Hinir ungu og hinir vonsviknu, sem refsuðu krötunum fyrir að hafa brugðist vonum sínum, kusu heldur ekki íhaldið, enda ekkert þangað að sækja nema sérhagsmunavörslu og purkunarlausa pólitíska spillingu. Hvað gat fólk þá kosið? Það er málið.
Að kjósa – til hvers?
Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu. Hvað var svona merkilegt við spænsku kosningarnar (til sveitar- og héraðsstjórna) þann 22. maí sl.? Það er varla í frásögur færandi, að stjórnarflokknum, jafnaðarmönnum, var refsað fyrir að hafa brugðist seint og illa við váboðum kreppunnar. Hitt er merkilegra, að stjórnarandstaðan – íhaldið, arftakar Francos – styrkti að vísu stöðu sína, en var samt fjarri því að sópa til sín fylgi, þrátt fyrir ábyrgðarlausa og harðvítuga stjórnarandstöðu.