmessu á laugardagskvöldi. Forvitnin rak okkur á staðinn. Við bjuggumst við að sjá þarna fáeinar hræður – gamla kalla sem hefðu lifað af morðæði Francos fyrir slysni – en það var nú eitthvað annað. Troðfullt hús, ungir og gamlir, karlar og konur og rífandi stemning. Það kom á óvart, hvað trúboðstæknin er orðin hætekk. Borgarstjóraefnið var kynnt á video, vegfarendur sungu honum lof og prís í götuviðtölum, prógrammið var presenterað myndrænt, og lýðurinn áminntur um að leggja ekki hlustir við hræðsluáróðri um, að það sé sami rassinn undir öllum pólitíkusum; og að póítíkin sé bara spillingardýki, sem framapotarar misnota í sjálfauðgunarskyni: Gandhi er ekki sama og Hitler; Mandela ekki sama og Franco; Obama ekki sama og Bush. Þetta var smart. Bryndís segir mér, að spænskan eigi ekkert orð yfir ræður – og ekki heldur yfir fundi – en samt voru haldnar þarna langar ræður á fundinum. Ég skildi sirka tíunda hvert orð (en Bryndís hvíslaði þýðinguna í eyrað á mér, þegar henni fannst einhverjum mælast vel) og ég lét mér það vel líka. Á eftir var bjór og tapas og mikið bræðralag.

Lesa meira

Minning: INGÓLFUR MARGEIRSSON

HONUM Ingó var flest til lista lagt, sem prýða má einn lífskúnstner, trúbador og gleðimann. Það neistaði af húmornum í góðum félagsskap, og hlátur hans var smitandi. Hann var listateiknari og músíkalskur fram í fingurgóma (enda stutt í gítarinn) og bítlavin öðrum betri.

En fyrst og síðast var hann næmur, íhugull og athugull rithöfundur, sem lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Það besta sem hann skrifaði í formi ævisögunnar ber mannskilningi hans og listatökum á íslensku máli órækt vitni. Og mikið lifandis ósköp gat hann Ingó verið hlýr og uppörvandi félagi í dagsins önn. Því fengum við að kynnast, sem áttum því láni að fagna að vera vinnufélagar hans, á einhverju tímabili starfsævinnar. Þess vegna var hann vinmargur og eftirsóttur félagi.

Lesa meira

Fóstbræðrasaga hin nýja

NEI-sigurinn ógurlegi er fyrst og fremst sigur tveggja manna í íslenskri pólitík. Annar heitir Ólafur Ragnar Grímsson, en hinn heitir Davíð Oddsson.

Sá fyrrnefndi var einu sinni stuttlega formaður Alþýðubandalagsins, arftaka Kommúnistaflokks Íslands – in memoriam. Sá síðarnefndi var lengi vel formaður Sjálfstæðisflokksins, sem taldi sig löngum vera forystuflokk um vestræna samvinnu. Leitun mun vera að tveimur mönnum í landinu, sem fyrirlíta hvor annan jafn innilega.

Ólafur Ragnar stóð í ræðustól á Alþingi og sagði Davíð Oddsson haldinn „skítlegu eðli“. Þeir sem til þekkja segja, að álit Davíðs Oddssonar á núverandi forseta sé hreint út sagt ekki prenthæft. Nú hefur meiri hluti þjóðarinnar kjörið sér þessa tvo karaktera sem holdgervinga tilfinningalífs síns og leiðarljós út úr öngstræti hrunsins.

Lesa meira

Reynir Ólafsson

Haustið 1984 sögðu skoðanakannanir, að Alþýðuflokkurinn, flokkur íslenskra jafnaðarmanna, væri við dauðans dyr eftir 70 ára starf í þágu íslenskrar alþýðu. Ef mark væri á takandi, væri Alþýðuflokkurinn minnsti flokkur þjóðarinnar. Mér var stórlega misboðið. Hvert var þá orðið allt okkar starf? Ég gekk á fund þáverandi formanns og tilkynnti mótframboð. Það var engu að tapa, allt að vinna.

Að loknu formannskjöri lagðist ég í ferðalög. Hundrafundaferðin hét það, undir leiðarstefinu: Hverjir eiga Ísland? Fundaferðin stóð yfir á annað ár. Dropinn holaði steininn. Smám saman komst boðskapurinn til skila. Í sveitarstjórnarkosningum 1986 reyndist Alþýðuflokkurinn vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Við vorum á réttri leið.

Lesa meira

BESSASTAÐABLÚS

Ef sú ákvörðun forseta Íslands, að vísa Icesave 3 í þjóðaratkvæði, er látin standa óhögguð, getur forsetinn, hver sem hann er, framvegis tekið hvaða þingmál sem ér úr höndum Alþingis og vísað því í þjóðaratkvæði.

Fyrir því væru engin takmörk. Um það gilda þá engar reglur. Geðþótti eins manns ræður. Ætlar þjóð, sem á hátíðarstundum stærir sig af Alþingi – elsta þjóðþingi í heimi – að sætta sig við svona skrípamynd af réttarríki?Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á:

Röksemdirnar sem Ólafur Ragnar Grímsson bar fyrir sig til að réttlæta ákvörðun sína, fá ekki staðist gagnrýna skoðun, eins og hér verður sýnt fram á.

Lesa meira