YOU OWE IT TO THEM

Jón Baldvin er heiðursgestur Seimas (lítháiska þjóðþingsins) í dag.
Hér fer á eftir ræða hans við það tækifæri.

I.
How often haven´t we heard the high and mighty of this world pay lip service to the noble ideals of our western political heritage: Freedom, Equality, Solidarity, Democracy, National Self-Determination, the Rule of Law, – Justice for all.

Continue reading

FRÉTTATILKYNNING: MINNINGARATHÖFN Í VILNÍUS

Eystrasaltsþjóðir fagna 20 ára afmæli síns endurheimta sjálfstæðis 1991.

Þann 13. jan. þ.m. verður efnt til minningarathafnar í þjóðþinginu, SEIMAS, í Vilníus, höfuðborg Litháen, til að heiðra minningu fórnarlamba sovéska hernámsliðsins, sem létu lífið þann 13. jan. 1991 – fyrir 20 árum – við að verja sjónvarpsturninn og útvarpshúsið í höfuðborginni fyrir skriðdrekaárás hernámsliðsins.

Heiðursgestur þingsins við þessa athöfn verður Jón Baldvin Hannibalsson f.v. utanríkisráðherra Íslands, sem mun ávarpa þingið f.h. erlendra gesta. Athöfninni verður útvarpað og sjónvarpað.

Lesa meira

A REPUBLIC AT CROSSROADS

Haukur Magnússon, the editor of GRAPEVINE, an English language publication in Reykjavík (published in 25.000 copies) asked me to review the first decade of the 21st century in Iceland from a political perspective.
I spent the quiet Christmas days composing the following piece for Grapevine. I take note of the fact that the editor and I are both from Ísafjörður. Actually we are distant relatives and can trace our familyties to Ögur in Ísafjarðadjúp. The editor´s mother is a former student of mine at MÍ. And once upon a time Bryndís and I lived in the same house, where the editor´s parents are now living in Ísafjörður. Remarkable!

The First Decade of the 21st Century in Retrospect

Will October 6th 2008 (the day Iceland´s luckless PM Mr. Haarde, asked God to help his poor nation since he himself couldn´t) live on in our collective memory as a “day of infamy” – a sort of Iceland´s Pearl Harbour?

Continue reading

In Fulbright´s Honor

Ræðan sem hér fer á eftir var flutt í hófi sem haldið var á Hótel Hilton, 13. 11. í tilefni af 50 ára afmæli Fulbright stofnunarinnar.

This is a rare event. We have come together here tonight to honor the memory of a good man, senator William Fulbright of Arkansas. He was that rare phenomenon – a visionary politician – a man of ideas and a man of action. Those qualities seldom go together in the same person – something we have been reminded of with a vengeance, recently.

Continue reading

(Land)hreinsun

Þegar fréttamaður Pressunnar hringdi í mig undir miðnættið í gær og spurði formálalaust, hvort ég hefði sem utanríkisráðherra beitt mér fyrir ráðningu Árna Mathiesen, dýralæknis, í stjórnunarstöðu hjá FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm), svaraði ég: “Aldrei” – og bætti við, að ef þetta ætti að verða nýjasta útflutningsafurð Íslendinga, væri vart von á góðu. Við nánari umhugsun skynja ég, að framkallað svar á staðnum og stundinni við svo áhugaverðri spurningu er eiginlega of afundið. Spurningin verðskuldar meiri yfirvegun og meiri íhygli.

Var það ekki Þorvaldur Gylfason, sem benti á það, þegar kvótaekkjan frá Vestmannaeyjum munstraði Davíð Oddsson sem ritjstóra Moggans, að því væri helst að líkja við það, að Ameríkanar hefðu ráðið Richard Nixon eftir Watergate sem ritstjóra Washington Post? Auðvitað á að líta á málin í svona stóru samhengi. Ég hefði því átt að svara á þá leið, að áður en ég treysti mér til að mæla með fallít fjármálaráðherra við FAO, yrði ég að huga að jafnræðisreglunni og þar með því, að ég mætti ekki gera upp á milli okkar íslensku afreksmanna, sem sameiginlega stóðu yfir höfuðsvörðum íslenska lýðveldisins.

Lesa meira

Viðtal við JBH í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977

Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson segjast reka eitthvert ódýrasta útvarpsprógramm sem um getur. Öllum tilkostnaði er haldið í skefjum. Samt er boðið upp á áhugavert efni, sem skírskotar einkum til ungs fólks. Hér fer á eftir viðtal, sem þeir félagar tóku við JBH mánudaginn 1. nóv. s.l.. Umræðuefnið var hrunið, orsakir og afleiðingar, stjórnmálaflokkar í lamasessi og hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni aftur á kjöl. Viðtalið fer hér á eftir:
Fyrsti hluti, annar hluti, þriðji hluti og fjórði hluti.

Viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við Jón Baldvin á Bylgjunni

Hér fer á eftir viðtal SME í morgunþætti Bylgjunnar á sunnudagsmorgni 24. okt.. Tilefnið var, að á s.l. tíu dögum eða svo hefur verið efnt til málþinga, þar sem fræðimenn lýstu reynslu Svía og Finna af veru þessara þjóða í Evrópusambandinu s.l. fimmtán ár, og Pat Kox, forseti Evrópusamtakanna og f.v. forseti Evrópuþingsins, dró saman yfirlit um reynslu Íra af Evrópusambandsaðild s.l. áratugi. Pat Kox gerði líka samanburð á því, hvernig Írum, sem eru bæði í Evrópusambandinu og með evru, og Íslendingum með sína krónu, hefur reitt af í fjármálakreppunni.

JBH útskýrir m.a., hvers vegna Samtök græningja víðast hvar í Evrópu hafa breytt afstöðu sinni til Evrópusambandsins í ljósi reynslunnar og eru nú eindregið fylgjandi aðild, sbr. yfirlýsingar Evu Joly í kveðjuorðum hennar til Íslendinga í Silfri Egils, en hún er nú forsetaframbjóðandi græningja í Frakklandi.

Sjá fyrri hluti viðtals og seinni hluti viðtals.