Minning: INGÓLFUR MARGEIRSSON

HONUM Ingó var flest til lista lagt, sem prýða má einn lífskúnstner, trúbador og gleðimann. Það neistaði af húmornum í góðum félagsskap, og hlátur hans var smitandi. Hann var listateiknari og músíkalskur fram í fingurgóma (enda stutt í gítarinn) og bítlavin öðrum betri.

En fyrst og síðast var hann næmur, íhugull og athugull rithöfundur, sem lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Það besta sem hann skrifaði í formi ævisögunnar ber mannskilningi hans og listatökum á íslensku máli órækt vitni. Og mikið lifandis ósköp gat hann Ingó verið hlýr og uppörvandi félagi í dagsins önn. Því fengum við að kynnast, sem áttum því láni að fagna að vera vinnufélagar hans, á einhverju tímabili starfsævinnar. Þess vegna var hann vinmargur og eftirsóttur félagi.

Lesa meira

Fóstbræðrasaga hin nýja

NEI-sigurinn ógurlegi er fyrst og fremst sigur tveggja manna í íslenskri pólitík. Annar heitir Ólafur Ragnar Grímsson, en hinn heitir Davíð Oddsson.

Sá fyrrnefndi var einu sinni stuttlega formaður Alþýðubandalagsins, arftaka Kommúnistaflokks Íslands – in memoriam. Sá síðarnefndi var lengi vel formaður Sjálfstæðisflokksins, sem taldi sig löngum vera forystuflokk um vestræna samvinnu. Leitun mun vera að tveimur mönnum í landinu, sem fyrirlíta hvor annan jafn innilega.

Ólafur Ragnar stóð í ræðustól á Alþingi og sagði Davíð Oddsson haldinn „skítlegu eðli“. Þeir sem til þekkja segja, að álit Davíðs Oddssonar á núverandi forseta sé hreint út sagt ekki prenthæft. Nú hefur meiri hluti þjóðarinnar kjörið sér þessa tvo karaktera sem holdgervinga tilfinningalífs síns og leiðarljós út úr öngstræti hrunsins.

Lesa meira

Reynir Ólafsson

Haustið 1984 sögðu skoðanakannanir, að Alþýðuflokkurinn, flokkur íslenskra jafnaðarmanna, væri við dauðans dyr eftir 70 ára starf í þágu íslenskrar alþýðu. Ef mark væri á takandi, væri Alþýðuflokkurinn minnsti flokkur þjóðarinnar. Mér var stórlega misboðið. Hvert var þá orðið allt okkar starf? Ég gekk á fund þáverandi formanns og tilkynnti mótframboð. Það var engu að tapa, allt að vinna.

Að loknu formannskjöri lagðist ég í ferðalög. Hundrafundaferðin hét það, undir leiðarstefinu: Hverjir eiga Ísland? Fundaferðin stóð yfir á annað ár. Dropinn holaði steininn. Smám saman komst boðskapurinn til skila. Í sveitarstjórnarkosningum 1986 reyndist Alþýðuflokkurinn vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Við vorum á réttri leið.

Lesa meira

BESSASTAÐABLÚS

Ef sú ákvörðun forseta Íslands, að vísa Icesave 3 í þjóðaratkvæði, er látin standa óhögguð, getur forsetinn, hver sem hann er, framvegis tekið hvaða þingmál sem ér úr höndum Alþingis og vísað því í þjóðaratkvæði.

Fyrir því væru engin takmörk. Um það gilda þá engar reglur. Geðþótti eins manns ræður. Ætlar þjóð, sem á hátíðarstundum stærir sig af Alþingi – elsta þjóðþingi í heimi – að sætta sig við svona skrípamynd af réttarríki?Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á:

Röksemdirnar sem Ólafur Ragnar Grímsson bar fyrir sig til að réttlæta ákvörðun sína, fá ekki staðist gagnrýna skoðun, eins og hér verður sýnt fram á.

Lesa meira

YOU OWE IT TO THEM

Jón Baldvin er heiðursgestur Seimas (lítháiska þjóðþingsins) í dag.
Hér fer á eftir ræða hans við það tækifæri.

I.
How often haven´t we heard the high and mighty of this world pay lip service to the noble ideals of our western political heritage: Freedom, Equality, Solidarity, Democracy, National Self-Determination, the Rule of Law, – Justice for all.

Continue reading

FRÉTTATILKYNNING: MINNINGARATHÖFN Í VILNÍUS

Eystrasaltsþjóðir fagna 20 ára afmæli síns endurheimta sjálfstæðis 1991.

Þann 13. jan. þ.m. verður efnt til minningarathafnar í þjóðþinginu, SEIMAS, í Vilníus, höfuðborg Litháen, til að heiðra minningu fórnarlamba sovéska hernámsliðsins, sem létu lífið þann 13. jan. 1991 – fyrir 20 árum – við að verja sjónvarpsturninn og útvarpshúsið í höfuðborginni fyrir skriðdrekaárás hernámsliðsins.

Heiðursgestur þingsins við þessa athöfn verður Jón Baldvin Hannibalsson f.v. utanríkisráðherra Íslands, sem mun ávarpa þingið f.h. erlendra gesta. Athöfninni verður útvarpað og sjónvarpað.

Lesa meira

A REPUBLIC AT CROSSROADS

Haukur Magnússon, the editor of GRAPEVINE, an English language publication in Reykjavík (published in 25.000 copies) asked me to review the first decade of the 21st century in Iceland from a political perspective.
I spent the quiet Christmas days composing the following piece for Grapevine. I take note of the fact that the editor and I are both from Ísafjörður. Actually we are distant relatives and can trace our familyties to Ögur in Ísafjarðadjúp. The editor´s mother is a former student of mine at MÍ. And once upon a time Bryndís and I lived in the same house, where the editor´s parents are now living in Ísafjörður. Remarkable!

The First Decade of the 21st Century in Retrospect

Will October 6th 2008 (the day Iceland´s luckless PM Mr. Haarde, asked God to help his poor nation since he himself couldn´t) live on in our collective memory as a “day of infamy” – a sort of Iceland´s Pearl Harbour?

Continue reading

In Fulbright´s Honor

Ræðan sem hér fer á eftir var flutt í hófi sem haldið var á Hótel Hilton, 13. 11. í tilefni af 50 ára afmæli Fulbright stofnunarinnar.

This is a rare event. We have come together here tonight to honor the memory of a good man, senator William Fulbright of Arkansas. He was that rare phenomenon – a visionary politician – a man of ideas and a man of action. Those qualities seldom go together in the same person – something we have been reminded of with a vengeance, recently.

Continue reading