Fyrir utan opinbera fyrirlestra (sem standa öllum opnir) um helstu þætti meignþemans hverju sinni, mynda hinir erlendu stúdentar samstarfshópa með heimamönnum til að ræða efni fyrirlestranna í þaula. Meðan á málþinginu stendur vinna stúdentarnir að ýmsum verkefnum í tengslum við umræðuefnin: Þeir reka útvarpstöð, gefa út blöð og bæklinga, búa til heimildamynd og gefa út bók með helstu fyrirlestrum og niðurstöðum umræðuhópa.
NÝ STEFNUSKRÁ HANDA JAFNAÐARMÖNNUM
Dagana 13. til 22. maí, 2011 komu um 370 stúdentar frá 40 þjóðum saman í Thüringen í Þýskalandi til þess að skiptast á skoðunum um frelsið. Gestgjafinn var samstarfsnet háskóla í Türingen – í borgunum Weimar, Jena, Erfurt, Ilmenau o.fl.. Þetta var í tíunda sinn, sem þessir aðilar efna til alþjóðlegs málþings af þessu tagi. Íbúar þessara háskólaborga opna heimili sín fyrir gestum þessa tíu daga, sem málþingið stendur. Við það myndast tengsl milli heimamanna og hinna erlendu gesta, sem einatt standa órofin, löngu eftir að gestirnir hafa kvatt og horfið til sinna heima.